Lögrétta - 01.03.1932, Qupperneq 58
227
LÖGRJETTA
228
ræða í einu þá safnast þetta furðu fljótt.
Ef allur landslýður er um 108 þúsundir og
5 menn í heimili til jafnaðar, eru heimilin
21600. Ef hver maður á hverju heimili spar-
aði þó ekki væri nema 10 kr. á ári, yrðu
það 226.728 kr. með vöxtum, en á 10 árum
2 miljónir 160 þús. án vaxta. Ef hvert heim-
ili sparaði 20 kr. á ári yrðu það 4 milj.
320 þús. kr. á 10 árum. Menn skilja þetta
máske betur með því að athuga sína sveit.
Jeg tek dæmi, Kjósina. Heimilin má telja
52. 10 kr. sparaðar á heimili nema 520 kr.
á ári og 5200 kr. í 10 ár án vaxta. Jeg
geri ráð fyrir því, að hjá flestum mundu
slæðast fleiri en 10 kr. á ári. Hugmynd
mín er sú, að menn fengju sjei' til þessa
spamaðar sjerstakar sparisjóðsbækur og
merktu þær: Tíu ára áætlun.
Það er að vissu leyti lík hugmynd sem
liggur til grundvallar að stofnun söfnunar-
sjóðsins, en sú hugmynd hins merka gáfu-
manns, Eiríks Briem, hefur orðið að miklu
gagni. Ágúst prófessor Bjarnason hefur
komið fram með hugmynd, sem er líks eðl-
is, en á öðrum grundvelli. Jeg tala máli
þessarar sömu grundvallarhugsunar þótt
jeg vilji reyna nýja aðferð. Á þessu máli
er fjárhagsleg og uppeldisleg hlið. Gildi
fjárhagshliðarinnar sjest á því, sem jeg
nefndi áður, að við einungis 10 króna árs-
sparnað á heimili safnast á 10 árum nærri
hálf þriðja miljón króna. Uppeldishliðin er
fólgin í því, að menn yrðu að temja sjálfa
sig, ala sig upp í hollri fjárhagslegri bind-
indisstarfsemi og sjálfsafneitun, sem hefði
gildi fyrir margt fleira en þetta eitt. Tíu
ára áætlunin safnar fje og kennir mönnum
það sem hvað nauðsynlegast er að kunna í
kreppu, að spara og að hafa forsjálni og
ábyrgðartilfinningu í meðferð fjár síns.
Þess vegna er 10 ára áætlunin fjárhagsmál
og uppeldismál.
A t h s. Grein þessi er útdráttur úr fyr-
irlestri, sem höf. flutti síðastliðinn vetur í
ungmennafj elaginu „Drengur“ í Kjósinni,
og hefur hugmynd hans þegar fengið þar
mikið fylgi.
MENTAMÁLA BÁLKUR—
------- LÖGRJETTU
Trú og vísíndí
Umræðurnar um trú og vísindi hafa
verið miklar á síðustu árum, bæði af hendi
vísindamanna og kirkjunnar manna. Að
vissu leyti hefur orðið nokkur breyting á
afstöðu þessara flokka á síðustu árum,
þannig, að margir eru farnir að tala um
það, að ekki sje eins mikið djúp milli trú-
ar og vísinda eins og flestir hjeldu í lok
síðustu aldar, þegar þróunarkenning Dar-
wins var ný af nálinni og uppgangur nátt-
úruvísindanna hvað mestur. Sammála eru
menn þó ekki um þetta. Fróðlega og merki-
lega hugmynd um ástandið, eins og það er
nú má fá í enskri bók, sem nýlega er
komin út (hj:á Benn) og heitir „Trú vís-
indamanna“ (The Religion of Scientists).
Þessi bók er skýrsla um svör tvö hundruð
fjelaga í konunglega vísindafj elaginu
bretska við nokkrum spurningum, sem
kristnifræðafjelagið (Christain Evidence
Society) sendi þeim, og lúta allar spurn-
ingarnar að trúarskoðunum þeirra og af-
stöðu vísinda og trúar.
Ýmsir af þeim, sem spurðir voru, svör-
uðu ekki, eða skýrðu frá því í sjerstöku
svari hvers vegna þeir gætu ekki, eða vildu
ekki svara einstökum spurningum. Sumir
töldu slíkar spurningar tilgangslausar, aðr-
ir töldu trúarskoðanir sínar einkamál, og
enn aðrir álitu að spurningarnar væru svo
óljósar, hugtökin svo teygjanleg, að þeim
yrði ekki svarað nema í löngu máli og með
mörgum skýringum. Samt urðu þeir marg-
ir, sem svöruðu einhverjum eða öllum
spurningunum og meðal þeirra ýmsir mjög
þektir og merkir vísindamenn.
8r tíl andlegur heímur?
Fyrsta spurningin var sú, hvort vísinda-
mennirnir tryðu á tilveru andlegs heims,
eða sviðs (spiiitual domain). Við þessari
spurningu var 121 svar játandi, 3 neitandi
og 66 svöruðu annaðhvort ekki, eða ekki