Lögrétta - 01.03.1932, Síða 19

Lögrétta - 01.03.1932, Síða 19
149 LÖGRJETTA 150 hafi staðið í Mið-Asíu og þaðan hafi mann- kynið breiðst út í austur og vestur. Mönn- um kemur enn ekki saman um það, hvort síðustu beinafundirnir styrki þetta eða veiki. En þeir hafa varpað nýju og merki- legu ljósi yfir frumsögu mannsins og enn sýnt að hann er miklu eldri í hettunni en inenn höfðu áður haldið. „^Kololía" ‘Mýjar eldsneytístílraunír Olían hefur á síðustu árum valdið bylt- ingu í eldsneytismálum heimsins, ekki síst í kyndingu skipa. Olíukyndingin hefui' rutt sjer ákaflega mikið til rúms, vegna þess að olían hefur orðið ódýrari en kol, og þótt þægilegri og hreinlegri. Þetta hefur haft mikil og hagkvæm áhrif á verslun og iðnað olíulandanna, svo að olíuverslun og olíuframleiðsla er orðin einhver áhrifamesti þáttur heimsverslunarinnar. Kolalöndin hafa hinsvegar beðið við þetta talsverðan hnekki, ekki síst Bretland. Fyrir nokkurum árum hófu menn þess vegna fyrir alvöru tilraun til þess að hagnýta kolin á nýjan hátt, svo að þau yrði samkepnisfær við olí- una. Menn reyndu að mala kolin mjög smátt í duft og breyta þeim í vökva. Til- raunir, sem Bergius gerði í þessa átt, voru á sínurn tíma mjög umtalaðar. Tilraununum hefur látlaust verið haldið áfram, þótt þeim hafi lítt verið á lofti haldið. Nú er svo að sjá, sem þessar tilraunir sjeu að koma að gagni, bera hagnýtan árangur, sem menn gera sjer miklar vonir um. Eitt af skipum Cunard-línunnar, Scythia, hefur, seint í júní, notað til kyndingar á ferð yfir Atlantshaf nýja svonefnda kol-olíu, sem fjelagið hefur látið framleiða og er látið mjög vel af henni. Það eru þrír menn í þjónustu Cunard- fjelagsins, Mr. R. A. Adam vjelfræðingur, Mr. F. C. Holmes, efnafræðingur og A. W. Perrins vjelfræðingur, sem starfað hafa að þessum tilraunum í um þrjú ár. Kololía þeirra er sambland af kolum og olíu, 60 af hundraði af olíu og 40 af hundraði af kol- um, sem mulin eru mjelinu smærra og samlagast alveg olíunni, svo að úr hvoru- tveggja verður vökvi næstum því alveg eins og olía, nema eilítið dekkri. Það var lengi nokkurum erfiðleikum bundið að fá þessháttar sambland, að kolin settust ekki á botn blöndunnar, en þeir erfiðleikar hafa nú verið yfirunnir. Menn gera ráð fyrir því, að ef til vill megi nota í blönduna meiri kol og minni olíu. Ef þessi nýja kololía reynist vel til frambúðar, eins og kunnug- ir búast við, getur hún haft mikið gildi fyr- ir útgerðina og bætt hag kolalandanna, sem orðin voru aftur úr í samkepninni við olíuna. £íf á stjörnunní Venus? 74ýjar rannsóhnír á TAount Wílson Menn hafa um margar aldir skráð og skrafað margt um líf á öðrum stjörnum. Sumir hafa talið það fjarstæðu, að hugsa sjer, að vitsmunalíf sje einungis til á jörð- unni og sjá enga ástæðu til þess, að hún ætti að vera til þess útvalin öðrum hnött- um fremur, að ala slíkt líf. Aðrir þykjast þvert á móti geta bent á ýmislegt til stuðn- ings því, að möguleikar til lífs sjeu varla annarsstaðar fyrir hendi en einmitt á jörð- unni. Undir báðar skoðanirnar hafa menn viljað renna vísindalegum og trúarlegum rökum. Hjer á landi eru alkunnar skoðanir dr. Helga Pjeturss á þessum efnum. Nú er nýkominn boðskapur frá einhverri helstu st j örnuathugunarstöð heimsins, á Mount Wilson í Californíu, um nýjar athug- anir, sem bendi á möguleika þess, að líf sje á plánetunni Venus. Þetta er bygt á því, að menn hafa nýlega veitt því athygli við rannsóknir á Mount Wilson, að í gufuhvolfi Venusar er kolsýra og sennilega mjög mik- ið af henni. Þessi athugun var gerð með litrófs- (spectroscope) rannsóknum, þannig, að ljósinu frá Venus var sundrað í ýmsa liti úr hinum stóra (100 þml.) kíki stofn- unarinnar. Ljósið er í raun og veru end- urkastað sólarljós, en þegar það fór gegn- um gufuhvolf Venusar varð sumt af því fyrir áhrifum af kolsýru, en það kemur fram í litrófinu í dökkri línu og eftir því
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.