Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1981, Qupperneq 47

Norðurljósið - 01.01.1981, Qupperneq 47
NORÐURLJÓSIÐ 47 því, að þú skulir vera orðinn sæll og hamingjusamur. Frænka mín fékk mér part af bréfí frá pabba mínum, sem hann var byrjaður að skrifa mér, en gat ekki lokið við það. Hann bað hana að taka mig til sín eða vera hjá mér. En ég vil ekki fara héðan, svo að hún ætlar að vera hjá mér. Frænka segir, að ég megi senda þér bréf pabba míns. Ég sagði henni, að ég elskaði þig næst honum. En hún sagði mér, að þú mundir skilja bréf föður míns betur, ef þú sæir bréfíð, sem ég skrifaði honum, sem hann geymdi undir koddanum sínum og fékk frænku, þegar hún kom til hans. Ég veit ekki vel, hvað hún á við með þessu. Ég sendi þau bæði; - en hvenær ætlar þú að koma og fínna mig? Mér leiðist ákaflega, að pabbi skyldi deyja, en ég hef sagt Jesú frá því. Svo sit ég hér rólegur, og hann huggar mig. Þinn elskandi vinur, Eiríkur. Bréf Eiríks litla til föður hans hljóðaði svo: Elskulegi pabbi minn. Ég þarf að segja þér svo margt í dag. Og þú munt gleðjast af Jpví að vita, að ég er loksins orðinn sæll og ánægður. Ég hef fundið svo undraverða bók, sem heitir nýja testamentið, og sú bók er sönn. Rex kom með hana til mín úr sjónum, og Graham foringi sagði mér miklu meira. Ég vildi, að ég gæti sagt þér allt, sem er í henni, en ég get ekki skrifað svo mikið. Þar er talað um svo undurgóðan og ástríkan mann. Ég elskaði hann undir eins, þegar ég las um hann. Einu sinni var hann lifandi, svo dó hann snöggvast, en reis upp aftur frá dauðum, því að enginn hafði ástæðu til að deyða hann. Hann var Guð. Og hann steig upp í himininn, en hann dvelur þar ekki, heldur gengur hann um kring í heiminum, þó að við getum ekki séð hann. Hann elskar alla. Hann elskar mig, og hann elskar þig. Hann heitir herra Jesús. Hefur þú heyrt hans getið, elsku pabbi? Graham, vinur minn, sagði mér svo mikið um hann. Þú hefur nefnilega aldrei minnst á hann við mig. Að hann hafði dáið, svo að við fengjum að koma inn í fallegan bústað á himninum, og að við gætum ekki farið þangað, hefði hann ekki dáið. Allt vildi hann þola sjálfur til þess að gera okkur sæla. Hann vill, að við tölum við sig, og alltaf heyrir hann til okkar. Parker læknir segir, að hann gefí mér allt, sem ég bið hann um og miðar mér til góðs. Hann elskar syndara er sagt í þessari bók. Ég er syndari og Graham vinur minn líka. Ert þú syndari, elsku pabbi? Ég vona, að þú sért það, því að Jesús dó fyrir syndara. Ó, hvað er indælt að tala við Jesúm núna. Fóstra mín segir, að þú munir verða reiður. Heldurðu, að þú verðir það? Hún vill ekki segja mér, hvers vegna þú verðir það. Nú er dóttir hennar gift. Maðurinn hennar er sonur umsjónarmannsins okkar. Símon segir, að hún sé undurgóð og glaðleg stúlka. Rex drap lítinn kjúkling í gær. Róbert sló hann, svo að hann kóm skælandi til mín. Getur hundur verið syndari? Ég vona, að þú skrifír mér langt og gott bréf, elsku pabbi, og ég vona, að þú komir bráðum heim. Þinn eiginn elskandi sonur, Eiríkur. Bréf föður hans hljóðaði svo: Elsku litli sonur minn. Ég hef lengi ætlað að skrifa þér. En þrisvar sinnum hef ég rifið bréfin, og hið fjórða hefur frænka þín ekki viljað senda, svo að ég verð að byrja einu sinni enn. Vesalings faðir þinn er mjög veikur, og ég er hræddur um, að þú sjáir hann aldrei aftur. Ég er búinn að fá síðasta bréf þitt og hef lesið það hvað eftir annað. Ég gleðst yfír því, að litli drengurinn minn skuli nú vera orðinn heilbrigður bæði á sál og líkama. Parker læknir hefur skrifað mér það. Ég vona, að þú verðir stór og sterkur maður, hæfur til að lifa betra líferni en faðir þinn hefur gert. Því að það skal ég segja þér, Eiríkur litli, að ég hef varið mínu lífí ranglega. Menn gera sér vanalega ekki grein fyrir því fyrr en þeir eru lagstir á banasængina. Já, trúðu á hvað og á hvern, sem þú vilt, Eiríkur. Og ég vildi óska, að þín trú geri þig sælli en mín trú - eða vantrú - hefur gert mig! Ég hef aldrei talað við þig um þetta málefni, sem fyllir huga þinn og hjarta, og það er einmitt vegna þess, að - nei, ég vil ekki skrifa meira um það. Hugsaðu hlýlega til mín og minnstu mín í bænum þínum, þegar þú biður. En eitt er það, sem ég býð þér alvarlega að gera: Brenndu hverja ein- ustu bók í bókasafni mínu, hvert einasta handrit, sem þú fínnur, og öll bréf mín - skildu ekkert eftir. Vertu sæll, kæri, litli drengurinn minn. Frænka þín mun - “ E.s. Faðir þinn er svo veikur, að hann getur ekki endað bréfíð. Ég, frænka þín, kem til þín og segi þér allt. Florence Wallace. Graham foringi las þetta bréf í herberginu sínu. Elsku, litli drenghnokkinn. Ætli faðir hans hafí að síðustu fundið ljósið? Jæja, Eiríkur, hafí svo verið, þá hefur þú að minnsta kosti leitt tvo villuráfandi vegfarendur til himnaríkis. (Sigurbjörn Sveinsson þýddi. - Smávægilegar breytingar á máli og stafsetningu.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.