Lögrétta - 01.03.1932, Page 27

Lögrétta - 01.03.1932, Page 27
165 LÖGRJETTA 166 víða innan um kvæði Sig'urðar, einkum þegar hann kveður ferskeytlur, t. d.: „Vinda andi’ í vöggu sefur, vogar þegja’ og hlýða é; haf um landið hendur vefur hvítt og spegilsljett að sjá“.... „Sólin vöngum hlúir hlý, hrindir þröngum dvala, hlíðum löngum einatt í ymur söngur smala"........ „Norður loga ljósin há loft um bogadregin, himinvogum iða á af vindflogum slegin." .... „Sólin klár á hveli heiða hvarma gljár við baugunum. Á sjer hár hún er að greiða upp úr bárulaugunum." Annars er Sigurði tamast að yrkja um daginn og veginn, um hversdagslega at- burði, helst í græskulausu gamni eða spaugi. Allir kannast við vísurnar: „Komir þú á Grænlands grund“. Þær eru enn iðu- lega kveðnar af söngmönnum og kvæða- mönnum hjer í Reykjavík, og spaugið nýt- ur sín vel í kvæðislokin: „Hárauð bönd um hár á sjer hreinar vefja pikur. En þessi litur, því er ver, þreifanlega svíkur." Jeg skal hafa yfir nokkrar vísur, tekn- ar til og frá úr kvæðum hans: „Kaldur vetur mæðir mig, mold og keldur frjósa. þá er betra’ að bæla sig við brjóstin á þjer, Rósa." .... „Hjer sje guð á góðum bæ; gestur er á Ijóra. Andsvörin jeg engin fæ, ekki vaknar þóra." .... „þá óhryggur heimi frá hjeðan Siggi gengur, fjöllin skyggja ekki á alvalds bygging lengur." .... „þó þú eigir ekki ráð öll á jörð hje hæðum, flaskan þín er full af náð og föðurlegum gæðum.“ .... „það er nú það, sem að mjer er, jeg óspart skilding farga, svo herrann sá það hentast mjer að hafa þá ekki’ of marga." Svona mætti lengi halda áfram að telja fram vísur eftir Sigurð, hverja annari fall- egri og snjallari. Jeg hef ekki tíma til að minnast á rímur hans nema mjög fljótlega, enda er jeg mörgum þeirra ókunnugri en kvæðunum. Þó álít jeg, að í Númarímum t. d. sje svo margt fagurt og skáldlegt, að þær eigi veg- legt sæti meðal íslensks kveðskapar, enda þótt þær sjeu kveðnar eftir útlendri sögu og hún sje ekki fullkomin frá sjónarmiði sagnfræðinga. Þær eru kveðnar í Græn- landi og mansöngvarnir bera víða vott um heimþrá höfundarins. En hann hefur haft þar gott næði og ekkert glapið hann. Marg- ir af mansöngvunum eru falleg kvæði, og sömuleiðis eru margir kaflar sögunnar á- gætlega kveðnir. Ávarp hans til sönggyðj- unnar í fyrsta mansöngnum: „Líð þú nið- ur um ljósa haf“ o. s. frv., er mjög fal- legt, t. d.: „Móðir stefja minna hlý mjúk og fögur sýnum, lát mig vefjast innan í armalögum þínum." .... Einnig má minna á mansönginn: „Móð- urjörð, hvar maður fæðist“, sem er við- kvæm endurminning um bemskudagana heima á Islandi. Ein ríman byrjar á þess- ari ágætu morgunlýsingu: „Dagsins runnu djásnin góð dýr um hallir vinda, morgunsunnu blessað blóð blæddi’ um fjalla tinda.“ Dýrin viða vaknað fá, varpa liýði nætur; grænar hlíðar glóir á, grösin skriða’ á fætur."

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.