Lögrétta - 01.03.1932, Síða 6

Lögrétta - 01.03.1932, Síða 6
123 LÖGRJETTA 124 Þjóðverjar mundu ekki geta staðið í skil- um eftir áramótin og 14. desember fóru þeir fram á greiðslufrest og dr. Rathenau fór til London til þess að ræða um málin við Lloyd George, sem var tilleiðanlegur til þess að minka greiðslurnar fyrir 1922 ofan í 500 miljónir marka. Rjett á eftir var haldin ráðstefna í Cannes og voru fyrst horfur á góðu samkomulagi. En meðan á ráðstefnunni stóð varð Briand að fara frá í Frakklandi og Poincaré tók við og eyddist þá ráðstefnan og varð árangurslaus. En endurreisnamefndin veitti Þjóðverjum bráðabirgðagreiðslufrest og 21. mars var greiðslufresturinn fyrir 1922 fastákveðinn og skyldu Þjóðverjar greiða 720 miljónir gullmarka, en um helmingi hærri upphæð í vörum. Um þessar sömu mundir kom svo saman ný ráðstefna í Genua. Þessi ráð- stefna átti að ræða allt fjárhagsástand Mið- og Austur-Evrópu og til ráðstefnunn- ar hafði verið boðað fulltrúum allra Ev- rópuríkja. Á þessari ráðstefnu var Barthou fulltrúi Frakka og varð ekki úr samkomu- lagi. Meðan á þessari ráðstefnu stóð fara Frakkar að fitja upp á innrásinni í Ruhr, eins og þeir höfðu áður gert á Lundúna- fundinum, en Bretar staðið fast á móti. Það sýndi sig, að Þjóðverjar gátu ekki heldur staðið við þær lækkuðu greiðslur, sem um hafði verið talað og 1. ágúst 1922 boðaði Lloyd George til nýrrar Banda- mannaráðstefnu í London og þangað kom Poincaré sjálfur fyrir Frakka. Hann gerði þar þá kröfu, að Bandamenti tækju allar tolltekjur Þjóðverja, og jafnvel skatta, tækju eignarnámi allar þýskar ríkisnámur og skóga og meirihluta í ýmsum þýskum verksmiðjum og skyldi þetta framkvæmt með hervaldi ef þess þyrfti. Lloyd George spymti fast á móti þessu og sömuleiðis ít- alski fulltrúinn, Signor Schanzer og belg- iski forsætisráðherrann, Theunis, að miklu leyti. Þessi ráðstefna stóð í viku og varð árangurslaus. Skaðabótanefndin fjekk svo rnálið í sínar hendur og fjekk ábyrgð þýska ríkisbankans á frekari greiðslum, en að öðru leyti voru málin óákveðin uns ný Bandamannaráðstefna kom saman í París 2. janúar 1923. En þá var orðin sú breyt- ing, að Lloyd George var farinn frá völdum í Englandi (í október 1922) og Bonar Law tekinn við og var hann aðalfulltrúi Eng- lands á ráðstefnunni, en Poincaré frá Frökkum og hjelt fram sömu kröfum og áður. Þessi ráðstefna varð einnig árangurs- laus. En rjett á eftir fóru Frakkar og Belgíumenn með her inn í Ruhr, í óþökk annara Bandamanna. Þjóðverjar litu á þessa innrás sem styrjöld, þótt þeir gætu ekki veitt henni hemaðarviðnám, og hættu að inna af hendi stríðsskulda- og skaða- bótagreiðslur af frjálsum vilja. í þessu þófi stóð svo þangað til 1924, að Dawesnefndin var skipuð til þess að finna nýjan grundvöll fyrir skaðabótagreiðslun- um, að því tilskyldu, að hætt yrði Ruhr- hernáminu. Um þessar mundir varð Poin- caré að víkja úr völdum í Frakklandi og cftir það tókst samkomulag og á fundi í London 16. júlí 1924 var hið svonefnda Dawes-plan samþykt. Samkvæmt því voru greiðslur Þjóðverja um 500 milj. marka hærri á ári, en gert hafði verið ráð fyrir af skaðabótanefndinni 1921, þeir áttu í meðalári að greiða um 2.500.000.000 marka, en lengd greiðslutímans var ekki ákveðin. Við þetta sat þangað til 1929. t septem- ber 1929 höfðu fulltrúar Bandamanna kom- ið saman í Genf til þess að reyna að binda enda á skaðabótamálin, að svo miklu leyti, sem það hafði ekki verið gert með Dawes- samningunum. Genfar-ráðstefnan skipaði sjerfræðinganefnd, sem kend er við Young, og skilaði hún áliti sínu í júní 1929. Þá voru greiðslur Þjóðverja lækkaðar, þannig, að þeir áttu í fyrstu 37 árin að greiða 1.988. 800.000 marka og síðan smásaman minna, uns greiðslurnar fjellu niður 1988. Þannig voru greiðslurnar, sem heimtaðar voru af Þjóðverjum komnar ofan í ca. 2000 miljón- ir úr 7000 miljónum marka, sem krafist var 1920. Þessar ráðagerðir hafa ekki heldur getað staðist. Eftir að þær voru ráðnar, hefur viðskiftakreppa heimsins enn aukist og fjárhagsástandið versnað og stríðsskulda- skiftin hafa sjálfsagt átt sinn þátt í því. Haustið 1929 varð mikið hrun í New-York og síðan í Evrópu, þannig, að sum ríkin,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.