Lögrétta - 01.03.1932, Blaðsíða 57
225
LÖGRJETTA
226
Það sem að hefur verið undanfarið og
og skapað ýms erfið vandamál, hefur verið
hugsunarháttur fólksins að ýmsu leyti.
Þótt ekkert afhroð hafi verið goldið í lífs
eða limatjóni eða eigna í landi hjer sem í
ófriðarlöndunum, hafa margir straumar og
stefnur borist hingað frá umheiminum, sum-
ir hverjir miður heillavænlegir, en á sínum
stað eða stöðvum sprottnir upp úr öl1 uróti
hræðilegra hörmunga, sem við vorum laus
við.
I raun og veru er það bláber slysni að
ýmsir straumar hafa borist hingað, meðal
annars of háar kröfur og hóflaus eyðsla á
ýmsum sviðum, sem við ekki höfum haft
ráð á. En nú er komið sem komið er og ber
að taka því.
Það hafa fleiri en einn sagt mjer frá sinni
efnahagsbaráttu í uppvexti og fram eftir
aldri, þeir er síðar urðu sjálfstæð'r menn
og bjargvættir annara.
Þeir lögðu hart á sig, þeir neituðu sjer um
svo feikimargt er fjölda manna á þeirra
aldri og í líkri stöðu kom eigi til hvgar að
neita sjer um. Það var mark þeirra og mið
að verða sjálfstæðir og öðrum óháðir, og
það tókst. Þeir voru eða byrjuðu sem blá-
snauðir unglingar, en þeir spöruðu hvern
eyri og unnu með fádæma atokru að því
fyrst og fremst að verða sjálfbjarga Síðan
uxu efnin og efnin urðu að lokum að auð,
af því að hinni upphaflegu stefnu var s'ðan
haldið og hver ný reynsla var látin verða að
kenningu. Og þannig gengur það fjölvíða
til, að þetta er grundvöllurinn að efnalegu
sjálfstæði, að setja sjer ungur stöðugt mark
og mið, sem síðan er ekki vikið frá að neinu
marki.
Það er ætlun margra manna, að á landi
hjer sje einhleypt fólk eigi betur statt efna-
lega heldur en fjölskyldufólk. Á undanförn-
um tímum er slíkt fólk hefur unnið fyrir
háu kaupi, hefði útkoman átt að vera sú,
að það hefði verið betur statt. Þegar mat-
gjafirnar byrjuðu í Reykjavík í vetur, var
mjer sagt að svo virtist sem einhle>pingar
ættu bágast svona yfir höfuð að tala, síð-
an veit jeg ekki sjerstaklega um það. Ef
svo hefði verið eða væri, væri þetta öfugt
við það sem virðist að ætti að vera. En svo
mikið má segja, að margur, bæði karl og
kona, sem um langan tíma, mörg ár, hefur
unnið fyrir mjög háu kaupi og eigi sparað
að gera háar kröfur, á lítið eða ekkert til.
Við vitum að á voru landi fara miljónir
í áfenga drykki. Það eru ekki fáeinir menn
sem súpa þessa sopa, þetta eru menn víðs-
vegar um allt landið. Þetta er óhæfileg
eyðsla og fátækt land, sem berst í bökkum,
hefur alls ekki efni á því. Og þó sumt af
því sem gefið er fyrir þetta sje tilfæ sla,
er mikið af því eyðsla út úr landinu. út í
bláinn.
Stórar upphæðir fara fyrir barnagull og
allskonar glingur, einskisvert. fánýtt gling-
ur. Áður fyr urðu börnin að láta sjer nægja
með fugla og dýr úr ýsubeinum og undu
þau sjer hið besta við. Jeg geri ekki ráð
fyrir að nútímaböm sjeu nokkru ánægðari
ð sín margbreyttu, dýru gull.
Stórar og ægilegar upphæðir fara fyrir
bíómyndir út úr landinu. Mjer er þó grunur
á að eigi hafi þær yfirleitt það menningar-
gildi, að fyrir þær sje gefandi stórfje ár-
lega. 0g eitthvað er bogið við þær sumar,
því einatt sjer maður auglýst: Börn fá ekki
aðgang. Hversvegna ekki að lofa þeim að
sjá það sem er gott og göfgandi?
Ægilegar fjárhæðir fara út úr landinu
fyrir grammófóna og plötur. Það er orðin
hreinasta tíska, faraldur liggur mjer við að
segja, að eiga grammófón, og er jeg þó
persónulega sannfærður um, að grammó-
fónninn er síst til þess fallinn að vekja eða
glæða sannan söngsmekk almennings.
Feikilegar upphæðir fara út úr landinu
fyrir silkivarning, silkisokka og baðmullar
sokka og er nú ilt til þess að vita, að ná-
lega samtímis er ullin okkar verðlítil, ná-
lega verðlaus.
Jeg hef sag-t að kreppan sje mest sprott-
in af eyðslu og jeg treysti mest á aðgerðir
einstaklinganna en ekki stjórnanna til þess
að ráða bót á henni. Jeg set hjer fram í
stuttu máli hugmynd mína um þetta. Hún
er einskonar tíu ára áætlun um sparnað ein-
staklinganna, um það, að þeir neiti sjer um
ýmsa eyðslu, en leggi í þess stað fje inn á
sparisjóðsbók, þótt ekki væri um mikið að