Lögrétta - 01.03.1932, Síða 18
147
LÖGRJETTA
148
manna á þessum fundi eru C. L. Wooley,
talar um ársetningu fyrstu konungagraf-
anna í Ur, Sir Arthur Evans um rannsókn-
irnar á Knossos (en frá þessu hvorutveggja
hefur verið sagt í Lögrjettu), Miss Garodd
talar um rannsóknirnar á Karmel, Leahey
um Austur-Afríkurannsóknirnar o. s. frv. og
loks fjallar einn flokkur fundarins um eng-
ilsaxneska og keltneska fomsögu, m. a. um
víkingaferðirnar. Um 500 fulltrúar sækja
fundinn.
£oftslagsbreytíngar
'Ný shýríng dr. Snnes
Allir hafa heyrt talað um ísaldir, þekkja
að einhverju leyti kenningarnar um um-
skifti hita og kulda og um loftslagsbreyt-
ingar, sem orðið hafi á jörðunni. Því neit-
ar enginn, að loftslagið hafi verið breyt-
ingum háð, en um hitt kemur fræðimönn-
um ekki saman, hvernig á breytingum
þessum standi. Nú hefur alþektur stjörnu-
fræðingur, Dr. R. T. A. Innes í Johann-
esburg í Suður-Afríku sett fram (í
,,Scientia“) nýjar skýringar, sem mörgum
þykja sennilegar og mikið eru ræddar sem
stendur. Hann heldur að þykt og þjettleiki
gufuhvolfs jarðarinnar muni ráða miklu
um loftslagsbreytingar. Hann bendir á það
m. a. að jafnvel á Miðjarðarlínu sjeu há-
fjöll hulin jökli (í Afríku), en hitabeltis-
ástand fyrir neðan, þrátt fyrir það þótt
sólargeislarnir ættu að falla eins heitir eða
helst heitari og magnaðri á fjallatindana
en á láglendi og hafflöt. En hann segir að
þessu valdi ekki geislamagn sólarinnar
heldur minni þjettleiki og þyngd loftsins
yfir fjallatindunum. Ennfremur álítur Dr.
Innes, og leggur jafnvel meiri áherslu á
það, að loftslagsbreytingum jarðarinnar
hafi valdið aðkomandi orsakir, fyrst og
fremst áhrif frá halastjömum. Hann bend-
ir á það, að ljósrannsóknir á halastjörnum
hafi leitt það í ljós, að í þeim muni vera
ýms efni (Cyanoyen, hydro-carbons og
carbon monoxide), sem haft geti gagngerð
áhrif á loftslag jarðarinnar, jafnvel þótt
það blandaðist mjög litlu af þeim. örlítið
af kolsýru í gufuhvolfinu mundi hita lofts-
lagið mikið, máske svo mikið, að heim-
skautaísinn bráðnaði. Aukning á kolsýru
mundi geta leitt til nýrrar steinkolaaldar.
Slíkt mundi þjá mjög sumar æðri lífteg-
undir, þangað til vaxandi gróður hefði aft-
ur útrýmt úr loftinu kolsýrunni. Þá mundi
jörðin verða þurrari og kaldari uns nýr
árekstur yrði“. Ennfremur álítur Dr. Innes,
að sjálfur sólargangurinn, eða gangur sól-
kerfisins í geiminum muni geta valdið
lol'tslagsbreytingum, er sólkerfið hefur far-
ið gegnum einhverjar geimþokur (cosmical
clouds).
Dr. Innes segir sjálfur, að hjer sje um
að ræða tilgátur, sem athuga þurfi, en þær
sjeu sennilegri en eldri tilgáturnar. Hinar
helstu þeirra eru, eins og kunnugt er, í því
fólgnar, að loftslagsbreytingarnar valdi
annaðhvort mismunandi hitamagni sólar-
innar, eða breytingar á lögun jarðarinnar,
‘Ný manntegund
Nú líður varla svo nokkurt ár, að ekki
finnist einhverjar nýjar leifar forneskju-
mannsins í fornum jarðlögum og koma
þannig í ljós fleiri og íleiri tegundir. Ný-
lega hefur hollenskur jarðfræðingur, C.
Ter Haar, fundið nýja hauskúpu í Solodaln-
um á Java, skamt þar frá, sem Dubois
gerði hinn fræga Pithecan-þrópus-fund sinn
fyrir svo sem 40 árum. Þessi nýja mann-
tegund, Homo Soloensis, er talin frá miðj-
um pleistocentíma, og er því engan veginn
elsta manntegund, sem þekt er, því Pek-
ing-maðurinn (Sinanþrópus) og Java og
Piltdown-maðurinn eru eldri, en Neanderdal-
maðurinn er hinsvegar yngri, en fræðimenn
(t. d. Elliot Smith) telja þó ýmislegt líkt
með báðum kúpunum og muni hjer fundið
millistig milli Javamannsins (apa-mannsins)
og Neanderdalmannsins, nokkuð svipað
þeirri manntegund, sem kölluð er Homo
Rhodesiensis. Menn liafa ekki enn unnið til
fulls úr síðustu frumsögufundunum, svo að
samkomulag sje um uppruna þeirra, eðli
og afstöðu. Ameríski prófessorinn Osbome
heldur því fram, að vagga mannkynsins