Lögrétta - 01.03.1932, Síða 1

Lögrétta - 01.03.1932, Síða 1
LÖGRJETTA XXVII. ÁRG. 1 9 3 2 I. 2.-3. HEFTI Xlm víða veröld 8ftír Vílhj. Þ, Gíslason Kreppan er það viðfangsefni, sem nú kallar mest að alstaðar og þau mál, sem standa í sambandi við hana, stríðsskuldirn- ar og skaðabæturnar, atvinnuleysið og við- skiftaerfiðleikarnir og fara hjer á eftir sjerstakar greinar um þau efni. Ástandið er orðið afarslæmt og jafnvel þær þjóð- irnar, sem auðugastar voru eru komnar á heljarþrömina, bæði í Frakklandi og Banda- ríkjunum er nú orðinn gífurlegur halli á ríkisrekstrinum og öngþveiti framleiðslunn- ar og atvinnuleysið fer vaxandi. Ástandið má nokkuð marka af því að t. d. í Banda- ríkjunum hefur sambandsstj órnin nú um skeið eytt á hverjum degi 7 miljónum doll- ara umfram tekjur sínar og að í Ástralíu er ríki með 5 miljónum íbúa rekið með 211/2 miljónar punda fjárlagahalla. — Þótt kreppan sje örðug og menn megi sjálfum sjer um l.ana kenna, er ekki ástæða til þess að örvænta og sjálfsagt ljettir henni af, eins og öðrum samskonar kreppum áð- ur, þótt hún sje máske, eins og páfinn orðar það, mestu erfiðleikarnir, sem á mannkyninu hafa dunið síðan syndaflóðið gekk yfir. Það er ekki heldur ný bóla, að menn sjeu svartsýnir þegar eins stendur á og nú. Menn hafa dregið fram ummæli nokkurra enskra stjórnmálamanna um á- standið á síðastliðinni öld. Árið 1800 sagði Pitt: I kringum okkur er varla nokkuð annað en rúst og örvænting. Um miðja öld- ina (1849) sagði Disraeli, að í iðnaði, versl- un og búnaði væri engin von og tveim árum seinna sagði Wellington: Jeg þakka guði fyrir það að jeg lifi ekki það hrun, sem alstaðar er framundan og 1868 sag'ði Shaftesbury lávarður, að ekkert gæti bjarg- að bretska ríkinu frá skipbroti. Þetta reyndust hrakspár og svo verður væntan- lega enn um samskonar spár nútímamann- anna, hvort sem það er rjett eða ekki, sem Keynes hefur nýlega sagt, og rakið er hjer á eftir, að mestu erfiðleikarnir sjeu nú liðnir hjá. Skuldirnar og skaðabæturnar frá stríðs- árunum eru eitt af því, sem valdið hefur kreppunni og tafið fyrir því að heilbrigt á- stand gæti komist á. Sú skoðun nær meiri og meiri útbreiðslu, að strika verði yfir þau skuldaskifti og sjálfsagt verður það og á að verða ofan á. Þær þjóðir, sem kröfu- harðastar hafa verið eru nú sjálfar komnar í sömu kreppuna og skuldunautar þeirra og eru þessi mál einnig rakin í sjerstakri grein hjer á eftir. Styrjöldin síðasta er beinlínis og óbein- línis orsök í flestum þeim erfiðleikum, sem nú steðja að. Alt um það gengur leiðtogum þjóðanna illa að skilja nauðsyn þess, að girt verði fyrir samskonar styrjöld í fram- tíðinni. Mikill vígbúnaður fer nú fram leynt og ljóst og afarmiklu fje er í hann eytt þrátt fyrir kreppuna. Hjá öllum stórveld- unum hefur herkostnaður aukist frá því sem hann var fyrir heimsstyrjöld, á árabil- inu frá 1913 til 1980 t. d. um 197% í Bandaríkjunum, um 147% í Japan, um 42% í Englandi, um 30% í Frakklandi og um 30% í Rússlandi, en minkað í Þýska- landi einu (um 63%). Menn hafa fundið upp ný og ægileg vopn (t. d. Halgar-ultra) og nýjar eiturgastegundir, svo að gera má ráð fyrir því, að næsta styrjöld yrði hálfu ægilegri og tryltari en sú síðasta. Allir hinir bestu menn vara við þesu. En af- vopnunar- og friðarráðstefnurnar lenda mest í þjarki og skvaldri og gerir hvorki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.