Lögrétta - 01.03.1932, Síða 39

Lögrétta - 01.03.1932, Síða 39
189 L ÖGRJETTA 190 líkt eins og’ suðræna svífi um suðursins fossa. — Svaraði vindur á vogi og í visnuðum greinum: Á snjóskýjabólstrunum bleiku blundar hún Sigrún. Horfin eru leiftrin hin ljósu af Logafjalls brúnum. — Svo hvíslar vindur á vogi og í visnuðum skógi. En aftur kom srmar að sunnan með sólhlýja vinda; vorblær hvíslaði’ á vogi og í vorgrænu laufi; fossar dunuðu’ í fjalli; fugl kvað í runni. Sigrún kom aftur að sunnan. Sólskin í hlíðar. Sigrún kom aftur að sunnan; settist í grasi. Aftur ljómuðu leiftur um Logafjalls brúnir. Hjarta barðist í brjósti. Segðu mjer vindur á vogi, hvað var big að dreyma? 4. Við yl og við þagnaryndi. Við yl og við þagnaryndi inni við sátum forðum. Minningar leiftra í lyndi; leita að hlýjum orðum. Auðn er um þagnaryndi orðin 1 hjarta mínu. Minningar leiftra í lyndi; leita að húsi þínu. Augum og óði jeg vendi aftur, til fornra vinja. Brynhildar sögu jeg sendi, sendi’ hana þjer til minja. Æskustund löngu liðin í ljósmál úr skugga þokast. — En hugur minn tefur við hliðin, þar sem hurðir að Guðrúnu lokast. Smámyndír, sem jeg eígnaðíst úr enskrí ferðabók. 1. Landsýn til Heklu. Dauðalag og logn á sjó. — Langt er síðan Hekla dó. Hlaut fyrir löngu heljarfró. En hvenær fáum við hinir ró? 2. Þ i n g v e 11 i r. Silkimjúkt er sólskinsbrosið. Silfurtært er daggarbað. En hvergi hafa hjörtun frosið harðar, en á þessum stað. 8. Þórsmörk. Hjer er mynd af Mörkinni, menn og fje í náðum. Eins og fyr í örkinni, alt mun stranda bráðum. 4. G o ð a f o s s. Goðafoss! Hjer fjekk jeg koss fyrir mörgum árum. Var það kross — eða var það hnoss, sem varð þar oss að tárum? 5. S t ap i. Stapi Steingrím ól. Steingrím ungan kól. Steinkast, stríð og hatur — Steinvör: fi-ægð og matur. 6. M a r k a r f 1 j ó t. Markarfljót varð mörgum skætt, sem maðurinn þama ríður. Annað fljót er engum stætt — atlra dauðinn bíður. 7. Urðir í Eyjum. Þessar Urðir þekti jeg. Þá var björg í sjónum. Svo fór alt á annan veg — uppurið af dónum. 8. K o t b æ r. Lágt er þetta litla kot, ljeleg þykir stofan. En hjeðan má samt hafa not af himninum fyrir ofan. Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.