Lögrétta - 01.03.1932, Qupperneq 64

Lögrétta - 01.03.1932, Qupperneq 64
239 LÖGRJETTA 240 III. Nú er nýafstaðið jarðamat. Ef vjer at- hugum það og eldri jarðamöt, sjáum vjer að það sem hefur mikil áhrif á verð jarða eru ýms náttúrugæði: Fjörubeit, fjalla- beit, flæðiengi, landslega og ýms önnur hlunnindi. Vjer getum athugað flæðiengja- jarðirnar og áveituengja og vjer munum sjá, að þær jarðirnar eru öðrum fremur stórjarðir og einmitt á þessum jörðum er ræktað tún mest. Og fyrir hvað? Auðvitað vegna áburðarskilyrða, á slíkum jörðum er áburðarframleiðsla. — Nú sýnir það sig, því miður, að verksmiðjuáburður verður bændum dýr, vegna geypilegs verðíalis á afurðum og gengisfalls. — Oss vantar til- finnanlega áburðarverksmiðj u til að vinna áburð. En á meðan hún er ekki til, og enda þótt hún væri til, — er fyllilega rjettmætt að nota vatnsmylnuna, sem malar í sífellu jurtanæringu úr hinum torsóttu fjöllum og samgöngutækin, fljót vor, sem flytja nær- ingu með aðstoð áveitanna út yfir víðáttu- mikil lönd. Jöklamir eru verksmiðjurnar sem vinna áburðinn, fljótin og árnar flutn- ingstækin, sem flytja hann til vor. Bændur hafa sjeð þessi verðmæti og lært að not- færa sjer þau, allmikið, enda þótt það sje í bernsku. Það er raunar ekki þakkarvert, því að náttúran sjálf hefur bent þeim á leiðina, með því að búa til flæðilönd, sem aldrei hafa brugðist síðan land bygðist. Vorið 1931 leit út fyrir mikið gras- leysi norðanlands, harðbalatún brunnu, hálf- deiglumýrar voru gróðurlausar alllengi frameftir. Þetta hefur sjest oft og mörgum sinnum fyr. En það land, sem spratt, voru hæfilega röku túnin og sáðsljetturnar — og flæðilöndin. Veðráttan breyttist þegar leið á vorið, svo að flest land spratt sæmi- lega. Áveitulönd eru ræktað land engu síður en tún, en einungis á annan veg. En vjer erum í því efni skammt á veg komnir að rækta áveitulönd vor. Það getur reynst svo að vatnið flytji of einhæfan áburð og að það verði grasbrestur vegna þess. Það get- ur því komið til mála að rannsóknir leiði í ljós að áburðarnotkun á verksmiðjuáburði sje leið til þess að auka verðgildi áveitanna. Álkunnugt er það að ýmsir bændur hafa borið á árbakka saltpjeturáburð og gefist á- gætlega. Það er því nauðsynlegt að gera á- burðartilraunir á áveitulöndunum. I öðru atriði er oss mjög ábótavant hvað áveitur snertir. Vjer ráðum svo lítið ýfir gróðrarfari þeirra. Vjer getum sáð tún- gresi og haldið þeim gróðri, sem vjer æskj- um um alllangt árabil. Hliðstæðar aðferðir þekkjum vjer ekki enn þá í áveituræktun, að minsta kosti ekki hjer á landi. Fyrir allmörgum árum sá jeg þó tilraunir með slíka ræktun í Svíþjóð á Experimental- feltet við Stokkhólm. Gat jeg þess þá í ferðaminningum, en því hefur ekki verið gaumur gefinn. Þar var sáð á votlendi fræi af grasi af kornpuntsætt (glyceria). Var grasið stórgert og uppskera mikil. Shkar tilraunir þurfum vjer að gera með vorar á- veitur. Þeir sem þekkja gróðrarfar Flóans og mýra á suðvesturlandi kannast við, að í smá vatnspyttum eða uppgöngum á þess- um svæðum vex gras af áðurnefndri ætt og nefnist síkjakornpuntur (glyceria flui- tans) og er allstórvaxið. Ef til vill á þetta gras eftir að 'vinna stórvirki hjer á landi eða grös af þeirri ætt? En þótt vjer finnum engar nýjar gróðr- arjurtir, þurfum vjer síst að kvíða, því að fóðurgildi áveitujurta vorra er alviðurkent um alt land. IV. Öllum mun það fyllilega ljóst, að áveit- urnar hafa ekki uppfyllt þær vonir, sem gerðar voru um þær. En orsakanna til þess er ekki að leita í því, að ræktunaraðferðin sje úrelt eða ótímabær. Orsakanna er að leita í skipulagsleysi áveitufjelaganna. Þar liggur meinsemdin og hvergi annarsstaðar. Eigum vjer þá við hinar stóru áveitur, því að minni áveiturnar, sem hafa á annað borð verið reistar af skynsemi, hafa marg- borgað framlagt fje. Áveitufjelögin eru samvinnufj elög. Ríkið hefur styrkt þennan fjelagsskap með styrk sem nemur um % af öllum kostnaði áveit- unnar, en gegn þessu mikla tillagi eða styrk tryggir það sjer engan rjett. Heppi- legt hefði verið að ríkið hefði fyrir þenna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.