Lögrétta - 01.03.1932, Síða 65

Lögrétta - 01.03.1932, Síða 65
241 LÖGRJETTA 242 mikla styrk eignast íhlutunarrj ett um not- kun landsins, það virðist ekki nema sann- gjarnt. Lögin um Byggingar- og landnámssjóð hefðu þá strax verkað eins og þeim var ætlað: Að byggja upp nýbýli í bestu hjer- uðum landsins, en ekki stirðnað upp eins og nú á sjer stað, við að framkvæma yfir- byggingar á jörðum, ellegar binda of mikið fje hjá efnamönnum. Bændurnir á áveitu- jörðunum hafa, með þessu einyrkjabúskap- arlagi, sem nú virðist algerlega vera að ryðja sjer til rúms, alt of mikið land til umráða, meira land en þeir geta nytjað. Það eru þessvegna engar óbilgjarnar klappir, sem hafa riðið baggamuninn. Þær eru sprengdar í burt. Að vísu hafa þær hleypt verðinu fram. En sú jarðabót er þó varanleg. Allmikil orsök þess að fjárhagur áveitu- fyrirtækjanna hefur verið þröngur, er sá, að þær voru unnar á verðbólgutímum, með- an lággengi var og vinna dýr. Skuldir fje- laganna hafa því raunverulega hækkað síð- an vegna gengisbreytinga. Vjer efum það ekki að áveiturnar svara rentum af kostnaðarverði, samsvarandi við verðlag á hverjum tíma. Það er svo alþekt fyrirbrigði nú á tímum, að heilbrigð fyrir- tæki komast í fjárþröng vegna gengisbreyt- inga á markaðinum. Vjer megum ekki láta það spilla trúnni á fyrirtækin. V. Vjer vonum að mönnum fari að verða ljóst hver tilgangurinn sje með línum þess- um. Hann er sá, að hvetja bændur til að stunda áveitur sínar með alúð, leitast við að bæta þær eftir föngum, svo að þær gefi sem mestan arð og jafnframt auki mögu- leikana til þess að halda áfram túnrækt- inni, enda þótt kreppa steðji að, svo að lítt kleift verður að kaupa tilbúinn áburð, vegna verðhækkunar eða verðsveiflna. — Það er alviðurkent, að jarðræktarlögin eru Imu lagaákvæði, sem mest hafa lyft undir ræktun hin síðustu árin. Styrkveitingin hefur hrint framkvæmdunum af stað. En vjer megum ekki gleyma því, að áveitur þurfa líka að vera styrks aðnjótandi, því að mörg slík verkefni bíða úrlausnar á næstu árum. Að svo mæltu viljum vjer vona, að hin- um stóru áveitufyrirtækjum vorum megi vegna sem best, að bændur á áveitujörðum fari að sjá það, að þeir geta sjer að mein- fangalausu skipt jörðum sínum en þó fram- fleytt nokkurnveginn sama búi, með því að auka túnið með aðstoð áveitanna. Vigfús Helgason. Víðreísnarstarfíð í sveítum i. Það er varla ofmælt að landbúnaður vor eigi í vök að verjast. Það er jafnvel í há- mælum haft, að sveitabúskapur beri sig alls ekki, að skuldir bændanna til kaup- manna, kaupfjelaga og banka fari sívax- andi, án þess að sjeð verði að þessari skuldaaukningu samsvari aukning tekna og arðbærra eigna. Hafi einhver húsað bæ sinn vel og bætt jörð sína, annaðhvort með lánsfje eða af eigin ramleik, þá er talið ó- hugsandi, að hann geti selt eign sína fyrir sannvirði, jafnvel í bestu árum, því trúin á arðvænlegan sveitabúskap fer stórum mink- andi á landi voru, ekki vegna þess að af- urðavörur minki, heldur af því að kostnað- urinn við framleiðsluna hefur vaxið meira en svo að tekjurnar hrökkvi, og þegar þar við bætist að nútímamenn gjöra hærri kröf- ur til lífsþæginda og menningar en áður, þá er auðsætt að ástandið er óviðunandi. Ivaupíjelögin eða ,,samvinnufjelögin“, sem stofnuð voru til þess að gjöra bændurna óháða bjargálnamenn, hafa orðið til þess að hneppa þá í meiri skuldaþrældóm en áður hefur þekst á landi hjer, og ekki all- fáir halda því fram, að skuldaverslun „Sambandsins“ sje alls ekki hættulaus pen- ingastofnunum vorum. Ekki vantar það að þing og stjórnir hafi reynt að hlaupa undir bagga með bændun- um, með styrkjum, launum og með ýmis- konar framkvæmdum. En eins og „guð hjálpar þeim sem hjálpar sjer sjálfur“, þá getur ekki hið opinbera hjálpað til fram- búðar nema jafnframt sje skilyrði fyrir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.