Lögrétta - 01.03.1932, Síða 51

Lögrétta - 01.03.1932, Síða 51
213 LÖGRJETTA 214 nefndi blátt áfram Ólsen, eins og' allir aðrir, ljet mig ganga í barnaskóla Reykjavíkur; skóli sá stóð þar sem nú stendur Síma- stöðin gamla. Ilann hlýddi mjer sjálfur yfir hverja ein- ustu lexíu, áður en jeg fengi að fara út og leika mjer. Við vorum þá látin læra söngfræði, börn í barnaskóla! Þegar komið var aftur í „dúr‘ (: douros —- harður) og „moll“ (rmollis = mjúkur, mildur) sagði Ólsen við mig: „Segðu hon- um Jónasi (þ. e. Helgasyni organista), að þú sjert svo lítill, að þú getir ekki skilið þetta“. Jónas kallaði mig fyrstan; en jeg sagði eins og mjer var upp á lagt. „Sagði hann það? Farðu þá“, sagði Jónas og kall- aði einhvern annan. Sjálfur hafði Ólsen lært „theoretisk Musik“ í Kaupmannahöfn. Það var líkast því, sem Ólsen hefði lært flest millum himins og jarðar — sem af bókum verður lært. Og minni hans var frábært. Einhverju sinni las hann fyrir mig próf- arkir að kvæðabók minni, sem jeg nefndi blátt áfram Ljóð, meðfram vegna þess að jeg var íarinn að fá óbeit á öllu því titla- togi, sem skáldin voru þá að spreyta sig á, þegar þeir sendu frá sjer syrpumar. Hann las sex prófarkir að bókinni og er hún prentvillulaus; er mjer ókunnugt um aðrar íslenskar bækur þannig úr garði gerðar. Gamansamur ljóðdómari mintist á þetta í blaði og sagði það vera gott og blessað, en hitt hefði samt verið betra, ef eitthvað „positivt gott hefði verið við kverið“. Ólsen sagði um „Auði Gísla Súrssonar“, að sjer þætti það ágætt, en „blessaður settu ekki: hjartað friða á prjónasýsli“. Jeg spurði hvers vegna. „Veistu það ekki, að hún kunni ekki að prjóna. Settu „vefja- sýsli“. Prjónles var ekki til á íslandi fyr en löngu síðar. Svo jeg lagaði þetta. Einnig hafði jeg skrifað: „Konu minni Önnu Pálsdóttur tileinka jeg þessi Ljóð“, sem hann líka leiðrjetti. „Þetta er dönsku- sletta“, sagði hann og færði jeg til betri vegar. Kvæðið um Auði höfðu margir góðir menn lesið í „Ingólfi“, en enginn rekið aug- un í þennan ágalla, eða ekki vitað betur, en jeg. Fyrsta eintakið, sem jeg eignaðist af kvæðakveri mínu færði jeg Ólsen að gjöf og gaf hann mj er þá hundrað krónur, sem hann tók úr veski sínu; hann bar alla jafna mikið fje á sjer. Nokkru síðar sagði hann við mig: „Þú ættir að yrkja meira, Siggi. Mjer þykir þú yrkja betur en hinir“. Jeg furðaði mig mjög á þessu og sagði í hreina sakleysi: „Góði, hvað segirðu um þinn fína vin, Hannes?“ (:Hafstein). „Uss, þú yrkir miklu betur, það er miklu vandaðra hjá þjer“. Hann átti vitanlega við formið, sem H. H. kastaði oft höndunum til. — Fóstri minn átti mjög mikið bókasafn og gat gengið að hverri bók sinni í kol- svarta myrkri. Hann varð því stundum gramur við mig, ef jeg tók bók úr skáp og ljet ekki aftur á rjettan stað. Jeg hafði þann ósið, eins og margir ungl- ingar, að jeg fleygði fötum mínum í allar áttir, þegar jeg var að hátta. Einhverju sinni kom fóstri minn heim síðla kvölds og leit inn til mín og sá föt mín liggja víðs- vega á stólunum. Hann horfði um stund á þetta og sagði: „Ætlarðu að verða sjentil- maður, eða dóni?“ Svo bætti hann við og talaði fremur við sjálfan sig, en mig, að því er mjer virtist: „Allir dónar eru óreglu- menn“. Þá var siður sá, að allir eða flestir pukr- uðu með vín. Aldrei gerði fóstri minn það. Þegar hann var á ferðalagi, sem nokkru nam, hafði hann meðferðis töskuhest og stóðu þá flöskustútarnir upp úr tveim smá- hólfum framan á töskunni og aðrir tveir aftan á. Og öllu raðaði hann í töskuna á vísindalegan máta; það var efst sem hann þurfti oftast að grípa hendinni til. Hann var svefnljettari, þurfti skemur að sofa, en aðrir menn; las mikið í rúminu fram eftir nóttu. Einn vetur las hann Shakespeare allan á frummálinu, enda var Ólsen framúrskarandi vel að sjei í enskri tungu, las, ritaði og talaði viðstöðulaust. Jeg kom þá einu sinni síðla heim af stúd-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.