Lögrétta - 01.03.1932, Qupperneq 32

Lögrétta - 01.03.1932, Qupperneq 32
175 LÖGRJETTA 176 ekki svarað af öðrum en stærðfræðingum og einungis þannig, að stærðfræðingar skilji svarið. Við skulum nú snúa okkur að hinum „enda“ alheimsins. Við sjáum það þá, að stjörnufræðin hefur á seinustu árum kom- ist að þeirri niðurstöðu, að himingeimur- inn er óskaplega miklu stærri, en menn höfðu nokkurntíma ímyndað sjer. Áður fyr álitu menn að himingeimurinn væri sólkerf- ið og ef til vill ofurlítið meira. Nú vitum við það, að sólkerfi okkar er í alheiminum á borð við sandkom, sem borið væri sam- an við allan sand á öllum ströndum heims- ins. Eins er um tímann. Áður fyr gerðu menn sjer þá hugmynd um tímann, að hann væri öll saga mannkynsins og ef til vill eitthvað meira. Nú er tíminn svo undramikill og ómælilegur, að hjá honum er öll saga mannkynsins eins og augnablik. Ef við gerðum ráð fyrir því, að þyktin á einu frí- merki samsvaraði sögu mannkynsins, og ef við limdum svo þetta frímerki efst ofan á hæsta skýjakljúf heimsins, þá væri hann samt ekki nógu hár til þess að samsvara því, sem eftir væri af stjömufræðilegum tíma. En samt sem áður er ómælanleiki rúms og tíma ekki það undraverðasta af uppgötvunum síðustu ára. Það furðuleg- asta er hitt, að rúm og tími eru endan- leg, takmörkuð á allar hliðar. Það er ekki hægt að þjóta eilíflega og endalaust gegn- um geiminn. Ef menn gerðu það, kæmu þeir að lokum aftur á sama stað og þeir fóru frá. Það er ekki unt að geisast þrot- laust og eilíflega gegnum tímann. Ef við förum í eina og sömu átt, rekumst við að lokum á eitthvað, sem við köllum upphaf, þótt við vitum ekki hvað það merkir. Ef við förum í gagnstæða átt, verður senni- lega fyrir okkur það, sem kalla má endi, þótt við vitum ekki heldur hvað það þýðir. Allur þorri manna, sem ekki er stærðfræði- lega mentaður, getur ekki gert sjer greini- lega hugmynd um það, við hvað er átt með endanlegu rúmi og endanlegum tíma. En báðum þessum hugmyndum er auðvelt að lýsa í stærðfræðilegri setningu, en ef reynt er að bregða upp af þessu handbærri mynd stendur alt fast. Þeir, sem skrifa um þessi efni, eða halda fyrirlestra um þau, fá venjulega mörg brjef þar sem því er núið þeim um nasir, að þeir fari með firrur og vaði elg. Þeim er sagt, að rúmið geti ekki verið endanlegt, því að fyrir utan rúmið geti ekki verið annað en meira rúm. Svarið er auðvitað það, að þessir brjefritarar reyna að hugsa sjer rúmið á efnislegan hátt, en rúmið er þannig, að það verður ekki skilið á efnis- legan hátt. En undir eins og menn gera sjer grein fyrir rúminu sem stærðfræði- legri hugmynd, eða blátt áfram sem hug- mynd, án allrar stærðfræði, þá verður end- anleiki rúmsins skiljanlegur. Það er eins og endanlega rúmið í huga okkar. Það er hægt að hugsa um New-York, án þess að hugsa um leið um öll Bandaríkin. Rúmið sem hugsun, sem huglæg, abstract mynd, er skiljanlegt og eðlilegt. Úr þessari hugmynd má, samkvæmt aðferð Einsteins, leiða öll l'yrirbrigði, þyngdarlögmál, raforku o. s. frv. | j I,! Ef við hugsum okkur rúmið efnislegt, er blátt áfram ómögulegt að hrekja það fólk, sem skrifar okkur og segir, að það sje fjar- stæða að tala um endanlegt rúm, af því að fyrir utan þetta rúm geti ekki verið ann- að en meira rúm. Sömu erfiðleikamir verða fyrir manni þegar kemur að öðru fyrir- brigði, sem nýlega er athugað, sem sje þensla (expansion) alheimsins. Hinar tröll- auknu hringþokur fjarlægjast okkur í allar áttir, með ógurlegum hraða. Einfaldasta skýringin á þessu er sú, að himingeimur- inn sje ekki einungis endanlegur, heldur þenjist hann sífelt út. Rúmið sjálft verður stærra og stærra. Undir þessa skýringu má líka renna stærðfræðilegum rökum. Sá, sem hugsar um þetta á hlutlægan eða efnislegan hátt, kemur auðvitað með þá athugasemd, að rúmið geti ekki stækkað, því að ekkert geti tekið við annað en nýtt rúm. Meðan menn hugsa á þennan hátt er ekkert svar til. Við verðum að gera okkur grein fyrir rúminu sem stærðfræðilegu hugtaki, eins og stærðfræðingar nota nú daglega.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.