Lögrétta - 01.03.1932, Side 49

Lögrétta - 01.03.1932, Side 49
209 LÖGRJETTA 210 fýsi og lipurð, og sá á borðinu hjá honum Eimreiðina. Flutti ritið kvæði Þorsteins Er- lingssonar „Kossinn“, mjög langt en smell- ið, gamansamt og kjarngott. Þessi tegund kveðskapar var mjer al- gerð nýjung; því þá hafði jeg naumast heyrt nafnið á „Don Juan“ Byrons. Ekki kom Ólafur heim að sinni og gekk jeg út í Melahóla og hugleiddi þessa dá- semd, sem mjer þótti kvæðið. Þegar jeg kom til baka var ljós að sjá í hverjum glugga og gekk jeg í húsið. Inni sat þar margmenni við góðan viður- gerning; þar og þá eignaðist jeg góðkunn- ingja, Guðjón Sigurðsson úrsmið — en ekki vissi jeg af því fyr en löngu síðar. Var þá tekið til skemtunar, að allir viðstaddir skyldu „gefa númer“, sem svo var nefnt, syngja lag, segja sögu, þylja kvæði. Þegar röðin kom að mjer, stóð jeg upp svo sem tilskilið var og þuldi „Kossinn“ við- stöðulaust; hjeldu víst allir að jeg hefði setið með sveitan skallan við lærdóm þenn- an, en svo var ekki. Auk okkar voru þarna staddir Þórður Pálsson læknir í Borgarnesi, síðar mágur minn, Hinrik Erlendsson, þá á læknaskólan- um og síðar hjeraðslæknir í Hornafirði, báð- ar systur Ólafs, þær Guðrún og Sigríður og einhverjir fleiri, sem jeg kann nú ekki að greina í svipinn. Mörgum árum síðar heimsótti jeg síra Valdimar Briem á Stóra-Núpi. Kemur hann betur og síðar við sögu þessa. Spurði hann mig þá hvort jeg væri sami merakóngurinn og þegar jeg var að læra undir skóla hjá honum á fermingaraldri; sagði jeg honum þá lit og nöfn allra hestanna hans og sama um flesta reiðhesta bænda í Gnúpverja- lireppi og margra annara í Árnessýslu og víðar að, sem jeg hafði sjeð í rjettum, við kirkju, eða á ferðalagi. — Mjer hefur orðið skrafdrjúgt um þetta minni mitt í æsku og að sumu leyti fram að þessu, því það hefur margsinnis komið mjer að miklum notum, bæði fjárhagslega og á annan hátt. Skal jeg nú ekki orð- lengja þetta minnismas, en saklaust er þótt jeg bæti einni smásögu við. Óvandaður málasnápur ljet leggja þá spurningu fyrir mig í rj ettarhaldi, hvort jeg mundi endurþekkja útlendan sjómann, sem hafði rænt, eða stolið hænsnum um næturtíma úr kofa hjer í Reykjavík. Honum, málamanninum, var kunnugt um það, að jeg hafði verið á ferli um nóttina cg við vín. Sigurður Sigurðsson. Jeg svaraði hiklaust já — og bætti við, að mjer væri hann einkum minnisstæður vegna þess. að hann hefði haft ör, stórt og' mikið frá munnvikinu og út að eyra; mað- urinn var látinn koma inn i rjettarsalinn, en jafnskjótt sem hann sá mig, fór hann að kjökra og sagði: „I killed the hens“ (Jeg drap hænsnin). Maðurinn var sonur auðugs útgerðar- manns í Skotlandi og því góðra gjalda að vænta fyrir verjandann. Einhverju sinni fyrir fáum árum gerði jeg tilraun um minni annara manna. Jeg sat einn góðviðrismorgun á tröppun- um við hús mitt, Arnarholt, í Vestmanna- eyjum; hafði jeg hjá mjer blað og blýant og ritaði jafnskjótt sögusögn eða framburð þeirra, sem fram hjá mjer gengu. Blöðun- um hef jeg glatað, en þeir voru eitthvað um tuttugu, sem jeg yfirheyrði í þessum rjettarhöldum. Sýnishorn: Ilverjum mættirðu? Svör: 1. Það man jeg ekki.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.