Lögrétta - 01.03.1932, Page 41
193
L ÖGRJETTA
194
vegna heilla hreppsfj elagsins, að hver og
ein hreppsnefnd telji það helga skyldu sína,
að snerta ekki þennan sjóð öðruvísi nje í
öðrum tilgangi en hjer segir: Þegar sjóð-
urinn er orðinn 2000 krónur má hrepps-
nefndin hinn 2. janúar ár hvert taka að
láni úr sjóðnum til 25 ára, gegn 5% árs-
vöxtum '/2 — helming — af þeirri upphæð,
sem sjóðurinn nemur þann dag. Lán má
aldrei veita nema 2. janúar. (Ef lán hefur
ekki verið tekið 2. janúar, má ekki hreyfa
sjóðinn það ár). Ekki má heldur lána úr
sjóðnum stóra eða smáa upphæð, nema
hreppurinn hafi lagt í sjóðinn 1000 kr.
fyrir það ár sem lánið er veitt á. Ekki má
heldur veita lán úr sjóðnum nema hrepps-
nefndin hafi þann dag, sem lánið er veitt,
greitt vexti og afborganir til sjóðsins fyrir
næstliðið ár, (þ. e. sje skuldlaus við sjóð-
inn með vaxta- og afborganagreiðslu).
Þegar finna skal út upphæð þá, sem lána
má úr sjóðnum á hverjum tíma, samkv.
framansögðu, helming, má aldrei leggja
minna en 100 kr. til grundvallar. Ef t. d.
sjóðurinn er 3079 kr., má ekki lána nema
1500 kr. o. s. frv., en það, sem fram yfir er,
leggist ávalt við.
Sjóðinn má aldrei skerða, nje eyða öðru-
vísi en að framan er sagt. Úr sjóði þess-
um má aldrei lána nema hreppssjóði, og að-
cins til þess er hjer segir: Til hverskonar
hafnarbóta sem er og sjóvarnargarða,
sj úkrahúsbyggingar, vatnsleiðslu, raf-
magnsstöðvar, gistihúsbyggingar, skolp-
ræsagerðar, malbikunar vega, barnaskóla-
og leikfimishúsbyggingar, þinghúsbygg-
ingar, framhaldsskóla, land- eða jarðakaupa.
Aldrei má loka svo hreppsreikningi hvers
árs, að ekki sje sjóðnum greitt það sem
tilskilið er. Sjóðurinn ávaxtast í Sparisjóði
Borgarf j arðarsýslu.
Jeg hef nú hjer að framan gert nokkra
grein fyrir því, hver þörf okkur væri á fje
til framkvæmda. Kostur við þessa einföldu
leið til f j áröflunar er margvíslegur og mark-
viss. 1) Þarna safnast á tiltölulega skömm-
um tíma mikið fje. 2) Með þessu safnast
fje án þess nokkur viti af eða finni til
þess. 3) Þetta yrði varasjóður hvers
hreppsfj elags, sem fyrirbygt er að verði
eyðslueyrir. 4) Þetta skapar nú þegar vissu
fyrir því, að hver hreppur geti á sínum
tíma sjálfur sjeð fyrir sínum fjárhagslegu
þörfum til allra framkvæmda, og getur í
sannleika sagt, að ,,betra sje hjá sjálfum
sjer að taka, en sinn bróður að biðja“. 5)
Það tryggir hvert hreppsfj elag, eykur álit
þess og öryggi, það skapar blátt áfram
hyggnari menn, sem kosta kapps um að
auka sjóðnum ásmegin, til framfara fyrir
bygðarlagið. Og það skapar kepni milli
hjeraða. 6) Það safnar saman fje, sem ann-
ars væri ekki til staðar. 7) Það dregur úr
,,kreppunni“ og skapar atvinnu og öryggi.
8) Það vinnur tvöfalt gagn með því að á-
vaxtast í hjeraðinu, til afnota fyrir hjer-
aðsbúa sj álfa.
Eins og jeg gat um, þótti tillaga þessi
athyglisverð, en hún hefur enn ekki kom-
ist hjer til framkvæmda, vegna óvissunnar
um það, hvort næsta hreppsnefnd liti eins
á málið, því hún, eða næstu hreppsnefncíir,
gætu jetið sjóðinn upp, þ. e. gert hann að
eyðslueyri, svo rækilega, að ekki stæði
steinn yfir steini, því enn eru ekki til nein
lagafyrirmæli, sem gætu varnað því.
Jeg skrifa því þessa grein með þeim á-
kveðna ásetningi, að biðja Alþingi að setja.
lög hjer um. Lög, sem skyldi hvert hrepps-
fjelag til að leggja árlega fje í slíkan sjóð.
Núgildandi útsvarslög heimila aðeins að
leggja á fyrir þörfum, þó má leggja á
10% þar framyfir, en þar er vitanlega að-
eins átt við fyrir ýmsum vanhöldum. Er
sú heimild víst óvíða notuð, meira að segja.
1 mínum augum er það stór galli í fari
hreppsnefnda yfirleitt: Hve heimskulegt
það er, að leggja ekki nokkuð meira á, í
afburða góðærum. Ekki til þess að eyða
þá, heldur til þess að geta dregið aftur úr
álögum þegar illa árar, og enginn getur
greitt neitt, til þess þá að geta tekið hjá
sjálfum sjer fje til framkvæmda í erfiðum
árum, þegar lítið er um vinnu. Þetta er
einn stærsti kostur þessarar hugmyndar.
Jeg vil að það verði lögákveðið, að skylda
hreppsnefndir til að leggja til hliðar 2%
af árlegri niðurjöfnun útsvara í líku augna-
miði og hjer hefur verið bent á. Þó sje