Lögrétta - 01.03.1932, Page 1

Lögrétta - 01.03.1932, Page 1
LÖGRJETTA XXVII. ÁRG. 1 9 3 2 I. 2.-3. HEFTI Xlm víða veröld 8ftír Vílhj. Þ, Gíslason Kreppan er það viðfangsefni, sem nú kallar mest að alstaðar og þau mál, sem standa í sambandi við hana, stríðsskuldirn- ar og skaðabæturnar, atvinnuleysið og við- skiftaerfiðleikarnir og fara hjer á eftir sjerstakar greinar um þau efni. Ástandið er orðið afarslæmt og jafnvel þær þjóð- irnar, sem auðugastar voru eru komnar á heljarþrömina, bæði í Frakklandi og Banda- ríkjunum er nú orðinn gífurlegur halli á ríkisrekstrinum og öngþveiti framleiðslunn- ar og atvinnuleysið fer vaxandi. Ástandið má nokkuð marka af því að t. d. í Banda- ríkjunum hefur sambandsstj órnin nú um skeið eytt á hverjum degi 7 miljónum doll- ara umfram tekjur sínar og að í Ástralíu er ríki með 5 miljónum íbúa rekið með 211/2 miljónar punda fjárlagahalla. — Þótt kreppan sje örðug og menn megi sjálfum sjer um l.ana kenna, er ekki ástæða til þess að örvænta og sjálfsagt ljettir henni af, eins og öðrum samskonar kreppum áð- ur, þótt hún sje máske, eins og páfinn orðar það, mestu erfiðleikarnir, sem á mannkyninu hafa dunið síðan syndaflóðið gekk yfir. Það er ekki heldur ný bóla, að menn sjeu svartsýnir þegar eins stendur á og nú. Menn hafa dregið fram ummæli nokkurra enskra stjórnmálamanna um á- standið á síðastliðinni öld. Árið 1800 sagði Pitt: I kringum okkur er varla nokkuð annað en rúst og örvænting. Um miðja öld- ina (1849) sagði Disraeli, að í iðnaði, versl- un og búnaði væri engin von og tveim árum seinna sagði Wellington: Jeg þakka guði fyrir það að jeg lifi ekki það hrun, sem alstaðar er framundan og 1868 sag'ði Shaftesbury lávarður, að ekkert gæti bjarg- að bretska ríkinu frá skipbroti. Þetta reyndust hrakspár og svo verður væntan- lega enn um samskonar spár nútímamann- anna, hvort sem það er rjett eða ekki, sem Keynes hefur nýlega sagt, og rakið er hjer á eftir, að mestu erfiðleikarnir sjeu nú liðnir hjá. Skuldirnar og skaðabæturnar frá stríðs- árunum eru eitt af því, sem valdið hefur kreppunni og tafið fyrir því að heilbrigt á- stand gæti komist á. Sú skoðun nær meiri og meiri útbreiðslu, að strika verði yfir þau skuldaskifti og sjálfsagt verður það og á að verða ofan á. Þær þjóðir, sem kröfu- harðastar hafa verið eru nú sjálfar komnar í sömu kreppuna og skuldunautar þeirra og eru þessi mál einnig rakin í sjerstakri grein hjer á eftir. Styrjöldin síðasta er beinlínis og óbein- línis orsök í flestum þeim erfiðleikum, sem nú steðja að. Alt um það gengur leiðtogum þjóðanna illa að skilja nauðsyn þess, að girt verði fyrir samskonar styrjöld í fram- tíðinni. Mikill vígbúnaður fer nú fram leynt og ljóst og afarmiklu fje er í hann eytt þrátt fyrir kreppuna. Hjá öllum stórveld- unum hefur herkostnaður aukist frá því sem hann var fyrir heimsstyrjöld, á árabil- inu frá 1913 til 1980 t. d. um 197% í Bandaríkjunum, um 147% í Japan, um 42% í Englandi, um 30% í Frakklandi og um 30% í Rússlandi, en minkað í Þýska- landi einu (um 63%). Menn hafa fundið upp ný og ægileg vopn (t. d. Halgar-ultra) og nýjar eiturgastegundir, svo að gera má ráð fyrir því, að næsta styrjöld yrði hálfu ægilegri og tryltari en sú síðasta. Allir hinir bestu menn vara við þesu. En af- vopnunar- og friðarráðstefnurnar lenda mest í þjarki og skvaldri og gerir hvorki

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.