Lögrétta - 01.03.1932, Page 39

Lögrétta - 01.03.1932, Page 39
189 L ÖGRJETTA 190 líkt eins og’ suðræna svífi um suðursins fossa. — Svaraði vindur á vogi og í visnuðum greinum: Á snjóskýjabólstrunum bleiku blundar hún Sigrún. Horfin eru leiftrin hin ljósu af Logafjalls brúnum. — Svo hvíslar vindur á vogi og í visnuðum skógi. En aftur kom srmar að sunnan með sólhlýja vinda; vorblær hvíslaði’ á vogi og í vorgrænu laufi; fossar dunuðu’ í fjalli; fugl kvað í runni. Sigrún kom aftur að sunnan. Sólskin í hlíðar. Sigrún kom aftur að sunnan; settist í grasi. Aftur ljómuðu leiftur um Logafjalls brúnir. Hjarta barðist í brjósti. Segðu mjer vindur á vogi, hvað var big að dreyma? 4. Við yl og við þagnaryndi. Við yl og við þagnaryndi inni við sátum forðum. Minningar leiftra í lyndi; leita að hlýjum orðum. Auðn er um þagnaryndi orðin 1 hjarta mínu. Minningar leiftra í lyndi; leita að húsi þínu. Augum og óði jeg vendi aftur, til fornra vinja. Brynhildar sögu jeg sendi, sendi’ hana þjer til minja. Æskustund löngu liðin í ljósmál úr skugga þokast. — En hugur minn tefur við hliðin, þar sem hurðir að Guðrúnu lokast. Smámyndír, sem jeg eígnaðíst úr enskrí ferðabók. 1. Landsýn til Heklu. Dauðalag og logn á sjó. — Langt er síðan Hekla dó. Hlaut fyrir löngu heljarfró. En hvenær fáum við hinir ró? 2. Þ i n g v e 11 i r. Silkimjúkt er sólskinsbrosið. Silfurtært er daggarbað. En hvergi hafa hjörtun frosið harðar, en á þessum stað. 8. Þórsmörk. Hjer er mynd af Mörkinni, menn og fje í náðum. Eins og fyr í örkinni, alt mun stranda bráðum. 4. G o ð a f o s s. Goðafoss! Hjer fjekk jeg koss fyrir mörgum árum. Var það kross — eða var það hnoss, sem varð þar oss að tárum? 5. S t ap i. Stapi Steingrím ól. Steingrím ungan kól. Steinkast, stríð og hatur — Steinvör: fi-ægð og matur. 6. M a r k a r f 1 j ó t. Markarfljót varð mörgum skætt, sem maðurinn þama ríður. Annað fljót er engum stætt — atlra dauðinn bíður. 7. Urðir í Eyjum. Þessar Urðir þekti jeg. Þá var björg í sjónum. Svo fór alt á annan veg — uppurið af dónum. 8. K o t b æ r. Lágt er þetta litla kot, ljeleg þykir stofan. En hjeðan má samt hafa not af himninum fyrir ofan. Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti.

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.