Lögrétta - 01.03.1932, Side 13
137
LÖGRJETTA
138
Að áliti Keynes er því nú þegar komin
af stað sú hreyfing, sem að lokum getur
ljett af kreppunni og hruninu. Spurningin
er sú, hvort þetta verður áður en fjármála-
kerfið og alþjóðlegt lánstraust bugast al-
veg undir okinu. Ef svo fer, er leiðin opin
fyrir nýrri sameiginlegri fjármálastefnu,
alþjóðlegri dreifingu fjármagnsins og verð-
hækkun og þá stefnu má til hægðarauka
kalla verðaukningar- eða verðbólgustefnu
(Inflation). Ef ekki tekst að koma á alþjóð-
legri, kerfisbundinni verðhækkun, er ekki
til önnur lausn en sú, að skuldunautarnir
bregðist allir, hið núverandi lánstrausts-
kerfi hverfur og nauðsynlegt verður að
byggja upp nýtt. Keynes álítur að ekki
þurfi að koma til þessa allsherjar hruns,
honum þykir líklegt, að sigrast hafi verið á
verstu hættunum síðustu mánuðina.
£andbúnaður í Sovjet-ríkjunum
I Rússlandi hafa bændurnir verið kom-
múnismanum þyngstur ljár í þúfu. Þeir
hafa þumbast á móti þjóðnýtingarskipun-
um og ráðagerðum stjórnarinar og neytt
hana til þess að breyta þeim. Kommúnism-
inn á höfuðvígi sín í verksmiðjum borg-
anna, en verkalýðurinn þar getur ekki án
búnaðarafurðanna verið og þess vegna
verður skipulagið að sveigja sig talsvert
mikið eftir bændunum. Meðal ráðandi
manna rússneska kommúnistaflokksins hafa
skoðanirnar verið talsvert skiftar um það
hvaða stefnu ætti að framfylgja í búnað-
armálum. Sumir hafa viljað knýja fram í
flýti og með valdi algerða þjóðnýtingu bú-
skaparins, aðrir hafa viljað fara vægar og
rólegar í breytingarnar. Hvorutveggja hef-
ir í raun og veru verið reynt. Ríkið hefir
komið upp mjög stórum búum, slegið sam-
an mörgum jörðum, notað vjelar í stórum
stíl og látið bændur vinna í þessum „korn-
verksmiðjum“ eins og hverja aðra verka-
menn. Tilraunirnar um þetta nýja búskap-
arlag eru merkilegar og fara einnig víðar
fram en í Rússlandi, fyrst og fremst í
Ameríku og ýmsir helstu forvígismenn iðn-
menningarinnar, aðallega Ford, tru tals-
menn þess. Margt í þessu virðist gefast
vel. í Rússlandi hefur stórbúskapurinn þó
að ýmsu leyti strandað á þjóðnýtingartil-
raunum kommunistanna og mótspyrnu
bændanna gegn þeim. Þar við bætist svo
það, að undanfarið ár, eða síðastliðinn vet-
ur, hefur verið einhver hinn erfiðasti til
mataröflunar síðan í hallærinu 1921—22.
Þrátt fyrir ýmsar umbætur og framfarir í
iðnaðinum er búnaðurinn ekki svo á vegi
staddur, að hann geti sjeð fólkinu fyrir
viðurværi. Að vísu er talsvert flutt út af
búnaðarafurðum til þess að afla erlends
gjaldeyris, en það er (1930 og 31) ekki
nema rúmur helmingur þess, sem flutt var
út í meðalári fyrir stríð og veldur ekki, út
af fyrir sig, þeim skorti, sem heima fyrir
er. Þegar alt kemur til alls, hafa þær vonir,
sem menn gerðu sjer um þjóðnýtingu bún-
aðarins og um stórbúskapinn, nú brugðist
að miklu leyti.
Þetta hefur orðið til þess, að nýlega
hafa verið gefnar út nýjar fyrirskipanir um
rússneskan landbúnað, þar sem slakað er
að mörgu leyti á fyrri kröfum, svo að al-
gerð þjóðnýting á landbúnaðinum er eigin-
lega úr sögunni meðan þau ákvæði gilda.
Þessi nýja stefna Sovj et-stj órnarinnar í
búnaðarmálum er einkanlega fólgin í fjór-
um stjórnarauglýsingum. Sú fyrsta var
gefin út seinast í mars, hinar í maí. Sam-
kvæmt þeirri fyrstu er bændum á sam-
vinnubúunum leyft að eiga gripi í sjálfs-
eign og er ámælt þeim starfsmönnum, sem
reynt hafa að kúga bændur til þess að láta
af hendi búfjenað sinn til almenningseign-
ar. Tvö næstu ákvæðin eru um mikla mink-
un á því vörumagni, (korni og hveiti),
sem bændur eru skyldaðir til að láta af
hendi við ríkið gegn ákveðnu verði. sem
það tiltekur sjálft. Það sem afgangs er,
mega bændur nú selja sjálfir á mörkuðum
ríkisins eða eftir eigin vild. Loks er afnum-
inn skattur sá, sem áður hvíldi á markaðs-
verslun bændanna og afnumið verðlagseft-
irlitið, eða hámarksverðið í einkaverslun
i)ændanna. Breytingarnar eru því talsvert
miklar og' mikið losað um sameignarákvæð-
in og fyrri þjóðnýtingarstefnu.