Lögrétta - 01.03.1932, Síða 5

Lögrétta - 01.03.1932, Síða 5
121 LÖGRJETTA 122 urnar eftir þörfum og nánari ákvæðum fyr- nefndu greinanna. Lloyd George leggur afar mikla áherslu á þessar greinar í sinni nýju bók. Hann er nú einsamall á lífi þeirra þriggja manna, sem helst voru taldir höfundar Versala- samninganna. Óánægja með þá samninga hefur farið dagvaxandi og þeim hefur verið mest kent um það, sem aflaga hefur farið í skuldamálunum. Nú segir Lloyd George, að samningarnir kunni að vísu að vera gall- aðir, en skaðabótaákvæðin sjeu ekki með- al þeirra galla, af þeirri einföldu ástæðu, að samningarnir tiltaki engar skaðabóta- greiðslur. Vandræðin, sem af þessu hafa hlotist eru því ekki þeim að kenna, sem gerðu samningana, heldur hinum, sem hafa framkvæmt þá, og framkvæmt þá illa og öðruvísi en þeir gáfu sjálfir tilefni til, þótt það hafi reyndar verið almenn skoðun fjár- málamanna um það leyti, sem þeir voru gerðir, að Þjóðverjar ættu að greiða mjög mikið og gætu það. Prófessor Keynes var eiginlega sá eini sem mótmælti þeim skoð- unum á þessu, sem þá voru algengastar og var hæddur fyrir það og hrakyrtur af ýms- um (t. d. Tardieu). Það var þá sífelt við- kvæðið hjá Bandamönnum, að Þjóðverjar væru skyldugir til þess að borga og ekkert of góðir til þess að borga og borga alt og almenningur var mjög festur og æstur í þessari trú. Klotz var fjármálaráðherra Clemenceau’s um þessar mundir og við- kvæði hans var „L’Allemagne payera“, seg- ir Lloyd George og hefur það jafnframt eftir Clemenceau, að Klotz hafi verið eini Gyðingurinn, sem hann hefði þekt og ekk- ert vit hefði haft á fjármálum. Upphæðirnar, sem menn hugsuðu sjer fyrst að láta Þjóðverja borga, voru afskap- lega háar. Klotz mat allar skemdir á frönsk- um eignum á 134.000 miljónir franka og Loucheur gerði ráð fyrir því, að endur- reisnarstarfið í norð-austur Frakklandi mundi kosta 75.000 miljónir franka, eða ca. 3.000 miljónir punda og var þetta miklu hærri upphæð en virðingarverð var þá á öllum húseignum í Frakklandi (59.500.000. 000 fr.) og miklu hærra en endurreisnar- starfið var metið 10 árum eftir friðarsamn- inga, s. s. 859 miljónir punda. En hjeruð þau, þar sem þetta endurreisnarstarf hefur farið fram, eru nú, að fróðra manna sögn, miklu betri, en þau voru fyrir stríð, verk- smiðjurnar fullkomnari, húsakynnin betri o. s. frv. Samkomulag fjekst ekki um þessar geisi- háu upphæðir og hefur síðan sífelt staðið í stappi um þær, eins og sjá má á stuttu yf- irliti um sögu skaðabótaráðstefnanna. Störfum þessara ráðstefna má skifta í tvent. Annarsvegar eru samningar allra Bandamanna við Þjóðverja, hinsvegar samningar sigurvegaranna innbyrðis um skiftingu á þeim greiðslum, sem frá Þjóð- verjum fengjust. Slíka ráðstefnu hjeldu Bandamenn í Spa 9. júlí 1920. Þar var það samþykt, að Belgáumenn skyldu hafa for- gangsrjett að 2000 miljónum gullmarka, en síðan skyldu greiðslurnar skiftast milli þjóðanna eftir þessum hlutföllum: Frakkar 52%, Bretar 22%, Italar 10%, Belgíumenn 8% og aðrar þjóðir samanlagt 8%. Á ann- ari ráðstefnu í París í janúar 1925, var þessu breytt þannig, að hlutur Belgíumanna var minkaður í IVt %, en hlutur Frakka hækkaður í 54.45% og Breta í 23.05%. Helztu ráðstefnurnar til ákvörðunar á greiðslum Þjóðverja hafa verið þessar: 1 Boulogna, 20. júní 1920. Þar var Þjóðverj- um gert að greiða alls 3000 miljónir á ári 1921—26, eða alls 269.000 miljónir þar til 1963. Á Parísarfundinum 29. janúar 1921 voru kröfurnar lækkaðar nokkuð. Þar var Þjóðverjum gert að greiða 226 þús. milj- ónir gullmarka á sama tíma, en bætt við 12% skatti á verðmæti þýsks útflutnings í 42 ár. 24. apríl sama ár buðust Þjóðverjar til þess, fyrir milligöngu Bandaríkjamanna, að greiða alls 200 þús. miljónir og svarar það til þess, að skaðabótaupphæðin, sem til grundvallar væri lögð, væri 50 þús. milj- ónir gullmarka. Þetta þótti endurreisnar- nefndinni alt of lágt og ákvað (27. apríl) að leggja skyldi til grundvallar 132 þúsund miljóna skaðabótaskyldu og Þjóðverjar skyldu greiða 2000 miljónir gullmarka á ári og auk þess 26% skatt af verðmæti þýsks útflutnings. Það varð augljóst undir árslokin 1921, að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.