Lögrétta - 01.03.1932, Qupperneq 61
233
LÖGRJETTA
234
Guðsþjöllín og auðæfí
Menn ræða nú mikið og deila um afstöðu
trúar og þj óðfj elagsmála, einnig hjer á
landi. Ýmsum mun því þykja í því nokkur
fróðleikur, að sjá hvaða skoðanir einn helsti
og besti kennimaður ensku kirkjunnar,
lnge dómkirkj uprestur, hefur á slíku og er
því birt hjer þýðing á grein, sem hann hef-
ur skrifað um þetta í nýjustu bók sinni
(More Lay Thoughts of a Dean).
Hugsanleg er þrennskonar afstaða guð-
spjallanna gagnvart fjármálum. Við gætum
hugsað okkur að milli þeirra væri ekkert
samband, þar sem trúin á við svið sálar-
innar, en fjármálin við líkamann. Það er
þá, eins og ameríkumaður einn komst að
orði, að blanda saman trú og verslun er að
spilla tveimur góðum hlutum. Við gætum í
öðru lagi álitið kristindóminn, eins og
kommúnistar og flestir jafnaðarmenn meg-
inlandsins gera, aðalhindrun þess, sem þeir
kalla þjóðfjelagsrjettlæti.
„Byltingin, sagði Bebel, afneitar allri
trú“. „Fyrsta orð trúarinnar, sagði Engels,
er lygi“. „Guðshugmyndina verður að eyði-
leggja, sagði Marx, hún er hyrningarsteinn
öfugsnúinnar menningar“. „Trúin er ópíum
alþýðunnar“, sagði Lenin. Þeir sem þessum
kenningum fylgja æskja engrar nýrrar
trúar í stað guðspjallanna, þeir eru blátt
áfram efnishyggjumenn og guðleysingjar.
í þriðja lagi gætum við hugsað okkur það,
að guðspjöllin, rjett skilin, væru byltinga-
rit. Magnificat er byltingakendara en Rauði
fáninn. Jesús er le bon sans-culott, ákveð-
inn vinur hinna undirokuðu. Þessi síðast-
nefnda skoðun er mjög algeng í Englandi,
þar sem jafnaðarstefnan er í heild sinni ekki
andstæð kristindómi. Kirkj uleiðtogar, eins
og Gore biskup, hafa lýst því yfir, að þjóð-
skipulag nútímans valdi þeim sáru samvisku-
biti, eftir að þeir hafi lesið guðspjöllin. Ilvor
er fjarlægari kristindóminum, ríki maður-
inn, sem hugsar eins og bóndinn hjá Ten-
nyson, að argur sje öreiginn í hreysi sínu,
og byggir í iðni sinni hvert húsið af öðru og
ræktar hvern blettinn af öðrum, eða efnis-
hyggj uj afnaðarmaðurinn hjá Kirkwood,
sem segir að „í heiminum sje aðeins til eitt
fyrirlitlegt mein, fátæktin" ?
Sannleikurinn er sá, að báðir hafa sama
matið — eignin er í þeirra augum kjarni
lögmálsins og alt fagnaðarerindið. Einn
tekur alt sem hann nær og annar freistar
þess að svifta hann öllu. Afleiðingin er, og
hlýtur að vera, stjettabarátta upp á líf og
dauða.
Hver er afstaða Frelsara okkar? Við verð-
um að minnast þess, að Hebrear höfðu, eins
og sagt hefur verið, sjerstakan hæfileika til
þess, að hata þá, sem ríkir voru, einkum
meðan þeir voru undir oki erlendrar stjórn-
ar. Það, að lesa bókmentir þeirra, er eins
og að fara um Infemo Dantes. Hjá spá-
mönnunum má finna nokkuð af þessu hatri,
vottur þess finst í brjefi Jakobs og það er
í ljósum logum hjá einræðismönnum Rúss-
lands, en helmingur þeirra eru Gyðingar,
sem gleðjast yfir því að geta náð sjer niðri
á yfirstjettinni.
En í guðspjöllunum er enginn vottur
þessa. í fyrsta lagi var Jesús ekki sans-
culotte eða öreigi (proletarian), hann til-
heyrði sjálfstæðum, vel mentuðum, allvel
efnuðum flokki bænda. Fátæktin er ekki
hörð í heitu landi, og Galilear voru ekki
sjerlega fátækir. Annað er samt mikilsverð-
ara — í fari hans var ekki snefill af öfund
eða beiskju. Hann hugsaði aldrei um fjár-
mál og reyndi þaðan af síður að setja lög-
gjöf um þau. Boðskapur hans var um and-
lega endurlausn, ekki um þjóðfjelagslega
endurbót. Alt yfirlæti og skart, lífsþægindi
og óhóf virtist honum þarflaus byrði, og
hindrun æðra lífs. Fylgismenn hans voru
betur staddir án þess. En ríki maðurinn er
kallaður „heimskingi“, en ekki „þjófur“.
Hann sviftir gjaldmiðil heimsins umsvifa-
laust gengi sínu. En þegar hann er beðinn
að tala við bróðurinn, svo að hann skifti
arfinum, þá svarar hann hvast og segir, að
slíkt komi sjer ekki við. Og hann segir
ennfremur við lærisveina sína að þeir skuli
vara sig á ágirndinni, því að líf manns sje
ekki í því fólgið, sem hann eigi. Lífið er
meira en lífsviðurværið. Það er í fám orð-
um sagt niðurstaðan í þjóðfjelagslegum
kenningum Krists.