Lögrétta - 01.03.1932, Page 30

Lögrétta - 01.03.1932, Page 30
171 LÖGRJETTA 172 7Mý heímssfeoðun Sír ^ames Seans Á síðustu árum hafa verið að gerast ýms- ar merkilegar breytingar á heimsskoðun vísindanna og á lífsskoðun vestrænnar menningar jafnframt breytingum sem orð- ið hafa að ýmsu leyti á afstöðu vísinda og trúar. Besta aðferðin til þess að kynn- ast þessum breytingum, er sú, að lesa það, sem sjálfir forvígismenn þeirra segja um þær. Lögrjetta ætlar því í nokkurum næstu heftum að flytja dálítinn samstæðan greina- bálk um þessi efni, með því að birta frá- sögn eða þýðingu á nokkurum nýjum grein- um, sem um þetta fjalla frá ýmsum hliðum eftir helstu mennina, sem við þetta fást. Fyrsta greinin, sem hjer birtist, er eftir Sir James Jeans. Hinar eru eftir Albert Einstein, Max Planck, Sir Arthur Edding- ton, Niels Bohr, de Sitter o. fl. Þær hafa ekki áðhr komið í samhengi, en fjalla allar um samskonar viðfangsefni, og framsetn- ingin er auðskilin þeim, sem áhuga hafa á þessum efnum. Við skulum fara svo sem hálfa öld aftur í tímann, þegar vísindin fengust ekki við neinar hugleiðingar um alheiminn. Vísind- um þess tíma má líkja við marga vegi, sem lágu í margar áttir, eðlisfræðin í eina átt- ina, efnafræðin í aðra, stjörnufræðin í þá en þær klappa undur þýtt eins og l)örn á vanga." .... „Mörg sú neyð, sem örgust er og jeg kveið í hljóði síðast leið við söng hjá þjer, Sigurður Breiðfjörð góði.“ .... „Álfar bjartir hoppa heim, húmið svarta farið, jeg á margt að þakka þcim, þeir hafa hjartað varið.“ Svona minnist eitt af bestu skáldum síðari tíma gömlu rímnaskáldanna og sjer- staklega Sigurðar Breiðfjörð. þriðju o. s. frv. Allir þessir vegir lágu út frá einni miðstöð og þessi miðstöð var í stuttu máli sagt, maðurinn sjálfur, eða meðvitund hans. Mannkynið var álitið upp- haf allra vísinda. Stjörnufræðin seildist spölkom út í himingeiminn og rannsakaði næsta umhverfi hinnar litlu plánetu okkar. Eðlisfræðin reyndi að komast fyrir eins mikinn fróðleik og unt var um náttúruna og efnið, en hún gat ekki komist að sein- asta ódeililegum hornsteini heimsbygging- arinnar. Atomin þektu menn ekki, vegna þess, hversu lítil þau voru, en úr þeim var efnið sett saman. Á þeim tímum var ekki unt að rannsaka aðrar agnir en þær, sem voru svo stórar, að þær sáust berum aug- um, eða með tækjum, sem gerð voru af mannahöndum. Svipað var ástandið á öðr- um sviðum vísindanna. Það varð óhjákvæmileg afleiðing þessa á- stands, að menn skoðuðu alheiminn svo að segja í líkingu þess efnislega áhalds, sem reynt var að nota við rannsókn hans. Venjuleg fyrirbrigði daglegs lífs — að svo miklu leyti, sem þau urðu þá rannsökuð — kendu mönnum, að líkami hreyfist þegar hann er dreginn, eða þegar á hann er ýtt. Menn gátu framkvæmt með vöðvaafli sjálfra sín einföldustu eðlisfræðilegu til- raunina, þá, að lyfta einhverjum þunga. Og menn slógu því föstu, að allir hlutir umhverfis okkur höguðu sjer eins og ein- hver kraftur, sem að vissu leyti líktist vöðvakrafti sjálfra okkar, drægi þá að sjer eða hrynti þeim frá sjer. Á þennan hátt myndaðist hjá eðlisfræðingum þeirra tíma hugsunin um alheim, þar sem alstaðar væru hnettir sem hreyfðust eftir því hver áhrif aðdráttar- eða fráhrindingaraflið hefði á þá. Eðlisfræðingamir hugsuðu sjer alheim- inn með öðrum orðum alveg eins og vjel. Síðan komu tíu undursamleg ár, fimm í lok liðinnar aldar og fimm í byrjun þessar- ar aldar, árin 1896—1905. Á tveimur eða þremur fyrstu árum þessa tímabils tókst að

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.