Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 52

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 52
52 NORÐURLJÓSIÐ Yfírvöldin í Havana héldu fund og ræddu, hvað gera skyldi til að hefta útbreiðslu veikinnar. Var það afráðið, að banna skyldi allar samgöngur við kastal- ann. Það heyrðust tólf skot ígærkvöldi sögðu þeireinu sinni. A hverju kvöldi bættist við töluna, því að vesalings mennirnir í E1 Morro dóu tugum saman. Dag einn var hitinn meiri en nokkru sinni fyrr. Yfírborð sjávarins blikaði líkt og fægt stál. Gulan hafði ekki ennþá brotist út í Havana. Allir sátu iðjulausir og biðu þess, að dálítið kólnaði. Ekkert varð aðhafst vegna feiknahitans. Þennan morgun var að sjá, að Havanabúar allir hefðu safnast saman á langri bryggju til að horfa á staðinn, þar sem dauðinn drottnaði líkt og einvalds- konungur. Fáninn á flaggstönginni bærðist ekki, lafði niður með henni. Er minnst varði, lagði bátur frá landi, hlaðinn vist- um, og hélt hægt og hægt áleiðis til kastalans. Mann- fjöldinn komst óðar í mesta uppnám. Köllin heyrðust strandanna á milli: Heyrðu ofurhugi! Veistu ekki, að sá, sem fer yfír flóann, á dauðann vísan. Það er öllum bannað. Snúðu aftur undir eins! Sá, sem í bátnum var, veifaði hendi til mann- fjöldans. Sást þá, að það var kvenmaður, sem reri og stýrði bátnum til E1 Morro. Það var því ekki undar- legt, að honum miðaði hægt áfram, því að hann var mjög hlaðinn. Eg ætla að hjálpa hermönnunum þarna fyrir hand- an, svaraði konan skýrum rómi, þegar óp mannfjöld- ans þögnuðu. Fólkið stundi þungan. Ó, hvers vegna hafði engum öðrum komið til hugar: að fórna sér þannig fyrir aðra? Þú mátt ekki koma aftur, ef þú ferð þangað, kallaði borgarstjórinn, þegar hann sá bátinn skríða út úr skugganum af bryggjusporðirium. Eg ætla ekki að koma aftur, svaraði stúlkan hiklaust. Þeir, sem horfðu á, urðu og fylltir eldmóði. Bíddu þarna, Maddalína Velaques, kallaði fleiri en ein karl- mannsrödd. Ég ætla að koma með þér. Og ég, og ég, kölluðu fleiri. Maddalína hristi höf- uðið og hallaðist fram á árarnar til að hvíla sig andar- tak. Nei, vinir mínir, það vil ég ekki. Enginn í allri Havanaborg mun sakna mín. Ég á hvorki föður né móður, eiginmann eða börn. Engum er eftirsjón að mér. Eða getið þið sagt hið sama um nokkurn annan, sem hér er staddur? Nei, það er betra, að ég fari en nokkur annar, sem verður að sjá fyrir fólki sínu. Ég hef gnægð af lyfjum og matvælum, er munu endast íbúum kastalans til lífs viðurhalds, ef til vill, uns gula sýkin er farin á brott, eða blessað regnið kemur. Verið þið sælir. Að svo mæltu tók hugrakka mærin aftur til áranna og reri út í brennandi og banvænum sólarhita. Mann- fjöldinn horfði á eftir bátnum yfír flóann og sá, að stúlkan nam loks staðar fyrir neðan kastalann, alveg uppgefín. Hermennirnir hugprúðu gáfu henni bend- ingu, að hún skyldi snúa aftur. Maddalína, sem var einráðin í því: að hjálpa eftir megni, yfirvann brátt magnlausa mótspyrnu þeirra. Hliðunum var lokið upp, og konunni þreyttu var hleypt inn í pestarsýktu híbýlin. Alltaf hélst sami hitinn dag eftir dag. En smátt og smátt fækkuðu skotin, sem tilkynntu dauðsföllin. Loksins kom svöl norðangola morgun einn. Fáum stundum síðar var neyðarfáninn dreginn niður af turninum. Spænski fáninn blakti þar aftur í hægum vindi. Spánska sýkin var yfirunnin, þótt margir yrðu henni að bráð. Flóinn fagri varð undir eins alþakinn bátum. Allir vildu heimsækja hermennina, sem eftir voru á lífi, til að samfagna þeim. Einkanlega vildu þeir fá að vita, hvort Maddalína Velasques hefði fengið veikina. Yfír- maður kastalans mætti þeim í fegursta einkennis- búningi sínum. Leiddi hann við hönd sér stúlku þá, sem ein hafði bjargað setuliðinu. Hefði hún ekki komið oss til hjálpar, þegar mest lá við, þá hefði verið úti um mig og alla menn mína, mælti yfírmaðurinn klökkur. Matbjörg öll og lyf voru þrotin. Við vorum of veikburða til að geta hjúkrað dauðsjúkum félögum okkar. Okkur var jafnvel nærri því um megn: að grafa grunnar grafír handa þeim, sem dóu. Maddalína kom með allt það, sem við þörfn- uðumst. Með henni kom ný lífsvon. Hún gaf okkur fæðu, hjúkraði okkur og annaðist á allan hátt. Guð blessi hana að eilífu! Já, Guð blessi hana, endurtók fjöldi manns. Maddalína hafði með kærleiksverki sínu fetað í fót- spor Krists nákvæmlega. Mörgum árum síðar bjó ástúðleg og yndisfögur hefðarkona í Havana. Þetta var Maddalína Velasques, vinalausa mærin, er svo fúslega hafði hætt lífí sínu fyrir bágstadda landa sína. Nú var hún gift yfirmanni kastalans. Hvar sem hún fór, mátti glöggt sjá, hvernig allir elskuðu hana og virtu. Gamalmennin horfðu á eftir henni með þakklátum vinaraugum. Lítil börn komu út úr húsunum til að fagna henni og bjóða hana velkomna um leið og hún gekk hjá. Hermenn heils- uðu henni brosandi. Kennarar og lögfræðingar hneigðu sig fyrir henni með mestu virðingu. í stað þess að missa lífið, hafði hún hlotið ástríkan eigin- mann, þar sem yfírmaður kastalans var, og hjartan- lega velvild og þakklátssemi allra hans undirmanna. Enginn gat án Maddalínu verið, meðan henni var lífs auðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.