Lögrétta - 01.03.1932, Síða 58

Lögrétta - 01.03.1932, Síða 58
227 LÖGRJETTA 228 ræða í einu þá safnast þetta furðu fljótt. Ef allur landslýður er um 108 þúsundir og 5 menn í heimili til jafnaðar, eru heimilin 21600. Ef hver maður á hverju heimili spar- aði þó ekki væri nema 10 kr. á ári, yrðu það 226.728 kr. með vöxtum, en á 10 árum 2 miljónir 160 þús. án vaxta. Ef hvert heim- ili sparaði 20 kr. á ári yrðu það 4 milj. 320 þús. kr. á 10 árum. Menn skilja þetta máske betur með því að athuga sína sveit. Jeg tek dæmi, Kjósina. Heimilin má telja 52. 10 kr. sparaðar á heimili nema 520 kr. á ári og 5200 kr. í 10 ár án vaxta. Jeg geri ráð fyrir því, að hjá flestum mundu slæðast fleiri en 10 kr. á ári. Hugmynd mín er sú, að menn fengju sjei' til þessa spamaðar sjerstakar sparisjóðsbækur og merktu þær: Tíu ára áætlun. Það er að vissu leyti lík hugmynd sem liggur til grundvallar að stofnun söfnunar- sjóðsins, en sú hugmynd hins merka gáfu- manns, Eiríks Briem, hefur orðið að miklu gagni. Ágúst prófessor Bjarnason hefur komið fram með hugmynd, sem er líks eðl- is, en á öðrum grundvelli. Jeg tala máli þessarar sömu grundvallarhugsunar þótt jeg vilji reyna nýja aðferð. Á þessu máli er fjárhagsleg og uppeldisleg hlið. Gildi fjárhagshliðarinnar sjest á því, sem jeg nefndi áður, að við einungis 10 króna árs- sparnað á heimili safnast á 10 árum nærri hálf þriðja miljón króna. Uppeldishliðin er fólgin í því, að menn yrðu að temja sjálfa sig, ala sig upp í hollri fjárhagslegri bind- indisstarfsemi og sjálfsafneitun, sem hefði gildi fyrir margt fleira en þetta eitt. Tíu ára áætlunin safnar fje og kennir mönnum það sem hvað nauðsynlegast er að kunna í kreppu, að spara og að hafa forsjálni og ábyrgðartilfinningu í meðferð fjár síns. Þess vegna er 10 ára áætlunin fjárhagsmál og uppeldismál. A t h s. Grein þessi er útdráttur úr fyr- irlestri, sem höf. flutti síðastliðinn vetur í ungmennafj elaginu „Drengur“ í Kjósinni, og hefur hugmynd hans þegar fengið þar mikið fylgi. MENTAMÁLA BÁLKUR— ------- LÖGRJETTU Trú og vísíndí Umræðurnar um trú og vísindi hafa verið miklar á síðustu árum, bæði af hendi vísindamanna og kirkjunnar manna. Að vissu leyti hefur orðið nokkur breyting á afstöðu þessara flokka á síðustu árum, þannig, að margir eru farnir að tala um það, að ekki sje eins mikið djúp milli trú- ar og vísinda eins og flestir hjeldu í lok síðustu aldar, þegar þróunarkenning Dar- wins var ný af nálinni og uppgangur nátt- úruvísindanna hvað mestur. Sammála eru menn þó ekki um þetta. Fróðlega og merki- lega hugmynd um ástandið, eins og það er nú má fá í enskri bók, sem nýlega er komin út (hj:á Benn) og heitir „Trú vís- indamanna“ (The Religion of Scientists). Þessi bók er skýrsla um svör tvö hundruð fjelaga í konunglega vísindafj elaginu bretska við nokkrum spurningum, sem kristnifræðafjelagið (Christain Evidence Society) sendi þeim, og lúta allar spurn- ingarnar að trúarskoðunum þeirra og af- stöðu vísinda og trúar. Ýmsir af þeim, sem spurðir voru, svör- uðu ekki, eða skýrðu frá því í sjerstöku svari hvers vegna þeir gætu ekki, eða vildu ekki svara einstökum spurningum. Sumir töldu slíkar spurningar tilgangslausar, aðr- ir töldu trúarskoðanir sínar einkamál, og enn aðrir álitu að spurningarnar væru svo óljósar, hugtökin svo teygjanleg, að þeim yrði ekki svarað nema í löngu máli og með mörgum skýringum. Samt urðu þeir marg- ir, sem svöruðu einhverjum eða öllum spurningunum og meðal þeirra ýmsir mjög þektir og merkir vísindamenn. 8r tíl andlegur heímur? Fyrsta spurningin var sú, hvort vísinda- mennirnir tryðu á tilveru andlegs heims, eða sviðs (spiiitual domain). Við þessari spurningu var 121 svar játandi, 3 neitandi og 66 svöruðu annaðhvort ekki, eða ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.