Lögrétta - 01.03.1932, Qupperneq 3

Lögrétta - 01.03.1932, Qupperneq 3
117 LÖGRJETTA 118 bæturnar og stríðsskuldirnar“), og áður m. a. Tardieu („Sannleikurinn um sáttmál- ann“), Bernard M. Baruch, Keynes o. fl. og af Þjóðverjum m. a. Schacht, fyrrum þjóð- bankastjóri og von Kíihlmann fyrrum utan- ríkisráðherra (Gedanken iiber Deutschland) en um afstöðu Wilsons forseta er margt í bók R. S. Bakers um hann (Woodrow Wil- son and World Settlement) og í skjölum House ofursta. í þessum ritum og mörgum öðrum, fyrst og fremst skýrslum nefnd- anna, sem haft hafa mál þessi til meðferð- ar, er margt til skýringar á deilumálunum, ekki síst í bók Lloyd George’s. Á íslensku hefur ekki verið skrifað um þessi efni áður í samfeldu máli, og verður því gefið hjer dálítið yfirlit um þau, en án þekkingar á þeim' geta menn ekki skilið eða fylgst með í stjómmálum nútímans og vandræðum viðskifta- og fjámiálalífs. Þessi skuldamál eru nú orðin ærið flókin, og ýms meðferð þeirra aðiljum til lítils sóma. Hvorki Þjóðverjar nje Bretar hafa gert ráð fyrir skaðabótagreiðslum á síðustu fjár- lögum sínum og greiðslurnar hafa fallið niður, samkvæmt Hoover-frestinum, frá 1. júlí 1981 til júníloka 1982, og á Lausanne- ráðstefnunni neita Þjóðverjar frekari greiðslum. Málsaðilum kemur ekki sam- an um það, hversu miklar eigi að telja þær greiðslur, sem Þjóðverjar hafi int af hönd- um fram til þess tíma, að Hoover-gjald- fresturinn hófst og veltur á því hversu hátt eru metnar þær vörur, sem Þjóðverjar ljetu af hendi undir eins eftir friðarsamn- inga og á því, hversu hár er reiknaður kostnaðurinn af setuliðinu í Ruhr. Þjóðverj- ar sjálfir reikna allar greiðslur sínar um 2.695.000.000 sterlingspunda, en skaðabóta- nefndin mat þær miklu lægra, eða 1.010. 000.000 punda. Ýmsir telja þó að hvorug þessara talna sje rjett og þykir sennileg- ust sú tala, sem hagstofa Bandaríkjanna hefur reiknað út, s. s. 1.905.000.000 punda. En jafnvel þótt tekin sje lægsta talan nema þær greiðslur, sem Þjóðverjar hafa þegar int af hendi, fimm sinnum hærri upphæð, en skaðabætur þær, sem Frakkar urðu að greiða Þjóðverjum eftir 1871. Upphaflega var Þjóðverjum gert að greiða Bandamönn- um 6.600.000.000 punda eftir mati end- urreisnarnefndarinnar, sem skipuð var sam- kvæmt Versalasamningunum. — Lloyd George hefur nú bent á það, að ef Þjóð- verjar hefðu greitt þessa upphæð eftir sömu reglum, eða eftir sama verðgildi og Frakkar notuðu við greiðslu sinna eigin innanlandslána, hefðu Þjóðverjar ekki átt að greiða nema 1.350.000.000 punda, eða ef mat amerísku hagstofunnar væri lagt til grundvallar, hefðu þeir með þessu móti nú þegar greitt talsvert meira en þeim bæri. Frakkar verðfestu eftir stríð frankann í hjer um bil fimtungi af fyrra verðgildi hans og þurkuðu þannig út fjóra fimtu hluta af innanlandsskuldum sínum. Belgíu- menn og ítalir gerðu þetta sama og kom- ust þannig undan því að greiða mestan hluta sinna skulda, en krefjast þess þó að Þjóðverjar greiði þeim sínar skuldir af- dráttarlaust. Það eru Frakkar, sem verið hafa hvað harðastir í kröfum við Þjóðverja og það þótt sjálfir hafi þeir ekki greitt Bretum nema lítinn hluta þess, sem þeir skulda þeim af stríðslánum, eða, að því er Lloyd George segir, 110.000.000 punda af 1.426.000.000 punda skuldum. — Þegar Hoover-gjaldfresturinn hófst, höfðu Bretar greitt af höndum 133.700.000 pundum meira en þeir höfðu fengið af stríðsskuld- um og skaðabótum. Bretar höfðu að ýmsu leyti haldið bandamönnum sínum uppi fjár- hagslega í stríðinu, sumpart af eigin ram- leik og ‘sumpart með amerískum lánum. I stríðslokin skulduðu Bretar Bandaríkjun- um 840 miljónir punda, en bandamenn Breta skulduðu þeim 1950 miljónir punda, eða 1300 miljónir punda, ef lán þeirra til Rússa eru dregin frá. Þeir hefðu því, ef alt hefði farið skaplega, átt að vera allvel á vegi staddir með 460 miljónir punda útistandandi umfram það, sem þeir skulduðu sjálfir og auk þess hluta, sem þeim bar af skaðabótunum. En annars hafði stríðskostnaðurinn komið mjög tilfinnanlega við þá, því að hann nam 34,39% af öllum þjóðarauði þeirra og þeir mistu yfir 743 þúsundir manna, sem fjellu á vígvöllunum. Þessi mál snerust samt öðruvísi en ætla mátti í upphafi og Bretar urðu mjög illa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.