Lögrétta - 01.03.1932, Qupperneq 59

Lögrétta - 01.03.1932, Qupperneq 59
229 LÖGRJETTA 230 ákveðið játandi eða neitandi. Svörin eru annars nokkuð sundurleit. Bertrand Russel jarl segist ekki vita við hvað sje átt með slíkri spurningu. Prófessor J. S. Haldane svarar: Já, og jeg held að annað svið sje ekki til (en það andlega). Sagnfræðingur einn segist ekki trúa á þetta í sama skiln- ingi og spiritistar, og próf. Winogradsky segir að engar fullnægjandi sannanir sjeu til fyrir sálrænum fyrirbærum án einhvers efnis. Próf. Farr (eðlisfræðingur í Nýja Sjálandi) segir, að í náttúruvísindum nú- tímans sje ekkert, sem geri það óm-öguleg't að trúa á tilveru andlegs heims, aðgreinds frá efnisheiminum, en hinsvegar sjeu sann- anir fyrir tilveru hans ennþá ekki til, og svarið við þessu sje nátengt svarinu við annari spurningu, þeirri, hvort persónu- leiki manna sje til eftir líkamsdauðann. Stærðfræðingurinn próf. Jeffery segir, að hlutverk sitt sje það, að skilja alla reynslu sína eftir föngum, sumar staðreyndir geti hann skilið frá sjónarmiði efnislegs heims, en aðrar verði skiljanlegri frá öðrum sjónarmiðum. „Jeg tel mjer frjálst að nota öll sjónarmið, sem fólgin eru í orðunum vísindi, list, trú o. s. frv. Þau eru ekki heimar eða svið. En ef átt er við þetta: Er andlegt viðhorf (aspect) á reynslunni að minsta kosti eins gott og gilt og efnis- legt viðhorf, þá segi jeg já“. Watson, pró- fessor í dýrafræði og samanburðar anato- miu við Lundúna háskóla segir: Auðsjáan- lega eru til svæði mannlegrar starfsemi (s. s. list) sem ekki verða skilin með vís- indalegum aðferðum. Eðlisfræðingur einn svarar: Þetta er það eina sem jeg trúi (að andlegur heimur sje til) því að hugsun og tilfinning — hvorutveggja andleg — eru það eina, sem jeg veit um beinlínis. Tilgát- ur vísinda og trúar, sem eru bygðar á og úr þessum tilfinningum og hugsunum, viður- kenni jeg einungis sem hjálp. Ber maðurínn ábyrgð gerða sínna ? Önnur spurningin, sem lögð var fyrir vís- indafjelagsmennina, var sú, hvort þeir á- litu, að maðurinn væri að einhverju leyti ábyrgur fyrir gerðir sínar. Sjö neituðu þessu, en 173 játuðu því, en 20 svöruðu ekki, eða ekki ákveðið. Meðal þeirra, sem neituðu, voru Hardy, stærðfræðaprófessor í Oxford og Walker prófessor í veðurfræði, en meðal þeirra, sem svöruðu játandi voru Max Planck, Sir Oliver Lodge, Sir Flinders Petrie, Soddy prófessor í efnafræði í Lond- on o. fl. Russel jarl sagði að spurningunni væri ekki hægt að svara, af því að „ábyrg- ur“ væri svo óákveðið hugtak. Prófessor Bordet, Nobelsverðlaunamaður í læknis- fræði og prófessor í gerlafræði í Brússel segir: Gerðir mannsins eru komnar undir heilbrigði líffæra hans og lífeðlisfræðilegu ástandi hans. Prófessor Mordell, háskóla- kennari í hreinni stærðfræði í Manchester, segir að „maðurinn hagi sjer eins og hann væri ábyrgur gerða sinna og að það sje þægilegt fyrir þjóðfjelagið, að gera ráð fyrir því, að hann sje það, en í sjálfu sjer muni hann ekki vera það“. Lávarðurinn Sydenham of Comb segir, að alment talað sjeum við ábyrgir gerða okkar í hlutfalli við þær gáfur, sem við höfum hlotið að erfðum, fyrir eftirdæmi, uppeldi og reynslu. Svörin við þessum spurningum eru annars almenns eðlis í þær áttir sem nú hefur verið lýst. Quð og þróun og sköpun Þriðja spurningin var svona: Álítið þjer að trú á þróun sje samræmanleg við trú á skapara? 142 svöruðu já, 23 nei og 52 voru óvissir. Prófessor einn í tfnafræði segir: Ef með skapara er átt við persónu- legan skapara eins og honum er lýst í Mósebókunum, er svarið neitandi. Ef orðið á að tákna ópersónulegt sköpunarstarf sem framleiði allan heiminn og lögmál hans, væri ekkert ósamræmi í þróuninni, þvert á móti“. „Þróun er staðreynd, fundin með at- hugun. Við getum ekkert vitað um skap- ara“, segir svissarinn prófessor Heim. Pró- fessor Mac Bride, dýrafræðingurinn segir: „Eitthvert afl hlýtur að vera að baki al- heiminum, þar sem vitsmunir mannsins hafa komið úr heiminum og vegna þeirra einna vitum við eitthvað. Þetta afl hlýtur að vera vitsmunaafl, þ. e. hlýtar að vita og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.