Lögrétta - 01.03.1932, Side 40
I
191_____L ö G R_J^ E T T A 192
Varasjóðír hrepþannet Ól. £>. Sjörnsson
Á síðustu tímum hefur mikið verið rætt
og ritað um afturhald og íhald, frjálslyndi
og framsókn. Það mun víst nokkuð almenn
skoðun að hreppsnefndir eigi mikið skylt
við afturhald, enda mun víst af sumum tal-
ið, að betra orð en ,,hreppsnefnd“ sje ekki
til yfir það sem kalla megi rammasta
íhald.
Nýja Island er ekki gamalt. En hið ó-
numda ísland er gamalt, og fjárfrekt þegar
það vaknar og „klæðist“, og þess heldur,
ef það á að klæðast fljótt og klæðast vel.
Síðan þjóðin sjálf fór að hafa nokkur
fjárráð svo nefnandi sje, er svo skamt, að
yngstu menn muna í því falli tvenna tím-
ana. Hreppsnefndir telja sig því líklega
hafa nokkra afsökun um íheldní sína. Þær
segja sem satt er, að til skamms tíma hafi
ekkert verið á að leggja, af engum neitt að
taka. En síðan farið var að „rýja“ menn,
hafi líka þurft að „halda í reifið“, til þess
að nokkuð yrði úr því unnið. Það mun ekki
óalgengt, að einn og annar hafi legið
hreppsnefnd á hálsi fyrir að gera ekki
þetta eða hitt, en það hefur líka viljað til,
að þeir hinir sömu menn hafi ekki sjeð
sjer fært að gera eða láta gera þessi sömu
verk, þegar þeir sjálfir voru komnir í
hreppsnefnd. Þetta sannar málsháttinn, að
„hægra er um að tala en í að komast“ og
ennfremur, að viðhorf manna til mála og
ákvarðanir um þau fara oft á annan veg,
þegar menn eru orðnir ábyrgir fyrir þeim.
Jeg neita því síst, að íheldni ýmissa
hreppsnefnda gengur oft og tíðum alt of
langt. Það vill nú oft vera svo, að þetta sje
ýmist í „ökla eða eyra“, því ekki vantar
rm allar bæj arstj órnir frjálslyndið, enda
hafa þær fengið að „kenna á því“ ekki síð-
ur en hinir á íhaldinu. Og víst er ekki
gaman að þessu, þegar alt er ómögulegt
nema hinn gullni meðalvegur, sem enginn
ratar og verður víst ekki lagður í þessari
kreppu frekar en aðrir vegir, sem þó ef
til vill yrðu fjölfarnari.
fsland er ónumið, og vjer viljum allir
það sama, að það verði numið sem fyrst.
En það verður með engu móti fyr gert, en
ef hægt væri að skapa möguleika til stöð-
ugra framkvæmda út um allar bygðir lands-
ins. En vjer íslendingar erum alt of bráð-
látir og lútum ekki svo lágt að skygnast
eftir möguleikum til stöðugra framfara.
Heldur ætlum vjer að gera alt, eitt og ann-
að á 1—2 árum, og ef það er ekki hægt,
þá er talið að ekki sje um neinar framfar-
ir að ræða. Það er margt á síðari árum,
sem bendir á þennan hugsunarhátt. En þá
dreymdi engan um, að „kreppa“ gamla
yrði á ferðinni á 2. eða 3. ári og skipaði
með harðri hendi að hætta þar sem verst
gegndi. En það er ómótmælanleg staöreynd,
að „kreppan" fer langverst með þá, sem
ætla að gera alt strax. Að mínu viti er það
þetta, sem mest stendur eðlilegum fram-
förum í ýmsum hreppum fyrir þrifum: Að
aldrei er til grænn eyrir afgangs brýnustu
þörfum, til að leggja í nauðsynlegustu
framkvæmdir, heldur verður jafnvel þegar
verst gegnir, ráðist í það með dýrum l'áin-
um til stutts tíma, að gera eitt og annað,
sem oft er þá búið að draga svo lengi, að
ekki verður lengur umflúið. Þetta eykur
þá svo mikið álögur, að hreppsfj elögin fá
ekki undir risið, ef nokkuð bjátar á. Þetta
stendur hvað mest hollum og eðlilegum
framförum fyrir þrifum. Það vita þeir sem
nokkuð vilja vita.
Fyrir nokkrum árum kom jeg fram með
eftirfarandi tillögu og lagði fyrir með-
nefndarmenn mína í hreppsnefndinni. Þeim
fanst öllum tillagan orð 1 tíma talað og
mjög athyglisverð. Tillagan hljóðar svo:
Hreppsnefndin hefur ákveðið að leggja
til hliðar á þessu ári — 1000 — eitt þús-
und — krónur — og leggur þar með grund-
völlinn að „Framfarasjóði Akraness“. —
Nefndin óskar þess og leggur áherslu á, að
komandi hreppsnefndir geri hið sama ár-
lega. Hún leggur ennfremur áherslu á,
J