Lögrétta - 01.03.1932, Page 73

Lögrétta - 01.03.1932, Page 73
257 LÖGRJETTA 258 skoðun höfundarins og ýmsa dóma hans um menn og málefni (s. s. um Miljukof, um byltingartilraunina 1905 og um Stalin og aðra andstæðinga hans, sem seinna urðu). Mörgum merkisatburðum í aðdraganda hinnar eiginlegu byltingar er þarna ágæt- lega lýst. „Sá kraftur, sem knýr byltingar- atburði, segir hann á einum stað, er ákveð- inn beinlínis af hinum hröðu, ákveðnu og áköfu breytingum í sálarlífi stjettanna, sem myndast hafa fyrir byltinguna. Hinar skjótu breytingar á skoðunum og skapi múgsins á byltingartímum spretta því ekki af breytileik og lausung mannshugans, heldur þvert á móti úr íhaldssemi hans“. Hann segir líka á öðrum stað, að til þess að framkvæma myndun sovjet-ríkisins hafi þurft að sameina tvö öfl, sem sögulega sjeð hafi verið sitt úr hvorri áttinni: bændastríð, þ. e. hreyfingu, sem einkenni upprennandi borgaralega þróun, og öreiga- uppreisn, hreyfingu, sem einkenni hrun hennar. í slíkum ummælum birtast, að segja má, meginskoðanir Trotsky’s á sögu og eðli byltingarinnar, og hvernig sem söguritun framtíðarinnar dæmir skoðanir hans, verður rit hans einn helsti vitnis- burðurinn um það, sem fram fór. Tascísmí og bolsjevismí Trotsky hefur látið falla ýms ómjúk um- mæli um andstæðinga sína heima í Rúss- landi, einkum Stalin, kallað hann helsta miðlungsmann landsins og stjórnanda, sem ekki hafi neitt menningarsjónarmið, eða á þá leið. Margir aðrir hafa skrifað um Stalin, eins og að líkindum lætur, greinar og bækur, og skoðanirnar á honum eru tals- vert skiftar, þótt sjaldan sje hann talinn meðal stórskörunga. Essad Bey hefur skrif- að um hann bók og sömuleiðis Coudenhove- Kalergi greifi (Stalin & Co.) og er það einhver hin harðvítugasta árás, sem gerð hefur verið á hann og skipulag hans. Emil Ludwig hefur ekki alls fyrir löngu farið á fund nokkurra áhrifamestu manna Evrópu og átt tal við þá um hitt og þetta og skrif- að um það. Hann hitti Stalin og spurði hann um jafnaðarstefnuna í Eússlandi. Stalin leiðrjetti ýmsar skoðanir á jafnaðar- stefnunni, eða kommúnismanum, sem hon- ura þóttu hjákátlegar eða rangar, s. s. það, að skifta ætti jafnt milli allra öllum gæðum. Ilann sagði að þetta væri einungis sam- eignarstefna óþroskaðra bænda og óment- aðs fólks, kommúnisminn væri hinsvegar praktiskt starf að myndun nýs þjóðfje- lags og yrði að taka tillit til þess í vinnu- skiftingu og vinnulaunum, að mennirnir væru misjafnir að hæfileikum og smekk og hlytu að bera misjafnt úr býtum. Af nýjum bókum, sem um Rússland fjalla, má annars nefna: „Æskan í Sovjét- Rússlandi (Die Jugend in Sowjetruzland) eftir Klaus Mehnert, góða lýsinga á af- stöðu unga fólksins til breytinganna, og bók eftir Wiliam C. White (á þýzku: So lebt der Russe). Þar er reynt að skýra og skilja ástandið með lýsingum á daglegu lífi, erfiðleikum þess og þrautum, og hugs- unarhætti fólksins og trú á framtíðina. Svipað er sjónarmið Paul Scheffer’s í bók- inni ,Sjö ár í Sovjet-Rússlandi“. Hann legg- ur megináhersluna á það, að skýra rúss- neskan hugsunarhátt og menningu, því að á slíku velti mest. Hann virðist ekki álíta að Sovjetveldið muni falla, en heldur að and- leg áhrif þess verði varla til góðs. Emil Ludwig hitti líka Mussolini (sem nýlega hefur samið leikrit um Napoleon). Ilann og Stalin eru venjulega taldir helztu einræðismenn Evrópu. Þótt bolsjevismi og fascismi sjeu andstæður, geta þær líka mætst, m. a. í einræðinu. Hvorutveggja skipulagið stendur og fellur sjálfsagt fyrst um sinn með einræðinu, fólkið er kúgað til þess að vera eins og það er, eins og stjórn- in vill að það sje. Mussolini segir (Musso- linis Gespráche mit Emil Ludwig) að ein- ræðismaðurinn geti samt verið elskaður — þegar múgurinn óttist hann líka. „Múgur- inn elskar sterka menn, múgurinn er kona“. Því fer þó fjarri, að allir ítalir elski Musso- lini. Ýmsir þeirra (og flestir erlendis, eða útlægir) fara hörðum orðum um hann og harðstjórn hans, nýlega t. d. Nenni (í bók- inni Ten Years Tyranny in Italy). Pietro Nenni var um eitt skeið ritstjóri Avanti og samverkamaður Mussolinis meðan hann var

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.