Lögrétta - 01.03.1932, Page 31

Lögrétta - 01.03.1932, Page 31
173 LÖGRJETTA 174 einangra elektrónin og þar með var gerð sú uppgötvun, að elektrónin höfðu ákveðið lag. Menn hugsuðu sjer þetta elektrón næstum því eins og sjerstakan alheim, en ekki eins og ögn af föstu efni. Sömu árin fundu menn radioáhrifin (radioactivity) og þau hafa ef til vill meira en nokkuð annað orð- ið til þess, að opinbera leyndardóma atóms- ins og innviði þess efnis, sem alheimurinn er bygður úr. Aldamótaárið var svo sett fram kvantkenningin á grundvelli hinna snjöllu rannsókna Plancks í Berlín. Menn hafa ekki ennþá hagnýtt sjer þessa kenn- ingu til fulls, en hún hefur, að minsta kosti í svipinn, gert determinismann út- lægan úr eðlisfræðinni. Nú sem stendur blasir við okkur heimsmynd, þar sem ráð- andi eru alt önnur öfl, en þau þurru vjel- rænu lögmál, sem forfeður okkar gerðu sjer í hugarlund. í lok tímabilsins kom svo Einstein með afstæðiskenningu sína. Hún kipti burt und- an fótum okkar þeim hlutlæga grundvelli, sem við höfðum unnið svo lengi á. En þessi uppgötvun hefur ef til vill valdið því meira en nokkuð annað, að eðlisfræðin er hætt að vera skiljanleg almenningi, jafn- framt því, sem hún hefur orðið miklu merkilegri en áður í augum náttúrufræð- ingsins og heimspekingsins. Á þessum sama áratug, sem nefndur var, birtist einnig annað fyrirbrigði, geimgeisl- arnir (cosmic rays), sem eru ekki ennþá fullrannsakaðir. Geimgeislarnir koma til okkar sem boðberar frá dýpstu djúpum al- heimsins og eftir því, sem helst verður sjeð, er það boðskapur þeirra, að eftir því sem eðlisfræði og efnafræði er nú rekin hjer á jörðinni, sjeu þessar fræðigreinar ennþá aðeins í útjaðri miklu viðáttumeira sviðs, en þau fást enn við. Eðlisfræði og efnafræði alheimsins virðist vera óendan- lega miklu umfangsmeiri, en við höfum hingað til gert okkur í hugarlund, jafnvel í djörfustu draumum okkar ög geimgeisl- arnir færa okkur fregnir af ástandi í óra- fjarlægðum alheimsins. En hversu lítil sem þekking okkar kann að vera, held jeg að heimilt sje að álíta, að vísindi nútímans hafi að vissu leyti útsýn um alheiminn heimsendanna milli, svo að segja frá stærsta til minsta hluta þess, frá hringþokunum til elektróna og prótóna. Það er trú okkar, að auk alheimsins sjálfs, sje ekkert til stærra en hringþokumar. Og að því er við vitum best, er ekki til neitt varanlegt form efnisins, sem er minna en elektrónin. Þá kemur það undursamlegasta: hvert sem við beinum sjónum okkar getum við ekki lengur skýrt stærsta eða smæsta fyrir- brigði alheimsins á vjelrænan hátt eins og forfeður okkar gerðu. Ef við athugum ann- an „endann“, það minsta sem við þekkjum, elektrónið, þá sjáum við, að það er hvorki föst ögn nje rafhleðsla, það er einskonar bylgjuknippi. Ef finna ætti eitthvað til þess að líkja því við, þá verður því ekki líkt við neinn efniskendan hlut, heldur við einskonar storm á hafinu, hóp af bylgjum, sem hreyfast á ákveðinn hátt og ákveða svo, vegna hreyfinga sinna, allar þær mynd- ir, sem það efni birtist í, sem það getur gripið. Efnishyggjumaðurinn spyr þá und- ir eins: í hverju eru þessar bylgjur? og svarið er: Bylgjur í engu, því síðan afstæð- iskenningin sannaði það, að enginn ljós- vaki er til, hafa horfið úr sögunni öll efni, sem við þekkjum, og komist gætu í bylgju- hreyfingu og bylgjurnar verður því ein- ungis að skilja sem stærðrænar bylgjur. Þær eru svo að segja huglæg en ekki efnisleg fyrirbrigði. Þessum bylgjum verður lýst á stærðfræðilegan hátt, en óðar en reyna á að lýsa þeim sem efnislegum bylgjum, förum við á kaf í meiningarlausar mótsetningar. Á svipaðan hátt er ástatt um rafmagnið. Jeg held að nú á dögum verði menn að hugsa sjer rafmagnið á stærðfræðilegan hátt. Það var venja að líta á öll náttúru- fyrirbrigði sem afleiðingar af orku. Ein- stein hefur bannfært orkuna úr náttúrunni. Við trúum því ekki lengur, að slík orka sje til. Agnir og stærri hlutar fara eftir brautum, sem eru ákveðnar af öðru en orku, sem sje af beygju alheimsins og ef við reynum að rannsaka það, hvað þessi beygja alheimsins táknar, þá verður því

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.