Lögrétta - 01.03.1932, Síða 12
135
136
LÖGRJETTA
og þrábiður mig- að drekka mjólkurbolla á
morgnana. Jeg lofa því til þess að gera
bann rólegan. En hvernig hugsa karlmenn?
Jeg get ekki drukkið mjólkurdropann frá
börnunum. Börnin verða að lifa, þau eiga
allt lífið framundan, mitt líf er allt liðið —
á þrjátíu árum. Jeg reyni oft að hugga mig
við þá hugsun, að jeg sje ekki eina konan,
sem svona stendur á fyrir. Milljónir kvenna
búa við sömu eða verri kjör. En geta menn
borið slíka neyð í sameiningu. Jeg held
ekki......f einverunni hugsa jeg oft um
það, hvað verði um börnin mín, sem alin
eru upp á slíkum tímum, fullum af neyð
og angist og efa. Jeg fyrirverð mig næstum
því fyrir hamingjusama æsku sjálfrar mín.
Ef til vill lifa þau það í draumi, sem veru-
leikinn varnar þeim.....f herberginu fyrir
handan situr hann, sem ekki á að sjá það,
að jeg græt stundum. Hann á minsta sök-
ina og þjáist mest. Hann á enga sök á því,
að honum er varnað vinnu og verður að
horfa á það bundnum höndum og blæðandi
hjarta, að fjölskylda hans sígur dýpra og
dýpra í djúp óvissunnar......... Jeg hef
skyldur, sem jeg verð að inna af hendi og
þeirra vegna get jeg ekki varpað frá mjer
lífinu. Þess vegna verð jeg að berjast hinni
hörðu baráttu fyrir tilverunni, hvort sem
jeg sigra eða fell. Jeg er ekki ein í bar-
áttunni, bömin og maðurinn unna mjer og
ef til vill á lífið einhverja miskunn.
6r hreþpan að þverra?
Prófessor J. Maynard Keynes hefur
skrifað margt um kreppuna, orsakir henn-
ar og afleiðingar, en hann er, eins og kunn-
ugt er, einhver merkasti hagfræðingur,
sem nú er uppi. Aðalorsök kreppunnar er
einnig að lians áliti hið geisilega verðfall
peninganna. Það hefur orðið til þess, að
raska öllum eigna- og skuldahlutföllum ein-
staklinga og ríkja, svo að fáar ríkisstjórnir
hafa nú tekjur, sem svara til þeirra gjalda,
sem þær hafa tekið að sjer. Þetta hrun
breiðist út sjálfkrafa. Samkepnin um við-
skifta- og skuldajöfnuðinn er ekki lengur
einungis barátta milli einstaklinga og
stofnana, hún er barátta milli þjóða og
ríkisstjórna, sem allar reyna á allan hátt
að gera alþjóðlegan viðskiftajöfnuð sinn
sem hagstæðastan með því að takmarka
innflutninginn á allan hátt og örva út-
flutninginn og hagur eins í þessum efnum
er annars tjón. Þetta er ljóst dæmi um
áreksturinn, sem nú á sjer stað milli heild-
arinnar og einstaklingsins. I tilraunum sín-
um til þess að bæta sinn eigin hag, gerir
hver þjóð um sig ráðstafanir, sem eru
háskalegar fyrir velgengni nágrannans.
Hjer um bil öll þau ráð, sem menn mæla
nú með, eru slík eyðingarráð, kerfi til þess
að buga nágranna sína með því að svelta
þá. Launalækkanir, tollaálögur, gengislækk-
anir, sparnaðarkröfur, alt í samkepnis-
skyni við aðrar þjóðir og til ills.
Sannleikurinn er sá, að gjöld eins eru
tekjur annars. Þegar við spörum okkur
einhver gjöld, bætum við að vísu okkar
hag, en spillum jafnframt annars manns
hag og ef þessí aðferð verður algeng fer
illa fyrir okkur öllum.
Ástandið er því ilt að áliti Keynes, en
ekki vonlaust. Batavonin er að hans áliti
fyrst og fremst fólgin í því hversu mikla
seiglu, hversu mikinn lífsþrótt það við-
skiftakerfi, sem nú er búið við, hefur sýnt.
Þar að auki álítur hann, að enn sje ekki
kominn tími til þess, að komið hafi í ljós
allur hagurinn, sem af því hljótist, að
Stórabretland hvarf frá gullinnlausninni,
því að sú ákvörðun mum hafa heilladrjúg
áhrif á allan heiminn. Hún hefur stöðvað
verðfallið í mjög mikilsverðum hluta heims-
ins. En skifting þjóðanna í tvo flokka, með
og án gullinnlausnar, hefur einnig haft þau
mikilsverðu áhrif, að hrinda af stað þeim
eðlilegu öflum, sem á sínum tíma munu á-
reiðanlega grafa undan og máske eyði-
leggja alveg afstöðu gulllandanna tveggja
sem kröfuhafa. Keynes segist álíta að þessi
afstaða Frakka verði alveg orðin að engu
fyrir árslok 1932, en í Bandaríkjunum
muni ef til vill standa lengur á þessu, þótt
stefnan þar sje sú sama. Gullstraumurinn
frá Indlandi og úr námunum kemst áreiðan-
lega á það stig, að hann verður meiri en
jöfnuður gulllandanna og skeður þá í raun-
inni ekki annað en það, að gulllöndin upp-
skera eins og þau hafa sáð.
j