Lögrétta - 01.03.1932, Page 70
251
252
L ö G R
E T T
/
^slenshar bæhur
Eeííur hepní
Með viljans styrk og stál í hönd
þú starir fram á hafið.
Þú sjerð í anda óþekt lönd,
en alt í þoku vafið.
Þú horfir yfir holt og mó
og harka hvessir svipinn —
jái, þar fer saman þrek og ró.
Við þökkum kostagripinn.
Sigurður Sigurðsson
frá Arnarholti.
þreytti gang við krappan kost,
komst á ranga hillu.
Eftir því sem kemur aftar í kvæðahand-
rit Sveins, virðist að meira jafnvægi kom-
ist á skap hans, víkingurinn hverfi fyrir
nútíðarmanninum. Með því síðasta er hann
hefur kveðið, er þetta erindi:
Aður var jeg skeikull og reikull í ráðum
reynslan hefur bent mjer og kent mjer
með dáðum.
Oruggur að stríða og hlýða því hæðsta,
hjegómanum neita en leita þess æðsta.
Fleiri dæmi tek jeg ekki, læt þessi er-
indi nægja. Sveinn er í eðli sínu lifandi lýs-
ing á fluggáfuðum alþýðumanni frá seinni
hluta 19. aldar, uppöldum í fátækt í af-
skektu hjeraði og áhrifalítill af straumum
m enningarinnar.
Alls hefur hann kveðið allmikið og hald-
ið sumu af því saman. Fátt af því prentað.
Handrit hans mun byrja um 1912, er það
um 200 bls. í kladdaformi.
Sú eina viðurkenning er hann hefur hlot-
ið fyrir ljóðgáfu sína var, að vorið 1930
gjörði hagyrðingafjelagið í Reykjavík hann
að heiðursfjelaga.
Sveinn er ennþá á ljettu skeiði, á 44.
aldursári, og á því sennilega eftir að kveða
margt smellið og bendir ýmislegt í þá átt
að hann hjer eftir velji meira þau ein yrk-
isefni, er sýna hvað lífið hefur best og
göfugast að bjóða.
Þ. K.
Guðbrandur Jónsson hefur á síðari ár-
um skrifað mikið í blöð og tímarit, ým-
ist um sagnfræðileg efni eða almenn mál.
Margt af því, sem hann skrifar, er fróð-
legt, og alt er það læsilegt og skemtilegt.
Nú síðast héfur komið út eftir hann bók,
sem heitir: „Moldin kallar, og aðrar sögur“
(Útg. Ólafur Erlingsson). I henni eru níu
skáldsögur, allar stuttar, en efnisgóðar og
vel sagðar. G. J. hefur verið víðförull,
dvalið árum saman í stórborgum Þýska-
lands og ferðast víða um lönd. Atburðirnir,
sem frá er sagt, gerast ýmist erlendis eða
hjer heima, og það er heimþrá reikandi
landa úti um heim, sem höf. tekst einna
best að lýsa. í tvær sögurnar er efni tek-
ið úr kirkjusögu Islands frá kaþólskum sið
og hefur höf. mjög fengist við rannsóknir
á sögu þeirra tíma. Myndin, sem hann
bregður upp, í annari sögunni, úr klaust-
urlífinu, af Birni munki og Maríulíknesk-
inu, er ágæt, og hin sagan, um æfilok Gott-
skálks biskups grimma, er skemtilega sögð,
hvort sem hún hefur sanna atburði við að
styðjast eða ekki. „Vinnuhendur" er góð
saga úr nútímalífi Reykjavíkur. Yfir höfuð
eiga þessar sögur það skilið, að þeim sje
vel tekið.
Eftir Halldór Kiljan Laxness er komin
út ný bók, framhald af sögunni „Þú vínvið-
ur hreini“, sem út kom í fyrra, og heitir
„Fuglinn í fjörunni“ (Útg. Menningarsjóð-
ur). Þessi skáldsagnabálkur frá 1931—32,
er tvímælalaust besta skáldverk höfundar-
ins. Ýmsir atburðir úr þjóðlífi nútímans
eru dregnir þar fram í skýrum m.vndum,
og mannlýsingar eru þar margar vel gerð-
ar. Höf. gerir töluvert að því, einkum í síð-
ari þáttum sögunnar, að draga inn í hana
þjóðkunna menn og lýsa þeim svo, að allir
kannast við þá, þótt hann gefi þeim ný
nöfn, og stundum er það augljóst, að hann
tvinnar saman tvo menn í einn. Þetta ljós-
myndalán alþektra manna varpar raun-
veruleikablæ yfir frásögnina, og sum-
staðar verður að henni nokkur blaðagreina-
keimur. En annars eru þær víða svo lát-
laust og eðlilega feldar inn í söguna, að