Lögrétta - 01.03.1932, Page 67
245
LÖGRJET TA
24P
fyrir hjeraðið er það höfuðatriðið að fjár-
magnið streymi ekki út úr því að óþörfu.
1 slíku hjeraðskauptúni eru klæðskerar og'
skóarar, húsgagnasmiðir og járnsmiðir, og
þar þarf einnig að vera kvikmyndahús
hjeraðsins, því þýðingarlaust er að sporna
við skemtunarlöngun æskulýðsins, því ann-
ars leitar hann til þeirra staða, þar sem
fjelagslífinu er betur borgið.
Við skulum taka til dæmis Árnessýslu,
stærsta sýslufjelag landsins. Þar eru að
vísu tiltölulega stór þorp, Eyrarbakki og
Stokkseyri, en þau eru óhæfileg sem mið-
stöð hjeraðsins, fyrst og fremst fyrir þá
sök, að þau eru á útjaðri hjeraðsins. Þau
eru ekki aðeins á „mölinni“, heldur á hafn-
arlausri möl. Þessir kaupstaðir geta ekki
orðið framtíðarmiðstöð hins mikla landbún-
aðarhjeraðs. Miklu hagkvæmara væri að
aðalkauptún hjeraðsins væri við Ölvesár-
brú, því gnægð ræktanlegs lands er þar á
allar hliðar og samgöngur greiðar í allar
áttir. Um þenna stað liggur aðalsamgöngu-
vegur Suðurlandsundirlendis, hvort sem sá
vegur verður járnbraut eða bílvegur í fram-
tíðinni og ekki ætti það að spilla, að þang-
að er tiltölulega stuttur vegur til hinnar
fyrirhuguðu aflstöðvar við Sogið. Jeg hygg
að vandfundinn verði betri staður sem mið-
stöð hjeraðsins og í rauninni hefði átt fyrir
löngu að hefjast handa í þessa átt. Hjer-
aðsbúar, þing og stjórn virðast hafa haft
lítinn skilning á þessu máli. Til dæmis má
taka hina ömurlegu vitleysu að reisa hinn
mikla hjeraðsskóla á Laugarvatni, í af-
skektri og fámennri sveit á útjaðri hjer-
aðsins. Það bætir lítið úr skák þó þar þyki
vistlegt að sumarlagi, en á vetrum, meðan
skólinn stendur, er þar einmanalegt og
samgöngur þangað örðugar og aðdrættir
kostnaðarsamir.
Hefði ekki verið betra að þessi skóli
stæði nú í miðju hjeraði og væri einn lið-
urinn í myndun hjeraðshöfuðstaðar ? Góðir
skólar, með mentuðum og víðsýnum kenn-
urum, hafa ekki aðeins mentandi áhrif á
þá tiltölulega fáu nemendur, sem skólann
sækja, heldur og á mannfjöldann í kring.
Þar myndast gagnkvæm menningaráhrif,
sem bæði skóli og umhverfi nýtur góðs af,
en lifandi fjelagslíf á örðugt uppdráttar í
svæfandi einveru fántennrar og afskektrar
sveitar.
Líklega verður Laugarvatnsskóli lagður
niður og húsið notað sem sumarhótel þeg-
ar tímar líða, en þá verður skóli bygður við
Ölvesárbrú.
Þó Árneshjerað væri tekið til dæmis,
þá má hið sama segja um sum önnur hjer-
uð, sjerstaklega Rangárvalla, Fljótsdals og
Borgarfj arðar. Það er sjerstaklega athygl-
isvert, að í Rangárvallahjeraði, þar sem
landkostir og ræktunarskilyrði eru svo
framúrskarandi, er ekkert kauptún og hef-
ur aldrei verið, enda eru á strandlengj unni
engar hafnir. Margir Rangæingar, með
sýslumann þeirra í broddi fylkingar, hafa
hug á því að stofna þar ungmennaskóla,
og væri sjálfsagt að hann yrði í hjeraðs-
kauptúni í miðju hjeraði.
Ef vel væri á haldið mundi slíkpr hjeraðs-
höfuðstaður eða slíkt hjeraðskauptún, sem
að framan hefur verið rætt um, vaxa fljótt.
Þörf er að búa vel í haginn fyrir innflytj-
endur með hagfeldum lánum og ódýrum
lóðum, og byggingarnefnd sjer um það frá
byrjun, að bærinn verði hinn snotrasti.
Nú sem stendur rennur stöðugur fólks-
straumur úr sveitum landsins til sjávar-
þorpa, sjerstaklega til Reykjavíkur. Ef
hægt væri að beina þessum straum, ekki
út úr hjeruðunum, heldur til höfuðkaup-
túna sjálfra hjeraðanna, þá mundu hjeruð-
in vitanlega eflast að mannfjölda og fjár-
magni.
Nú gætu menn spurt hvort nægilega
margir yrðu eftir á bújörðunum ef fólks-
flutningur yrði til hjeraðskauptúna. Þessu
má fyrst og fremst svara á þá leið að
betra sje fyrir hjeraðið að fólkið ílengist
innanhjeraðs ef lífsskilyrði eru þar sæmi-
leg, en að það yfirgefi hjeruðin með öllu,
eins og nú er títt, og að jafnvel þó kaup-
túnin byggist að mestu af þeim hjeraðsbú-
um sem annars mundu leita burt, þá er
vöxtur og viðgangur kauptúnsins bundinn
við viðskifti hjeraðsbúa. Aðeins vaxandi
afurðir hjeraðanna auka vöxt þorpsins, því
sveitir og kauptún standa í „lífrænu“ sam-