Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1981, Qupperneq 25

Norðurljósið - 01.01.1981, Qupperneq 25
NORÐURLJÓSIÐ 25 er ekki spurt um, hve fullkomlega maðurinn varð- veitir hann, heldur hvort það er heiðarlegur ásetn- ingur hans að gera hann. Þá getur hann komist að raun um hann. I Hósea 6. 3. standa þessi orð: „Þá munum vér þekkja, ef vér höldum áfram að þekkja Drottin.“ (Ensk þýð.) Heiðarlegt hjarta, sem leitast við að þekkja Guð og biblíuna, mun finna Krist, frið og öryggi. Sumt fólk trúir ekki biblíunni, af því að það les hana aldrei. í raun og veru kærir það sig ekki um sann- leikann. Akveðir þú að lesa biblíuna og hugleiða hana dag og nótt, til að komast eftir því, hvað hún segir, þá mun hjarta þitt sannfærast, eins og gjört hefur hjarta sérhvers manns, er heiðarlega hefur reynt að komast eftir því, hvort biblían er sönn eða ekki. Heimskulegt er að halda áfram með efasemdir og ótta, þegar efa- semdir og ótti, synd, óhlýðni og áhugaleysi fyrir biblívmni halda þér frá að þekkja sannleikann. Þú gerðir vel að skrifa mér, og ég vona, að þú leggir þér á hjarta það, sem ég hef sagt, og að þú fínnir frið og gleði. Skrifaðu mér og segðu mér frá því. Þinn í Jesú nafni. John R. Rice. (S. G. J. þýddi.) Villtur í stórhríð Eftir síra J. S. Barnett. Eg villtist í stórhríð kvöld nokkurt, er ég var staddur hátt upp í Smoky Mountains í Tennessee. Misst hafði ég meðvitund af kulda. En hesturinn minn bar mig að húsi nokkru. Er ég fór að komast aftur til meðvitund- ar, heyrði ég snarka í eldi við fætur mér. Er ég leit upp, sá ég skeggjaðan mann, er blótaði vegna þess, að ég vildi ekki opna munninn, svo að hægt væri að stinga upp í mig stúti áflösku. Eg var með óráði andartak. Eg hélt ég væri dauður og hefði farið á rangan stað. Er ég vitkaðist aftur, þekkti ég manninn. Hann var frægur útlagi og fé lagt til höfuðs honum. Hann hafði strengt þess heit, ef predikari vogaði að koma inn í hús hans, skyldi beitt við hann líkamlegu ofbeldi. Vissi ég ekki, hvers ég mátti vænta af honuni. Enginn maður hefði getað líknað mér betur. Er háttatími kom, lét hann mig liggja fast við stóra, hlýja bringu sína náttlangt. Aldrei slakaði hann á gæslu sinni. Um morguninn hafði ég nokkurn veginn náð mér. Sólin skein og snjórinn var að bráðna. Eg var búinn til brottfarar. Þá var það, sem eitthvað sagði: „Þú hefur tækifæri, sem enginn annar predikari hef- ur nokkru sinni fengið. Þú verður að reyna að frelsa Jake Woods.“ Hvemig átti ég að byrja? Jake sat fyrir framan arin- inn, meðan ég lét niður í hnakktöskur mínar. Eg gekk til hans, tók seðil upp úr vasa mínum og sagði: „Herra Wood, mér þykir leitt að bjóða þér svo lítið, þegar þú og konan þín góða hafið gert svo mikið fyrir mig. En þetta er aðeins lítið tákn þess, hve mikils ég met það, sem þið hafíð gert. Endurgoldið ykkur gæti ég ekki, jafnvel þótt ég væri ríkur.“ Undrandi horfði hann á mig frá hviríli niður á tær. „Láttu aftur niður peninga þína, doktor,“ sagði hann. „Það, sem við gerðum fyrir þig, var aðeins vegna þess, að við vildum vera greiðvikin. Hefðir þú komið að húsi mínu í gærkvöldi sem predikari, hefði ég rekið þig út og glaðst yfír því að finna þig helfros- inn í morgun. Fyrir rúmum tuttugu árum, þegar hinn Almáttugi tók drenginn minn, einkabam okkar, strengdi ég þess heit, að enginn maður, er kæmi sem fulltrúi hans, skyldi koma undir þak mitt. Orð mín hef ég haldið þangað til í gærkvöldi. En þegar hesturinn þinn kom með þig, gat ég ekki rekið þig í burtu. Nú getur þú farið og sagt, að þú hafir verið heila nótt hjá Jake Woods.“ Síðustu orðunum hvæsti hann út úr sér á milli samanklemmdra tanna. Svo grimmilegan hafði ég aidrei séð mann áður. Áreiðanlega hafði ég gert allt, sem ég gat, og mistekist. Ég tók upp töskur mínar, sem voru við hlið rúmsins, og lagði af stað til dyranna. En þá var sem eitthvað gripi samvisku mína eins og með stálfingmm. „Þú verður að reyna aftur.“ Sú skipun varð ekki misskilin. Ég gekk fram og aftur um gólfið, reyndi (eins og Jónas, þýð.) að finna skip, sem færi til Tarsis, en ekkert sást. Ég giska á, að hann hafi séð, hvað ég þjáð- ist. Loksins gekk ég til hans aftur, og með rödd, er skalf af tilfinningu, sagði ég: „Herra Woods, ég e'r hér með litla bók, sem mig langar til að lesa úr og tala við, vin minn áður en ég fer. Vilt þú leyfa mér það?“ Hann sneri sér að konu sinni, er sat þar úti í horni, og mælti: „Það er í lagi, byrjaðu.“ Ég fór að lesa í Lúkasi kaflann dásamlega um týnda sauðinn, er villt- ist í burtu, en fannst. Þá kom líka sagan af týnda syninum. Er hann kom aftur heim í ytri sem innri tötrum, varð faðir hans svo glaður, að fúslega mundi hann hafa slátrað öllum skepnunum til að halda veislu. Þá gaut ég hornauga til Jake Woods. Hann hafði snúið sér við og horfði á mig með miklum áhuga, rétt eins og hann vildi segja: „Hvers vegna ertu að talaum mig?“ Ég var að því. Hann hafði gert gys að upp í opið geðið á sendimanninum, er færði honum þær fréttir, að faðir hans væri að deyja og bæði son sinn að koma heim. Ég kraup á kné og greip í Guð með annarri hendinni og reyndi að ná í Jake Woods með hinni. En hann var oflangt niðri. Ég hélt áfram að reyna að seilast til
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.