Lögrétta - 01.03.1932, Qupperneq 17

Lögrétta - 01.03.1932, Qupperneq 17
145 L ÖGRJETTA inn. Um leið og fiskurinn var dreginn upp úr vatninu gaddfraus hann, því að hörku frost var á og var fluttur stífur og stein- dauður, að menn hjeldu, heim í eldhús og var svo lagður þar í volgt vatn. Nokkurum stundum eftir að hann hafði „helfrosið“ í hörkunni synti han spillifandi í troginu (segir Scientific American). Náttúrufræð- ingur, sem frjetti um ]?etta, fór að rann- saka það og hugsa um það og af því hafa sprottið hraðfrystingartilraunirnar, sem frá er sagt hjer að ofan. 'Nýjar vítamínrannsóknír Á síðustu árum hefur verið lögð vaxandi áhersla á rannsóknir á vítamínum eða fjör- efnum og fræðimenn eru sífellt að gera nýjar uppgötvanir á sviði þeirra. Nýjustu og merkustu rannsóknirnar hafa gert tveir doktorar í Cambridge í Englandi, Bowden og Snow. Þeim hefur tekist að einangra og framleiða A-vítamín. Vítamín eru, eins og kunnugt er, efni, eða eiginleikar í efnum, sem eru nauðsynlegir fyrir viðhald lífsins. Það mun hafa verið austurrískur læknir, Kramer að nafni, sem fyrstur benti á gildi vítamínanna, eða á það, að græn- meti og ávextir eða ávaxtasafi, gæti lækn- að sjúkdóma, t. d. skyrbjúg. Menn veittu vítamínum fyrst athygli vegna þeirra á- hrifa, sem skortur þeirra gat haft. En menn voru fram á síðustu tíma alveg í ó- vissu um eðli þeirra. Menn greina milli sex vitamintegunda, A, B, C, D, E og G og koma þau, eins og kunnugt er, fyrir t. d. í lýsi, grænmeti, eggjum, smjeri o. s. frv. Fræðimenn hjeldu fyrst, að sennilega væri ekki unt að greina vítamínin sjálfstæð úr efnum þeim, sem þau kæmu fyrir í, eða einangra þau, þau mundu vera of dreifð og of smá til þess. Þetta hefur reynst rangt. Á einu eða tveimur seinustu árunum hefur tekist að prófa á efnafræðilegan hátt til- veru ýmsra vítamína og eitt eða tvö hef- ur tekist að einangra og framleiða sem hreina krystalla og annað þeirra, D-vita- min, er nú fáanlegt sjerstakt og nefnt Cal- ciferol. Tilraunir Englendinganna hafa nú 146 opnað þann möguleika, að hægt verði einn- ig að framleiða á svipaðan hátt önnur víta- mín. Aðferð þeirra er í því fólgin, að beita sjerstökum (monocromatic) ljósáhrifum á vítamínin, eða mólekul þeirra. Þeir hafa gert sjer sjerstakt áhald með kvartskryst- öllum, sem framleitt getur ultrafjólublátt ljós með hvaða bylgj ubreidd, sem vera skal, mjög tært og magnað. Með ljósáhrifum er hægt. að breyta vítamínum á ýmsan hátt. Mólekul efnanna gefa frá sjer geisla, sem eru mismunandi eftir áhrifunum, rauðir eða hvítir, eða taka við þeim undir vissum kringumstæðum. Menn geta því fengið ýmsar upplýsingar um eðli mólekulsins af þessum geislum og jafnframt breytt þeim og haft áhrif á þau. Rannsóknirnar og að- ferðirnar eru ekki við annara hæfi en sjer- fróðra manna í efnafræði og eðlisfræði. En ef þessar rannsóknir geta efnt það, sem fróðir menn (t. d. Sir Frederick Hopkins, einhver helsti vitaminfræðingur heimsins) segja að þær lofi, munu þær hafa mikið hagnýtt gildi fyrir heilsufar og mataræði manna og niðurstöður þeirra koma því öllum almenningi við. T ornfræðíngafundur Rannsóknimar á frumsögu eða forsögu mannkynsins hafa líklega aldrei verið rekn- ar af eins miklu kappi og með eins góðum árangri og á árunum eftir stríðið, enda hafa helstu menningarþjóðirnar lagt til þeirra stórfje. Þessar rannsóknir hafa ver- ið allmjög á tvístringi og enn hefur varla verið unnið úr þeim fullnægjandi heildar- yfirlit, enda er sumum þeirra enganveginn lokið enn og ný og ný merkileg atriði eru að koma í ljós. Þeir fræðimenn, sem við þetta fást hafa ekki heldur átt þess kost, að koma saman eftir stríð, en á stríðsár- unum tók mjög fyrir alþjóðleg fundahöld um vísindaleg efni. Nú á að bæta úr þessu og í sumar er haldinn í London alþjóða- fundur frumsögufræðinga undir forsæti Sir Charles Peers, forseta enska fornfræðafje- lagsins og hefur slíkur fundur ekki verið haldinn síðan 1912, í Genf. Meðal ræðu-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.