Lögrétta - 01.03.1932, Side 45
201
L ÖGRJETTA
202
átt eins góðan og skemmtilegan kennara og
B. M. Olsen.
Annars er það ekki ætlun mín, að fara
að dæma um kennara skólans og kenslu.
Jeg hef minst á þessa tvo af því að dómar
um þá hafa verið meira skiftir en um hina.
Jeg álít að kenslukraftar við skólann hafi
yfirleitt verið góðir. En um hið fyrirskip-
aða nám er öðru máli að gegna. Um þetta
leyti var það orðin nokkuð algeng skoðun
meðal skólapilta, að alt of miklum tíma
væri varið til forntungnanámsins, og undir
þá skoðun var kynt af ýmsum hinum yngri
mentamönnum, einkum þeim, sem gengið
höfðu á Háskólann í Kaupmannahöfn.
Þetta leiddi til breytingarinnar, sem komst
á nokkru eftir aldamótin. Sú breyting var
án efa til bóta, og þær kenningar, sem
síðar hafa komið fram frá ýmsum þeim,
sem útskrifuðust úr skólanum undir eldra
fyrirkomulaginu, að stúdentarnir sjeu yfir-
leitt ver að sjer nú en þá, álít jeg rangar,
og ef farið væri aftur að breyta til og færa
skólann í eldra sniðið, eins og komið hefur
til orða, teldi jeg það afturför.
Þegar litið er yfir samferðamannahópinn
á skólaveginum, sem frá er sagt hjer á
undan, og þess gætt, hve fáir komast alla
leið og verða embættismenn, eins og
stefnt var þó að í fyrstu, þá hlýtur mönn-
um að virðast svo sem þarna sje um all-
erfiða leið að ræða. Einir 6 af 22 komast
í höfn. Báta allra hinna hrekur úr leið,
fyr eða síðar, og þeir lenda hjer eða þar,
eftir atvikum. En samt geta þeir allir hafa
haft meira eða minna gagn af skólaver-
unni. Og þegar litið er nú yfir ferðalagið
úr fjörutíu ára fjarlægð frá fyrsta tak-
markinu, sem var stúdentaprófið, þá sjest,
að ýmsir af þeim, sem ekki náðu höfninni,
hafa engu síður orðið nýtir rnenn í þjóð-
fjelaginu en hinir, sem þangað komust. T.
d. mætti nefna Þorvarð Þorvarðsson, sem
orðið hefur hinn mesti atkvæðamaður í
þeim verkahring, sem hann valdi sjer þeg-
ar hann hætti náminu, forgangsmaður
prentarast j ettarinnar og áhrifamaður í
ýmsum opinberum málum.
Jeg dreg þá ályktun af yfirliti mínu hjer
á undan, að á námsferlinum ættu að vera
sem flestir áfangastaðir, þar sem menn
gætu hætt með einhverjum árangri, þ. e.
prófi, sem verða mætti þeim að einhverju
gagni. Gamla skólafyrirkomulagið hafði
enga slíka áfangastaði aðra en stúdenta-
prófið, og afturhvarf til þess fyrirkomu-
lags teldi jeg því breytingu til hins verra.
Nokkuð bar á því í skólanum, að ein-
stakir piltar hneigðust að ákveðnum náms-
greinum, en vanræktu aðrar. En alt kenslu-
fyrirkomulagið stríddi á móti því, að svo
væri gert, og flestir voru þeir, sem ekki
lögðu stund á eitt öðru fremur, en lásu alt
jafnt, eftir því sem fyrir var sett. Margir
voru ónýtir í stærðfræði, ekki af því að
þeir verðu minni tíma til hennar en annara
námsgreina, heldur af því, að þeir skildu
aldrei undirstöðuatriðin og ímynduðu sjer
svo, að þessa námsgrein gætu þeir ekki
lært. Menn útskrifuðust þá í henni við
fjórðabekkjarpróf, og þess vegna varð sá
bekkur þröskuldur á veginum, sem margir
hnutu um, og sátu þar eftir, þótt þeir
væru sæmilega að sjer í öllum öðrum
greinum.
í árganginum, sem hjer er um að ræða;
voru þeir Sigfús, Magnús og Ásmundur á-
gætir námsmenn. Sama er að segja um
Jóhann Sólmundarson. Sigfús var afburða-
vel að sjer í fornmálunum, svo að jeg
hygg, að um langt skeið hafi enginn út-
skrifast úr skólanum með annari eins
kunnáttu í þeim og hann. Hinir tveir voru
jafnvígir á alt. Pjetur Guðjohnsen lagði
sjerstaklega stund á frönsku, og Hannes Ó.
Magnússon, meðan hann var í skóla, á
ensku. I almennu fjelagslífi skólans tók
jeg einna mestan þátt, eftir að við komum
upp í efri bekkina, var forseti Framtíðar-
innar og fleiri fjelaga í skólanum, og skrif-
aði mikið í blöð og rit skólapilta. En það
gerðu þeir einnig Benedikt GrÖndal og Sig-
fús Blöndal, og Ásmundur Gíslason nokk-
uð. Hann skrifaði m. a. langa og skemti-
lega ferðasögu um för okkar austanpilta
og norðanpilta suður til skólans eitt haust-
ið. Benedikt Gröndal var alla okkar skóla-
tíð umsjónarmaður í bekknum, og leysti
starf sitt svo vel af hendi, að þar varð