Norðurljósið - 01.01.1981, Side 15

Norðurljósið - 01.01.1981, Side 15
NORÐURLJÓSIÐ 15 braut okkar. Við getum ekki heyrt rödd Guðs, af því að við tökum okkur ekki tíma til að hlusta. Megi Drottinn hjálpa okkur til að vera svo hljóð, að hann geti talað til okkar, kunngjört okkur sinn fullkomna vilja okkur til andlegs kraftar og sigurs. „Verið kyrrir og vitið, að ég er Guð.“ (Sálm. 46. 11. Ensk þýð.) (Þýtt úr amerísku blaði. - S. G. J.) Þetta virðist mér Skuggar af örkinni hans Nóa. Eftir EARLY FRIES. Nú á dögum sjást margar skrípateikningar, er sýna einhvem trúarlegan ofstækismann, er spáir því, að dómsdagur sé fyrir höndum. Ókristið fólk - og jafn- vel sumt trúað fólk - hlær góðmótlega að slíkri „hringavitleysu “. Eigi að síður er það fróðleiks fólk - einkum í trú- leysingja heiminum - sem hrópar: „Dómsdagur!“ Eigum við að líta á þetta sem alvöru? Fyrrverandi flug-hermála ráðherra Bandaríkjanna, Thomas C. Reed, spáir því, að vorið 1982 munu Sovét-menn hefja herferð mikla. Markmið hennar sé að hertaka olíu-auðugu ríkin í Mið-Austurlöndum. Richard Nixon, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, telur, að slík styrjöld sé þegar hafm. Óttast hann, að Vesturveldin bíði ósigur. Et til vill vekur það mestan hroll, er fyrrverandi utanríkis-ráðherra, Henry Kissinger, sem mælt er, að hann hafí sagt í janúar 1980. Hann trúði því þá, að ekki væru meir en 1000 dagar, þangað til alheims- styrjaldar átök hefjast.“ Vér emm knúðir til að kannast við, að þessir menn vita, um hvað þeir em að tala, burtséð frá breytni þeirra og eðlisfari. Sérfræðingar margir, sem eru heimsins menn, sjá, að hættutímar renna upp fyrir Bandaríkin - og þar með hinn vestræna heim, - á tímabilinu frá 1982-1985. Sé þetta satt, hvemig ætt- um við að skoða þetta í því ljósi, sem Guð hefur gefíð yfir dagskrá atburða endaloka heims-tímabilsins, er við lifum á? Eg held, að enginn geti dagsett endurkomu Drott- ins. Eg mun ekki reyna það. En í 13. kaíla guðspjalls Markúsar áminnir Drottinn lærisveina sína sex sinn- um, að þeir verði vakandi, þegar tími endalokanna kemur. Ef til vill er miðað betur á markið, sé spurt: „Ef Drottinn kæmi fyrr - t.d. innan 48 stunda - eða 48 daga - eða vikna - mundi ég þá verða ákveðnari í vitnisburði mínum fyrir fjölskyldu minni, nágrönn- um og vinum, svo að þeir geti umflúið kvalafulla eilífð? (Matt. 25. 46. Þýð.) Ættum við ekki nú þegar að fara að lifa eins og nú-dagurinn sé hinn.síðasti áður en Drottinn kemur? A dögum Nóa skeyttu flestir því engu, að komið gæti dagur Guðs dóms. Aðeins átta manns litu á að- vörun Guðs sem alvöru. Þetta fólk sýndi trú sína í verki. Það ættum við að gera líka, þú og ég. (Þýtt úr International Crusades - Alþjóðlegar krossferðir - júlí/ágúst 1980. - S. G. J.) Síðasta bænin í biblíunni er þessi: „Kom þú, Drott- inn Jesús!“ (Opinb.bók 22. 20.). Þessi bæn er orðin dagleg bæn mín, stundum endurtekin nokkrum sinn- um yfir daginn. Eg vil vera viðbúinn, þegar Drottinn Jesús kemur til að hrífa fólk sitt á brott úr heimi þess- um. Eg vona, að ég verði í hópi þeirra, sem aldrei þurfa að deyja, þótt ég sé orðinn nokkuð við aldur. S. G. J. „Hinn réttláti grær sem pálminnu „Hinn réttláti grær sem pálminn, vex sem sedrus- tréð á Líbanon.“ Sálm. 92. 13. Eitt af því, sem Kristín, ráðskona á S jónarhæð, vildi eignast, var pálmi. Pálminn er ólíkur trjátegundum þeim, sem við Islendingar þekkjum best. Hvort sem tréð heitir greni, fura, björk eða lerki, öll verða þau því gildvaxnari sem þau eldast meir. Pálminn er hins vegar grannvaxinn. Því segir unn- ustinn í Ljóðaljóðunum viðunnustusína: „Vöxturinn þinn líkist pálmavið.“ Hvers vegna er þá hinum réttláta líkt við pálma í Sálminum? Varla leikur vafí á því, að pálminn er valinn, af því að hann vex innan að frá. Sannkristinn maður verður að vaxa innan að frá. Þess vegna er sagt: „Hinn rétt- láti grær eins og pálminn.“ Vinur minn einn, sem nýlega var orðinn prestur, heimsótti mig að Sjónarhæð. Eg sýndi honum nýrra gróðurhúsið fyrst. Þá fór ég með hann í neðra húsið. Þá var Kristín farin. Eg gat ekki sinnt blómarækt hennar, enda enginn markaður orðinn fyrir þau. KEA hafði sett á stofn eigin blómarækt. Stöku sinnum var beðið um útiblóm, því að þau þóttu standa lengur en hin. Þegar vinur minn kom í neðra húsið og sá, að þar var allt í óhirðu, varð honum að orði: „Hvers vegna sýndir þú okkur þetta?“ Þá benti ég honum á pálmann, sýndi honum hann og hafði þá yfir ritningargreinina, sem er hér fyrir

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.