Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1981, Qupperneq 30

Norðurljósið - 01.01.1981, Qupperneq 30
30 NORÐURLJÓSIÐ um ekki á háskólakennarana, né á bestu sérfræðinga í heimi. Afleiðing þessarar þrjósku er sú, að nú á dögum er komin upp ný kynslóð Gyðinga. Hún hugsar á hebresku og talar hebresku. I háskólanum í Jerúsalem býr hún sig undir að öðlast doktors nafnbót í land- búnaðarfræði, mannkynssögu, stjórnmálum og þrjá- tíu öðrum vísindagreinum. Nú á dögum er margt fólk í ísrael, sem talar alveg sama tungumál og spámennimir á dögum gamla testamentisins. Dásamleg er þessi endurfæðing hebreskrar tungu. Hún er enn ein sönnun þess, að endurkoma Krists er í nánd. Sem aðra má nefna, að sættir hafa tekist með ísrael og Egiftum. Þeim er spáð í Jesaja 19. kafla. (Þýtt úr The Flame (Loginn)sept.-okt. 1978. S. G. J.) Föðurleysinginn Frásaga eftir Bob Jones, eldra. Vinur minn, Bob Shuler, sagði mér hana í mennta- skólanum okkar. Fáar sögur, sem ég hef heyrt, hafa haft slík áhrif á mig. Það bar til fyrir mörgum ámm, að á framtröppur fjallakofa eins var sveinbam lagt. Gerðist þetta í Suðvestur-Virginíu í Bandaríkjunum. Hjónin, sem bjuggu þarna, voru barnlaus. Bóndinn var óþýður og grófgerður fjallabúi. Samt tók hann barnið og sýndi það konunni sinni. Litli snáðinn óx. Aður en langt leið tók bóndinn að berja hann, sló hann með svipu, uns litla bakið var blóðugt. En snáðinn litli stóðst þetta. Nótt eina, er bóndinn svaf þungum drykkjusvefni, þá tók snáðinn litli eitthvað, batt það innan í stóran, rauðan vasaklút, fór út og lagði af stað ofan veginn, sem lá niður dalinn, síðan í kringum hæðir og yfir fjöll. Hann gekk í tvo eða þrjá daga án þess að bragða mat. Snemma kvölds, er hann gat ekki gengið lengra, fór hann upp að framdyrum á litlu heimili í fjöllun- um. Kona kom til dyranna, og hann sagði: „Get ég fengið eitthvað að borða?“ Konan sagði: „Sonur, ég skal láta þig fá einhvern kvöldmat.“ Hún bjó honum dálítinn kvöldverð. Hún átti lítinn dreng á hans aldri. Hún sagði: „Faðir drengsins míns er dáinn. Eg býst við, að faðir þinn sé dáinn líka.“ Drengurinn vissi ekki, hverju hann átti að svara, svo að hann sagði: „Já, faðir minn er dáinn líka.“ Er þau höfðu neytt kvöldverðar, bjuggust þau til að fara að hátta. Konan sagði: „Við biðjum alltaf áður en við förum að hátta.“ Er hún hafði lesið í biblíunni, kraup hún á kné til að biðja, og hún kallaði Guð föður. Aldrei hafði drengurinn heyrt nokkurn mann kalla Guð föð- ur. Einu skiptin, sem hann hafði heyrt Guð nefndan, voru það varir guðlastandi manns, sem gerðu það. Drengurinn sagði síðar: „Eg leit í kringum mig til að sjá, hvar hann væri.“ Hann fór í rúmið, þreyttur eftir ferðalagið, en hann gat ekki sofið. Alla nóttina velti hann fyrir sér þessu með föður konunnar. Arla morguns gaf hún honum eitthvað að borða. Síðan lagði hann af stað niður veginn. Áfram hélt hann mílum saman niður dalinn. Hann fékk vinnu á bóndabæ. Sumarið kom, og tjaldbúða-samkoma var haldin þar í sveitinni. Hana sótti drengurinn og gekk fram til fyrirbænar. Hann kraup á kné og fann Guð. Þá vissi hann, hver sá Faðir var, því að hann sagði „Fað- ir“ líka. Þegar þeir, sem gengið höfðu fram og kropið niður, risu á fætur aftur, voru nöfn þeirra skráð. Mað- ur nokkur sagði við drenginn: „I hvaða kirkjudeild viltu ganga?“ Hann sagði: „Kirkjudeild? Eg þekki þær ekki í sundur.“ Maðurinn svaraði: „Meþódistar, Skírendur, Öld- ungakirk j umenn. “ „Eg veit það ekki, herra. Getur þú beðið eftir svari mínu í þrjá eða fjóra daga?“ „Ég skal láta þig fá eins langan tíma og þú þarft.“ „Þá er það í lagi. Ætlaðu mér pláss, og ég skal segja þér þetta eftir 3-4 daga.“ Hann fór til húsbónda síns og sagði: „Getur þú gefið mér þriggja eða fjögurra daga frí?“ Maðurinn sagði: „Það er ekkert á móti því.“ Drengurinn fór aftur niður dalinn, upp hæðina, yfír fjöllin og ofan annan dal, uns hann kom að heimilinu litla á milli fjallanna, þar sem fátæka ekkjan átti heima með syni sínum. Hann gekk inn og sagði: „Ég veit líka, h /er Faðir þinn er. Ég fann hann hér um kvöldið. Þeir spurðu mig, í hvaða kirkjudeild ég vildi ganga. En ég sagði, að ég vildi vita, hvaða kirkjudeild þú til- heyrir. Það verður mín kirkjudeild, því að þú hlýtur að heyra til góðri kirkjudeild.“ Konan svaraði: „Það vill nú svo til, að ég er Meþódisti.“ Hann sagði: „Viltu skrifa það, svo að ég geti lesið það?“ Konan skrifaði orðið: „Meþódisti.“ Drengur- inn fór með spjaldið og sagði: „Ég vil ganga í Meþódista-kirkjudeildina.“ Takið nú eftir: - Bob Schuler sagði mér fráhonum, og ég hafði heyrt nafnið hans áður - þessi maður varð einn hinna miklu Meþódista-predikara, sem héldu tjaldbúða-samkomur í Suður-ríkjunum í gamla daga. Bob Schuler sagði: „Ég þekki meira en hundrað og fjörutíu predikara, sem héldu tjaldbúða-samkomur, er höfðu verið leiddir til Jesú Krists með predikun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.