Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1981, Qupperneq 3

Norðurljósið - 01.01.1981, Qupperneq 3
NORÐURLJÓSIÐ 3 Er síðasti sálmurinn hafði verið sunginn, sneri ég mér að fólkinu, er sat á bak við mig til að ávarpa það. Þegar í stað spurðu nokkrir, hvort ég hefði biblíur meðferðis. Þeir höfðu ferðast í tvo daga úr öðru fylki til að kynnast opnu kirkjunni og að leita að biblíum. Annar þeirra var áður tilheyrandi kirkju í Upplanda- kristniboðinu, sem heitir nú Overseas Missionary Fellowship. (Handan hafs kristniboða samfélagið.) Síðdegis vorum við heima hjá þeim. Heyrðum við þá undraverða sögu af starfi heilags Anda. Var það á svæði, þar sem eru hundruð af heimilissöfnuðum og tugir þúsunda kristinna manna. Þrátt fyrir harðar of- sóknir, meðan stóð yfír Menningar-byltingin, varð mikill fjöldi ungs fólks trúaður. Safnaðarhirðir gamall lýsti jarðarför. Aldraður hirðir safnaðar var jarðaður fyrir nokkrum árum. Fylgdi honum til grafar fjöldi kristinna manna. Unga fólkið skipti sér í hópa og söng sálma. I skrúðgöngu voru bornir stórir fánar. Voru ritningar textar ritaðir á þá, t.d.: „Ég er upprisan og lífið.“ Líkfylgdin var ekki ónáðuð. Síðar var aldraður maður, sem flutt hafði bæn, tekinn höndum og dæmdur í átta ára fangelsi. Spurst var fyrir um, hver hafði ritað orðin á fánanum. Gagnfræðaskóla-kennarinn kvaðst hafa gert það. Hann var líka settur í fangelsi. I sorg sinni og vandræðum hlaut kona hans huggun og styrk af þessum orðum: „Ég er Guð Abrahams, ísaks og Jakobs.“ Leiddu þessi orð hana, svo að hún gerði sér ljóst, að „ég er Guð mannsins þíns.“ Er maður hennar var kominn í fangelsið, varð honum ljóst, að hann var nokkuð niðurdreginn. Fór hann þá að syngja: „Vegi krossins vil ég fylgja.“ Annar krist- inn fangi heyrði hann syngja og lét í ljós, að orðin höfðu styrkt trú hans. Á þessum árum, sagði hann, var margt af vmga fólkinu barið og varpað í fangelsi. Jafnvel börn þurftu að þjást vegna trúar sinnar. En söfnuðurinn hélt áfram að vaxa. Biblíunám var hafið á ýmsum stöðum í borg- inni. Sumir hópar komu saman kl. 4.30 til 6 að morgni. En aðrir kl. 6-8. Nú er einhver samkoma haldin nálega á hverjum degi vikunnar. Á þriðjudögum er sérstök samkoma. Hún er ætluð til undirbúnings predikurum. Allt að því 200 manns koma saman á heimila-samkomunum. Aðgreiningin í kirkjudeildir hefur nálega horfíð. I sveitunum og í nágrannaborgunum koma hundruð slíkra hópa saman. En hræðilegur skortur er á biblíum. Söfnuðurinn fær ekki mikla fræðslu, af því að skortur er á kennurum. Það er mikill fjöldi kristinna manna, sem á aðeins handskrifuð eintök af ritning- unni. Stjórnin hefur leyft, að kirkjur væru opnaðar. Hef- ur þessu víða verið haldið á loft. Erlendir blaðamenn fengu að ræða við Xie Ping. Hann er biskup Mót-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.