Lögrétta - 01.03.1932, Síða 74
259
LÖGRJETTA
260
jafnaðarmaður. Sforza greifi hefur einnig
tekið fascismanum tak í bók sinni um „ein-
ræðin í Evrópu“, (hún er nú til á ýmsum
málum), snjallri bók, sem eins og vænta
mátti er skrifuð af mikilli pólitískri þekk-
ingu og reynslu og fjallar ekki einungis
um fascismann, heldur einræðishreyfing-
una í heild sinni. ítalskt ástand er skoðað
frá nokkuð öðru og víðara sjónarmiði í
nýrri enskri bók eftir Cicely Hamilton (Mo-
dern Italy). Þar er á skemtilegan hátt lýst
ítöisku lífi og menningu (t. d. skólamálum)
og stilt í hóf lofi og lasti.
Þýskur andí
Það einræðisástand, sem greinilegast
kemur fram í Ítalíu og Sovjet-ríkjunum,
kemur einnig fram víða annarsstaðar. Jafn-
vel ein helsta menningar- og dugnaðarþjóð
álfunnar, í Þýskalandi, er að vissu leyti á
takmörkum einræðis og óstjómar. Menning
Evrópu mætti ekki við því að missa Þýska-
land þannig. Evrópa stendur og fellur með
Þýskalandi að ýmsu leyti, eins og t. d.
Stegemann hefur sýnt í bók sinni: Deutsch-
land und Europa. Knickerbocker, sem er
þektur fyrir fróðlega og skemtilega bók
um Rússland, hefur nú einnig skrifað bók
um Þýskaland.(Germany-Fascist or Soviet).
Hann lýsir ljóslega og fróðlega ástand-
inu í Þýskalandi, því hvernig þar fara víða
saman vandræði og eymd annarsvegar og
vellíðan og búsæld hinsvegar. Hann nefnir
Berlín sem dæmi — sultinn í norður Berlín,
þar sem kommúnisminn á aðalathvarf sitt,
þar sem mest er lifað á atvinnuleysisstyrkj-
um, og svo vestur Berlín, þar sem lifað er
vel. Hann lýsir einnig þýskum fyrirtækj-
um, sem honum þykja fyrirmynd og ganga
prýðilega, t. d. Zeiss í Jena, þar sem af-
raksturinn gengur til endurbóta á starfinu
sjálfu, til verkamannanna og til styrktar
vísindum. Ernst Robert Curtius hefur
skrifað dálitla athyglisverða bók um á-
standið í Þýskalandi (Deutscher Geist in
Gefahr). Honum þykir ýmislegt öfugt í
Þýskalandi og segir að þýskur andi sje að
vissu leyti í hættu staddur. Samt trúir
hann svo á mátt og gildi þýsks anda, að
hann heldur að Þýskaland sje nú svo að
segja eini staðurinn þar sem virkilega sje
sköpuð ný þekking og ný reynsla. Hann
óttast það, eins og fleiri, að menningin
sje að verða of vjelræn, en eigi fyrst og
fremst að vera humanistisk. Það er at-
hyglisvert hvernig nýr humanismi ryður
sjer nú víða til rúms, ekki síst í höfuðvígi
vjelamenningarinnar, Ameríku.
Tíl ypusturheíms
Menn hafa oft talað um Austurlönd, ekki
einungis sem andstæðu Vesturlanda í menn-
ingu, heldur einnig þannig, að þau stæðu
þeim framar einmitt vegna þess, að menn-
ing þeirra væri andlegri en vjelamenning
Vesturlanda. Það er ekki auðgert, að meta
þannig gildi menninga. Samt er það í raun
og veru einskonar mat á menningunni, sem
nú fer fram annarsvegar í reipdrættinum
milli austrænna og vestrænna velda og
hinsvegar heimafyrir í menningarlífi
Austurlandaþjóðanna sjálfra, þar sem tog-
ast á ný vestræn og gömul austræn áhrif.
Þessi menningarviðskifti hafa komið skýr-
ast fram í Japan og síðar 1 Kína. Þar er
ennþá alt í óvissu, en eitt af því merkileg-
asta, sem fram fer nú í menningarlífi
heimsins, fer fram í Austurlöndum. Um
þetta er nú skrifaður urmull af bókum. Af
nýlegum bókum um sögu og menningu Jap-
ana, má nefna eina enska, eftir Samson.
Hann ber Japönum vel söguna, segir að
þeir sjeu góðir og ástúðlegir menn, hug-
rakkir og duglegir. Alkunnur Japani, dr.
Inazo Nitobe hefur skrifað á ensku bók um
Japönsku málin. f þeirri bók sjest það greini-
lega og merkilega hvemig og hvaða áhrif
átökin milli vestrænnar og austrænnar
menningar hafa á menntaðan Japana, hvern-
ig hann trúir á það, að þjóðinni verði best
bjargað með samvinnu þeirra. Þetta hefur
til skamms tíma verið skoðun flestra slíkra
manna í austurlöndum og er að vissu leyti
enn, þótt kínversk og einkum japönsk þjóð-
crnis- og drotnunarhreyfing fari nú vax-
andi, eins og sjá má á morði Inukai for-
sætisráðherra, en að því stóð öflug þjóð-
ræknishreyfing. Sumir Evrópumenn, sem