Norðurljósið - 01.01.1981, Síða 38
38
NORÐURLJÓSIÐ
sannar. Hún sagði, að þær væru sannar. En nú veit ég
betur.
Var það sagan um „stígvélaða köttinn?“
Nei, nei, miklu fallegri saga. Það voru sögur um
staðinn þarna uppi, sagði barnið og benti með litlu,
hvítu fingrunum sínum upp í himinblámann. Ég er
nærri búinn að gleyma því. Það var saga um eitthvert
álfaland, uppljómað af elsku og gleði. Svo var getið um
einhvem undra mann, sem kom þaðan hingað niður.
Hún sagði, að hann elskaði mig. En nú man ég ekki
meira, enda sagði pabbi, að það væri ekki þess vert að
muna það. Þetta væri aðeins uppspuni, smábörnum
til skemmtunar.
Kynlegt bros lék um varir unga mannsins. Óánægja
og eirðarleysi skinu út úr andlits svip hans. Andlits-
drættirnir báru vitni um vonbrigði og spillt líferni.
Þótt hann væri tiltölulega ungur, hafði hann sökkt sér
niður í glaum og gjálífí heimsins. Einmitt af því, að
hann hafði tæmt allar uppsprettur, sem yeraldlegar
unaðssemdir veita, og hafði líka orðið fyrir vonbrigð-
um í ástamálum, þá var hann kominn að þeirri niður-
stöðu, að lífið væri ekki vert þess, að því væri lifað.
Hann starði fyrst framan í unga og saklausa andlit-
ið, síðan upp í óendanlegan himinblámann.
Ekki þess vert, að muna það, auðvitað ekki.
Nú varð þögn. Drengurinn hvessti djúpu og bláu
augun á þennan nýja kunningja sinn, eins og hann
vildi rannsaka hann nákvæmlega.
Loks varð hann fremur kynlegur á svipinn og
mælti: Mér líkar vel við þig, því að þú talar eins og þú
skiljir mig. Fóstra segir, að ég sé óánægður vegna þess,
að ég sé skemmdur, af því að allt er látið eftir mér.
Pabbi segir, að það sé af því, að ég sé veikur og hafí
engin mök við aðra drengi. En mig langar ekki til að
vera eins og aðrir drengir. Þeir eru svo vondir og
háværir, gera ekki annað en ólmast. Þeir vilja ekki sitja
og tala við mig. En komi það fyrir, að þeir geri það, þá
segja þeir, að ég sé svo undarlegur. Svo fara þeir burt
frá mér. Heldur þú, að ég sé nokkuð undarlegur?
Við erum báðir sama markinu brenndir. Við erum
þreyttir á lífinu, er ekki svo? En þeir, sem ennþá njóta
unaðar þess, geta ekki skilið það.
Mig langar til að verða sæll, sagði drengurinn með
angurblíðum rómi. Hann renndi um leið augum yfír
dimmbláa hafíð. Alsæll, á ég við. Heldur þú, að ég
verði það nokkum tíma?
Ungi maðurinn svaraði engu. Fóstran kom í sömu
andrá. Það er kominn tími til að fara heim, Eiríkur
minn, sagði hún, og leit um leið á hinn nýja kunningja
hans.
Ungi maðurinn rétti úr sér: Hann stóð þar í mann-
dóms þroska, fullur af fjöri og afli. Hann horfði niður
á litla og veiklulega sjúklinginn.
Er hann ekki einbirni? spurði hann.
Jú, herra minn, hann er einbirni, - sonur herra
Edmunds Wallace, sem á allar jarðeignir hér í kring,
svaraði fóstran með hátíðlegum rómi. Laut hún um
leið niður til að laga sessuna í vagninum. Er hún ók
drengnum burt, bætti hún við: Faðir hans er nýfarinn
af stað til útlanda. Verður hann einn eða tvo mánuði í
burtu. Þess vegna er blessað bamið svona einmana-
legt.
Eiríkur litli hristi höfuðið. Nei, ég er ekkert ein-
manalegur. Ég fæ oft fréttir af pabba. Mér þykir gam-
an að fá bréf, en skemmtilegra þó að tala við fólk.
Ætlar þú .að verða hér á morgun? Ég veit ekki, hvað
þú heitir.
Kafteinn Graham, svaraði ungi maðurinn hlæjandi.
Já, þú munt, ef til vill, sjá mig hér á morgun.
Foringinn ungi fór leiðar sinnar með vindil í munn-
inum, og mælti við sjálfan sig: Sir Edmund Wallace,
vantrúarmaðurinn mikli! Jæja, það er varla nokkur
vafí á því, að hann hefur rétt fyrir sér.
2. KAFLI
Samtal við Graham.
Morguninn eftir mættust þeir aftur, þessir einkenni-
legu kunningjar. Ungi maðurinn, sem ella gekk fram
hjá með mannhaturslegu afskiptaleysi, hlustaði með
vaxandi ánægju á kynlegt, en þó indælt tal Eiríks litla.
Ætli nokkur maður í heimi geti ráðið við sjóinn?
spurði drenghnokkinn, um leið og hann renndi aug-
um yfír æðandi bylgjurnar, sem brotnuðu á hafnar-
garðinum og ultu freyðandi yfir allt, sem fyrir þeim
varð.
Nei, enginn, svaraði vinur hans. Hefur þú ekki
heyrt söguna af kónginum, er lét setja stólinn sinn á
sandinn og bannaði bylgjunum að koma nær, þó að
væri aðfall.
Hvílíkur heimskingi!
Með þessu vildi hann koma vitinu fyrir hirðmenn
sína. Þeir héldu, að hann væri guðdómlegur.
Hvað er að vera guðdómlegur?
Að geta framkvæmt allt, svaraði Graham hikandi.
Ég vildi gjarnan vera guðdómlegur. Veistu, hvað ég
mundi þá gera? - Nei.
Þá skyldi ég sigla þama upp í hvíta skýið, langt burt
frá öllu og öllum. Þar mundi ég svo liggja, uns sólin
hnígur í æginn, og sigla svo beint inn í dýrðina.
I hvaða dýrð?
Þú hefur séð hana - gullfallegu, rauðu og ljósleitu
rákimar, sem eru svo yndislegar. - Það hlýtur að vera
eitthvað á bak við þetta allt saman. Lestu ekki álfa-
sögur?