Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1981, Qupperneq 77

Norðurljósið - 01.01.1981, Qupperneq 77
NORÐURLJÓSIÐ 77 ar til Shan-si. En þama var líka birta og áhugi, sem varla átti sinn líka, jafnvel á heimili hans Hsi. Er sunnudagur kom, var ekkert herbergi svo stórt, að kristna fólkið allt kæmist þar fyrir. Var sóltjald sett yfir garðinn að húsabaki. Var hann notaður sem kapella. Chu stjórnaði morgunsamkomunni, á sinn hressilega hátt. Vakti margt áhuga fólksins þennan dag. Er skyggja tók, var vitnisburðasamkoma, og end- aði þá. guðsþjónustan. Voru margar sögur sagðar af dásamlegri kraftaverka náð Guðs. Þessar sögur, sagð- ar með gleði trúar og ljómandi ásjónum, hrærðu mjög hjarta mannsins, sem í tuttugu ár hafði beðið um og unnið að því, að Upplöndin í Kína fengju að heyra fagnaðarboðin. En kyrrláta stundin næsta morgun snart menn dýpra og varð ennþá minnisstæðari, því að þá söfnuð- ust saman við borð Drottins þessir vinir, sem áttu svo brátt að skilja. Þeir minntust hinnar ódauðlegu elsku hans, er sagði: „Gjörið þetta í mína minningu.“ Geisl- ar sumarsólar læddust inn í herbergið og skinu á höfuð þeirra. Þá var komið að undirbúningi ferðalags, er taka mundi tíu vikur eða meir. Það var orðið áliðið, er Mr. Taylor og fylgdarlið hans lagði af stað. Var kosið að ferðast fremur á nóttu en degi vegna ryks og hita hans. Talsvert margir þorpsbúar fylgdu gestunum og voru tregir til að kveðja. Það var ekki fyrr en hinn „Virðu- legi Aðal-Hirðir“ leyfði þeim ekki að fara lengra. Þá sneru þeir tregir heimleiðis, er þeir höfðu unnist til að gera það. En jafnvel þá gat Hsi ekki yfirgefið hann. Hugsanir margar bærðu á sér í hjarta hans, margar þrár. Og mílu eftir mílu héldu þeir áfram yfir þögula sléttuna. Loksins skildu þeir. Smám saman lengdist bilið á milli mannsins eina og hinna elskuðu vina hans. Er Hsi sneri aleinn heim um kvöldið, var hann að hugsa um líf þessa manns, er Guð hafði notað og blessað. Og hann hugsaði um sjálfan sig. Hvílíkar breytingar höfðu átt sér stað, bæði hjá honum sjálfum og umhverfis hann, síðan hann kvaddi Davíð Hill sjö árum áður. Þá var hann eini kristni maðurinn i fjöl- skyldu sinni og nágrenni. Nú voru risin upp Hælin og söfnuðir og víða dreifðir kristnir menn í þessum héruðum, sem honum hafði verið falin yfir-umsjón með. Þetta var þó aðeins upphafið. Hvað mundu kom- andi dagar bera í skauti sínu? Er máninn kom upp yfir fjöllin, gat hann séð hvert þorpið af öðru, umvafin þögn. Þar voru bæði karlar og konur að deyja í myrkrinu. Og skammt fyrir utan sjóndeildarhringinn lágu tugir smáborga ogstórborga og ennþá fjær mörg hundruð fleiri, fylltar af þjáning og synd. Aldrei hafði hann áður fundið meir til neyð- arinnar og til tækifæranna að starfa. Aldrei hafði hann orðið sér meir meðvitandi um þörf sína - á Guði. „Verið minnugir leiðtoga yðar, sem Guðs orð hafa til yðar talað; virðið fyrir yður, hvernig ævi þeirra lauk (eða: útkomuna úr ævi þeirra) og líkið síðan eftir trú þeirra. Jesús Kristur er hinn sami í dag og í gær og um aldir.“ (Hebr. 13. 7., 8.) Jesús Kristur er hinn sami, samur fyrir oss og fyrir þá. Þeir hverfa, en hann varir. Hverju máli skiptir, þó að þörfin sé meiri en orð fá lýst, einmanaleiki eða þrá? Leggið út á djúpið. ,Jesús Kristur er hinn sami.“ Þremur vikum síðar hóf Hsi feorðalag á nýju starfs- sviði. Þá fór hann með Mr. Stevenson að skipuleggja litlu söfnuðina og að skíra nýja trúskiptinga á starfs- svæði Ch’us fyrir vestan ána. Hvílíkur lífskraftur er í orði Guðs, er heilagur Andi heimfærir það til hjartans, sem er undirbúið til að taka á móti því. Átta árum áður, í Búddha musteri, fyrir- hitti eitt guðspjall Markúsar lesanda, sem var fús að lesa það. I fimm löng ár var frækorn þetta að spíra, mjög hægt, í hjarta eins manns. Aleinn, mitt í svart- asta myrkri andlega, veitti maðurinn viðtöku því, sem hann þekkti, hinu litla, sem komið var til hans, og hann var smám saman leiddur til meira ljóss. Hvorki kristinn 'maður né einhver, sem var að leita Krists, fannst þar á svo stóru svæði, að dagleiðir margar þurfti til að komast út fyrir það. Aldrei haíði hann á ævi sinni hitt nokkurn, sem elskaði Drottin, eða þekkti hann. En loksins kom sú stund, er hann komst í samband við aðra, sem trúðu á Drottin. „Guðs sólaruppkoman mikla fann hann.“ Síðan voru aðeins liðin þrjú ár. En varma snerting vorsins leiðir fljótt í ljós það, er sáð hefur verið. Dregnar þangað af Andanum sama komu þyrstar sálir þangað, sem leituðu lífsvatnsins. Alveg eins og endur fyrir löngu, gat Jesús Kristur ekki dulist. Bókin hafði legið þarna í musterinu litla árum sam- an. En boðskap lífsins hafði hún aðeins flutt einni sál. En jafnskjótt og til var eitt, lifandi, kærleiksríkt hjarta, sem gleðin yfir hjálpræðinu streymdi frá, þá gat frels- arinn farið að birta sig vegna þessa litla guðspjalls. „Þegar ég verð hafinn upp, mun ég draga alla til mín,“ sagði hann. Ó-jú, þau voru dregin til hans, presturinn Chang og móðir hans Ch’u líka og margir aðrir. Hún var sem hungur þráin eftir blessuninni, sem þeir gátu séð, að aðrir höfðu fengið. Því meir, sem þetta kristna fólk fylgdi æ betur kenningum Drottins síns, fagnandi yfir að verða hlut- takendur í þjáningum hans, hins krossfesta, þrátt fyr- ir þrengingar og ofsóknir af því: að játa nafn hans, því
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.