Norðurljósið - 01.01.1981, Side 70

Norðurljósið - 01.01.1981, Side 70
70 NORÐURLJÓSIÐ leiðbeiningum, sem voru gefnar. Eldur og vatn bland- ast aldrei saman. Satt er það. En settu ketilinn yfir eld- inn. Þá sýður í honum. Sem Konfúsíusar maður gat hann ekki skýrt sína andatrú, og fræðilega gat hann ekki skýrt hana. En allir gátu séð, að hún hreif. Um tíma hafði Hsi beðið mikið um það, að sett yrði á fót Hæli í borginni Hung-tung. Hún var nokkrakm. fyrir vestan þorpið hans Fans. Er kristniboðsmótið var haldið, fann hann, að tíminn var kominn. Hann þráði mjög, að Mr. Stanley Smith yrði með honum í þessu nýja fyrirtæki. I borginni var mikið um að vera. Hún var fjölmenn og mikilvæg. Hann bjóst við, að samstarf gæti tekist með besta árangri. Hann skyldi opna Hælið og reka það, ef Mr. Smith byggi í því og annaðist andlega hlið starfsins. Þetta hæfði trúboða- gáfu kristniboðans. Kristniboðið samþykkti þetta þeim báðum til ánægju. Varlega varð að fara, er nálgast skyldi svo áhrifa- mikinn stað. Mr. Stanley Smith fylgdi ráði hans Hsi og var ánægður með að eiga heima í nokkrar vikur í þorpi þar í nánd, meðan hann væri að afla sér vina og spyrja um húsnæði í borginni. Þolinmæðin hlaut brátt sín laun. Rúmgott og hentugt húsnæði fékkst við fjöl- farið stræti. Var sest þar að í kyrrþey. Voru engin mót- mæli hafin gegn því, að útlendingur kæmi þangað. Húsagarðinn fremri gerði Hsi að Hæli, en Mr. Stanley Smith tók hinn til sinna nota. Gestasalur var stór og var gerður að kapellu, sem brátt varð þörf fyrir. Þannig var það því, að í maí 1886 var ný miðstöð sett á laggimar, sem hafði í för með sér nýtt fyrir- komulag. Mr. Hoste kom þangað seinna til að vera hjá vini sínum. Hsi sótti þá oft heim, gaf Hælinu sérstak- an gaum og samkomunum opinberu. Aðdáanlega var samstarf þetta myndað: Hsi og ungir, helgaðir, er- lendir starfsmenn. Lá fyrir þessu samstarfi, að það fylgdi því mikil blessun. 15. KAFLI Fyrir starf þjónustunnar Það leið að kvöldi langs sumardags. Maður, sem var aleinn á ferð, nálgaðist borgina P’ing-yang. Hávaxinn var hann og sterkbyggður. Ekki var hann þarlendur maður, þótt hann bæri kínverskan búning á þann hátt, að það sýndi, að hann var orðinn honum vanur fyrir löngu. Sýmlega var hann kunnugur landinu og mál- inu. Við langa iðkun höfðu kurteisisvenjur fólksins orðið hans eigin. Það var að sjá, að hann ætti alveg heima í hópi þeirra ferðamanna, er fóru þennan veg. Svör við spurningum þeirra gáfu til kynna, að hann var alveg ókunnur í Shan-si. Að baki honum lá þriggja mánaða ferðalag. Snemma vors lagði hann af stað frá Shanghai, langt inn í landið. Nú, á leið sinni til strandar, var kominn síðasti áfanginn í vesturátt frá trúboðsstöðinni næstu, sem var nálega fimm hundruð km. í burtu. Við Han- ána skildi hann eftir lítinn hóp kristilegra starfs- manna. Síðan hafði hann engan kristinn mann séð né fyrir hitt nokkurn kristniboða á fjögurra vikna ferða- lagi yfir fjöllin og slétturnar í Shan-si. (Nema einn ferðamann, sem var sölumaður ameríska Biblíufélags- ins.) Er hann fór fram hjá gömlu borginni Si-an, hafði hann numið staðar til að heimsækja töfluna og rústirn- ar úti fyrir borgarveggnum, er sýna, að þarna var einu sinni blómlegur, kristinn,söfnuður. Var hann í flokki Nestor-íta, (er hafnaði upphaflegum villum kaþólsku kirkjunnar og var því ofsóttur svo langt, sem áhrif hennar náðu, en leið að lokum undir lok vegna of- sókna Múhameðs-manna. Þýð.) Þarna fannst enginn kristniboði nú og heldur ekki í öllu fylkinu, nema í einni einangraðri kristniboðsstöð, sem nú lá honum að baki. (Han-chung borg var við ána Han: Þar var hald- ið kristniboða mót Upplanda krismiboðsins í maí 1885. Var þess lengi minnst sem tíma óvenju mikillar blessunar.) Skoti getur borið einveru og stendur nokkuð á sama um erfíði. En eftir svo langa ferð gleður hann tilbreyt- ing. Var það með ánægju, að varafulltrúi Kína Upp- landa kristniboðsins hlakkaði til að koma til P’ing- yang, hitta þar vini sína og hvíla sig um tíma. En er hann kom til kristniboðshússins, voru engir í húsagörðunum, allt var autt og yfírgefíð. Song öld- ungur var þar til að bjóða hann velkominn. En Mr. Baller og kristniboðarnir yngri voru víðsfjarri. Hsi var önnum kafínn annars staðar í víðáttumikilli sókn sinni. Ferðamaðurinn hafði hálfgert búist við þessu. Hann vissi, að Mr. Hudson Taylor var á leiðinni til að halda ráðstefnu með starfsmönnunum í Shan-si. Mundu allir, sem gátu það, hafa flýtt sér í höfuðborg- ina til að hitta hann. Jú, þeir voru farnir, Stanley Smith frá Hung’tung og hinir frá stöðvunum, sem ný- lega höfðu verið settar á fót vestanverðu árinnar. Voru þeir ákafír að geta boðið velkominn aðalforstjóra kristniboðsins og að fara með hann heim með sér, þegar lokið væri ráðstefnunni í Tai-yuan. Of seint var orðið að fara þangað, því að sumarhit- inn og rigningarnar voru,þegar byrjuð. Þakklátur fyrir tækifærið kom Mr. Stevenson sér fyrir til að bíða komu þeirra og skoða eitthvað umhverfí P’ing-yangs. Hann safnaði saman kristnum mönnum í borginni daglega og gaf sig að því: að hjálpa þeim í andlegum efnum. I sambandi við morgunbænir lögðu þeir stund á: að nema og íhuga guðspjall Jóhannesar. Og kvöld eftir kvöld var kapellan troðfull, er boðað var fagn- aðarerindið. Jafnskjótt og fréttimar bárust honum hraðaði Hsi

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.