Lögrétta - 01.03.1932, Qupperneq 76

Lögrétta - 01.03.1932, Qupperneq 76
263 LÖGRJETTA 264 bráðlega og hefur síðan gert hverja árás- iria annari harðari á sovjet-ríkin. Frá þessu öllu segir hún í minningabók sinni. Annar maður, sem alkunnur er fyrir byltingar- skoðanir sínar, eða gagnrýni sína á þjóð- fjelagi samtímans, hefur einnig nýlega skrifað minningar sínar. Það er Upton Sinclaire (Candid Reminicences). Tveir ungir Englendingar hafa einnig nýlega skrifað athyglisverðar minninga- bækur. Annar þeirra er jafnaðarmaðurinn Oliver Baldwin, sonur leiðtoga enskra í- haldsmanna. Bók hans (The Questing Beast) er vel skrifuð lýsing á því, hvernig mótast hefur lífsskoðun ungs manns, sem lifað hefur helztu þroskaár sín undir á- hrifum heimsstyrjaldarinnar, sem hann tók sjálfur þátt í, og eftirkasta hennar. Hann lýsir því hvernig hann fjarlægðfst lífsskoð- un þá, sem flokkur föður hans er reistur á, en hann skrifar samt með mikilli virð- ingu um föður sinn 'og störf hans. Hin bók- in sem nefnd var er eftir Joad (Under the Fifth Rib) og lýsir líka á skemtilegan og fróðlegan hátt afstöðu mentaðs og gáfaðs ungs Englendings til menningar samtíma síns. Bókin lýsir ekki stórbrotnum atburð- um, hún er sálarlífssaga og víða öllu frem- ur ritgerðasafn um vandamál nútímans, en æfisaga í venjulegum skilningi. Merkur maður eldri kynslóðarinnar í Englandi, Sir Oliver Lodge, hefur einnig skrifað æfisögu sína(Past Years). Hann lýsir þar skemtilega námsárum sínum og vísindalegu starfi, m. a. upphafi loftskeytanna, en hann er einn brautryðjandinn á sviði þeirra. í síðara hluta bókarinnar segir hann ýmislegt frá andatrú sinni eða spiritisma og frá því hvernig lífsskoðun hans hefur mótast fyrir áhrif frá náttúruvísindum og fyrir trúna á annað líf. — Þýskur maður, Rudolf Schlichter hefur skrifað sögu sjálfs sín (Das Wiederspenstige Fleich), sem sumir hafa líkt við Játningar Rousseau’s. Þetta er upphaf eitt, sem út er komið, en skemti- legar og merkilegar lýsingar á sálarlífi og æfi höfundar. Minningabækur þeirra, sem þátt tóku í heimsstyrjöldinni koma enn út öðru hvoru, og flestir þeir, sem við þau mál voru riðnir, hafa nú látið eitthvað til sín heyra. Af því sem nýjast er á því sviði, má hvað helst nefna minningar Gallieni’s, (Les Carnets de Gallieni) hins fræga franska hershöfðingja (d. 1916). Annie Besant, er orðin hjer kunn fyrir löngu og á hjer allmarga fylgismenn. Æfi- saga hennar, allstór bók, eftir Gertrude Williams er komin út ekki alls fyrir löngu. Þar er saman kominn margvísleg- ur fróðleikur um æfi hennar, ekki síst fyrra og að ýmsu leyti merkara skeið hennar, áður en hún fór að fást við guðspeki. Ge- org Brandes var um eitt skeið áhrifamað- ur í lífi ýmsra íslenskra mentamanna. Um hann hefur Paul V. Rubow skrifað hvað at hyglisverðast og rannsakað rit hans hvað best, en mest af því, sem um Brandes var skrifað í lifandi lífi var einhæft lof (s. s. hjá Osvald Hansen) eða last (s. s. hjá Kon- rad Simonsen), en síðar hefur t. d. Henri Nathansen skrifað skemtilega um hann og persónulega. Rubow dregur ýmislegt merki- legt fram í síðasta riti sínu um Brandes (G. B. og den kritiske tradition i det nit- tende aarhundrede). Hann álítur að í insta eðli Brandesar hafi verið einkennilega tvinnað saman trúrækni og löngun til and- mæla (pietet og oppositionstrang) og hann leggur áherslu á það, að Brandes hafi orðið fyrir áhrifum af Kierkegaard, sem mótað hafi hann miklu meira, en alment er talið og segir að varla hafi nokkur kristinn á- hangandi Kierkegaards verið honum skyld- ari í hugsun en einmitt Brandes. Rubow hefur átt aðgang að óprentuðum dagbókar- blöðum úr æsku Brandesar og lýsir á grundvelli þeirra trúarlífi hans í æsku, áður en hann snerist. Á jólunum 1860 seg- ir Brandes: Jeg hef það á tilfinningunni, að jeg sje eini maðurinn í Kaupmannahöfn, sem hugsa um það, að á þessari nótt fædd- ist Kristur. Um ári seinna segir hann: Jeg hef leitað og fundið hvíld og sælu í bæn- inni, jeg hef barist sigrandi við sjálfan mig og guð hefur verið mjer náðugur“. Þetta er ólíkt þeim Brandes, sem seinna varð kunnastur og víst fæstum ljóst, að þessi þáttur hafi verið til í eðli hans. Ef til 'vill hefur enginn norrænn skáld-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.