Lögrétta - 01.03.1932, Qupperneq 54
219
LÖGRJETTA
220
núpi. Steinn fylgdi okkur einhverju sinni
yfir Rangársand og töluðu heir, ólsen og
hann alla leiðina um Njálu. En Brynjólfur
fylgdist með Ólsen, sjera Valdemari, Hann-
esi Hafstein, Tvede lyfsala o. fl. inn í Gjá
í Þjórsárdal, og varð nokkuð kendur, af
sama sem engu áfengi; hann holdi ekki vín
og fór að garga vísu æ ofan í æ: „Þjóð-
frelsis viský á þjóðfrelsisstund“ o. s. frv1.,
en ekki lærði jeg nema upphafið.
Okkur leiddist þessi sónn í Brynjólfi;
einkum ljet Hannes það í ljósi, en ekki sást
eða heyrðist neitt í þá átt til Ólsens. Hann
bar svo mikla virðingu fyrir viðleitni þessa
sjúka og fátæka manns til fróðleiks og
þekkingar.
— Stafsetningardeila sú, sem' háð var
hjer um árið, mun mörgum minnisstæð,
sem komnir eru til ára sinna. Lítilsháttar
vil jeg víkja að henni og má með sanni
segja, að flest geta menn gert sjer til óvin-
áttu efnis, ef því er að skifta, þegar farið
er að berast á banaspjót um „rj ett“ritunar-
reglur; en svo var hjer.
Ólsen var mjög íhaldssamur í aðra rönd-
ina, en á undan sínum tíma í hina.
Hann vildi láta rita sem líkast mæltu
máli, og þarf ekki að rista djúpt til þess
að sjá það, að ritað mál er og verður aldrei
annað, en afskræmi talmálsins, eða upp-
bót. Því fæstir eru svo ritfærir að lesand-
inn heyri og sjái höfundinn sem ritar; en
undir því er oft og einatt mjög mikið
komið.
Stafsetningardeilan snerist að miklu
leyti um skegg keisarans, ý og z.
Röksemdirnar, sem fluttar voru af íhalds-
mönnum voru þær helstar, að það mundi
spilla útliti ritaðs máls að sleppa stöfunum
og erfiðara mundi verða fyrir almenning,
að átta sig á uppruna orðanna. Til gamans
sjálfum sjer og háðs handa öðrum bjuggu
þeir til þennan samsetning: „Væna á hann
sinina". En þeir gættu þess ekki, að rjett
þolfall fleirtölu sonar er sonu, en ekki syni
— fyr en síðar í talmáli.
Man jeg vel, að Ólsen brosti þegar Ei-
ríkur gamli á Reykjum á Skeiðum sagði
við okkur, orðinn sjónlaus og kominn í
kör, að annaðhvort hann sjálfur, eða sá
sem hann ræddi um, ætti sjö sonu. Ekki
man jeg hvort Ólsen laut svo lágt í deilunni
að minnast á útlit ritaðs máls, enda mun
það fara eftir rithönd manna og furða, að
mentamenn skuli skreiðast að slíku.
Ólsen hjelt fyrirlestur urp stafsetning í
Fjalakettinum, sem svo var nefndur vegna
þess, að þar var „Balkon“; hafði jeg aldrei
sjeð þannig húsum háttað fyr. Bauð hann
þangað Birni ritstjóra Jónssyni og fleirum
samherjum hans í þessu máli. En þeir
komu ekki, nema Þorsteinn Erlingsson
skáld; var haldið, að hann hefði verið send-
ur þangað. Heyrði jeg þetta borið upp á
hann löngu síðar í samdrykkju, en hann
þrætti fyrir með þeim hætti, að jeg hef
aldrei síðan efast um að hann sagði ósatt.
Um það leyti, sem Ólsen ætlaði af stað,
fjekk hann brjef frá Birni Jónssyni, las
það og stakk í ofninn. Líklegt þykir mjer,
að þeir einir hafi vitað efni brjefsins.
Halldór Friðriksson, sem fylgdi ólsen
af alhug í þessu máli, þakkaði honum með
handabandi fyrir lesturinn og sagði upp
vfir alla: „Við gerðum það gott!“
Reykjavíkurbær var þá ekki stærri eða
smærri, eftir því sem það er tekið, en það,
að flokkadráttur varð um þennan hjegóma
— Ólsen var mjög gestrisinn, að því
leyti sem honum var unt, heimilislausum
manni. Veitti vín, vindla og fínar, útlendar
kökur, ef gestir höfðu konur með sjer; á-
vexti átti hann líka, epli, appelsínur og
sykraða — „candiseret“ — ávexti, sem
hann pantaði frá Mey & Edlich í Þýska-
landi; þá sá jeg fyrst hjá honum.
Hann sameinaði það, sem fáum er gefið á
þessu sviði, sparsemi og risnu.
Þegar hann skrapp á hestbak, eða í löng
ferðalög landveg, tók hann æfinlega eitt-
hvað af sínum gömlu fötum og átti hann
mestan fatnað, sem jeg hef vitað í eins
manns eigu, marga pípuhatta, þrjá kjól- ,
klæðnaði, marga yfirfrakka og alt eftir
þessum brjefum. Sama er að segja um vín-
föngin; hann átti alla jafna mikið vín í fór-
um sínum, bæði í klæðaskápnum, sem var
tvísettur og í kjallaranum undir skólagang-
inum.
Keypti hann margar flöskur í einu af j
A