Norðurljósið - 01.01.1981, Síða 3

Norðurljósið - 01.01.1981, Síða 3
NORÐURLJÓSIÐ 3 Er síðasti sálmurinn hafði verið sunginn, sneri ég mér að fólkinu, er sat á bak við mig til að ávarpa það. Þegar í stað spurðu nokkrir, hvort ég hefði biblíur meðferðis. Þeir höfðu ferðast í tvo daga úr öðru fylki til að kynnast opnu kirkjunni og að leita að biblíum. Annar þeirra var áður tilheyrandi kirkju í Upplanda- kristniboðinu, sem heitir nú Overseas Missionary Fellowship. (Handan hafs kristniboða samfélagið.) Síðdegis vorum við heima hjá þeim. Heyrðum við þá undraverða sögu af starfi heilags Anda. Var það á svæði, þar sem eru hundruð af heimilissöfnuðum og tugir þúsunda kristinna manna. Þrátt fyrir harðar of- sóknir, meðan stóð yfír Menningar-byltingin, varð mikill fjöldi ungs fólks trúaður. Safnaðarhirðir gamall lýsti jarðarför. Aldraður hirðir safnaðar var jarðaður fyrir nokkrum árum. Fylgdi honum til grafar fjöldi kristinna manna. Unga fólkið skipti sér í hópa og söng sálma. I skrúðgöngu voru bornir stórir fánar. Voru ritningar textar ritaðir á þá, t.d.: „Ég er upprisan og lífið.“ Líkfylgdin var ekki ónáðuð. Síðar var aldraður maður, sem flutt hafði bæn, tekinn höndum og dæmdur í átta ára fangelsi. Spurst var fyrir um, hver hafði ritað orðin á fánanum. Gagnfræðaskóla-kennarinn kvaðst hafa gert það. Hann var líka settur í fangelsi. I sorg sinni og vandræðum hlaut kona hans huggun og styrk af þessum orðum: „Ég er Guð Abrahams, ísaks og Jakobs.“ Leiddu þessi orð hana, svo að hún gerði sér ljóst, að „ég er Guð mannsins þíns.“ Er maður hennar var kominn í fangelsið, varð honum ljóst, að hann var nokkuð niðurdreginn. Fór hann þá að syngja: „Vegi krossins vil ég fylgja.“ Annar krist- inn fangi heyrði hann syngja og lét í ljós, að orðin höfðu styrkt trú hans. Á þessum árum, sagði hann, var margt af vmga fólkinu barið og varpað í fangelsi. Jafnvel börn þurftu að þjást vegna trúar sinnar. En söfnuðurinn hélt áfram að vaxa. Biblíunám var hafið á ýmsum stöðum í borg- inni. Sumir hópar komu saman kl. 4.30 til 6 að morgni. En aðrir kl. 6-8. Nú er einhver samkoma haldin nálega á hverjum degi vikunnar. Á þriðjudögum er sérstök samkoma. Hún er ætluð til undirbúnings predikurum. Allt að því 200 manns koma saman á heimila-samkomunum. Aðgreiningin í kirkjudeildir hefur nálega horfíð. I sveitunum og í nágrannaborgunum koma hundruð slíkra hópa saman. En hræðilegur skortur er á biblíum. Söfnuðurinn fær ekki mikla fræðslu, af því að skortur er á kennurum. Það er mikill fjöldi kristinna manna, sem á aðeins handskrifuð eintök af ritning- unni. Stjórnin hefur leyft, að kirkjur væru opnaðar. Hef- ur þessu víða verið haldið á loft. Erlendir blaðamenn fengu að ræða við Xie Ping. Hann er biskup Mót-

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.