Lögrétta - 01.03.1932, Side 78

Lögrétta - 01.03.1932, Side 78
267 LÖGRJETTA 268 Geítlandsjökulí' Sftir Benedíkt Gröndal (Sumardagur. — Sólaruppkoma). Hallmundur (skygnist um): „Hátt stígr höllum fæti Hallmundr í sal fjalla“ — Lengi er nú síðan sungu söngraddir frá dröngum, glotti ek þá við Gretti, geðrán vann ek hánum. Lengi hefur legit í þungum landraumr fjalladraumi, nú man ek gerst of gægjast greiðfær yfir landit breiða — „Hátt stígur höllum fæti Hallmundr í sal fjalla“ — já, víðsýni er enn af jöklinum; skyldi jeg nú kannast við mig eftir dúrinn — þarna ljómar Herðubreið í morgunsólinni, og þama sje jeg Snæfellsjökul — skyldi Bárð- ur lifa enn? — engan sje jeg. Hvort munu allar landvættir dauðar nú? nei, nei, þarna heyri jeg til þeirra — Landvættir (í fjöllunum) : Heil sjertu, jörðin frægra feðra, fagurt og hrímgað móðurskaut! Heil sjertu, bláa höllin veðra, himinljómandi stjörnu-braut! Heil sjertu, Ránar röstin víða, röm þar sem Fenja gullið mól! Heil sjertu, drotning bjarta og blíða, blessuð dagstjama, Morgunsól! Skín þú á Kjartans forna foldu frostkaldan eftir svefna-dúr, þar sem að hetjur hvíla á moldu, helkalda eftir málma-skúr! Og láttu augað logaskæra líta á þessi ungu blóm, virstu þau bæði að vernda og næra voldug í tímans dauða-hljóm! Þó að svíðingar svipum veifi snögt yfir gamlan fjalla-tind, *) Ekki prentað áður. og lúaskap og lygum hreyfi lánuðum upp frá Heljar grind, þá byggjum vjer í bjarga leyni, böðull þar enginn náð oss fær, og dveljum undir dvergasteini demanti, gulli’ og silfri nær. Nú gengur ljós af dimmu djúpi — dýrðlega, fagra morgunstund! Sólgeisla verpur sjórinn gljúpi, sólin upp lýkur gullin-mund. Bláfell þar stendur brugðið ljóma, blikar um tind og skín á mold — heil sjertu, fornum búin blóma, bjarta, Eldgamla Isafold! Hallmundur: Já, þarna kemur sólin upp — hún er eins og hún var, altaf jafn fögur og skær — en hvaða menn eru þarna á jökl- inum? -— Slíka búninga sá jeg ekki fyr — en það mun nú vera löng stund síðan jeg sofnaði —. (Kolur kroppinbakur, Þórir þursasprengir, Þorfinnur hausakljúfur og Jón Domingó, allir á gullskrautuðum kjólum með sverð við hlið. Guðmundur góði á síðhempu, með nýju sálmabókina í hendi). Hallmundur: Ifeilir og sælir sjeuð þjer, snj ótitlingar mínir! Allir: Við erum að snúa okkur: Hallmundur: Snúa ykkur! Jú, jeg held ]iað megi sjá það, að þið eruð að snúa ykk- ur, því slíkar skopparakringlur hef jeg ekki fyrri sjeð —. Allir: Við erum að snúa okkur —. Hallmundur: Já, en hvers vegna eruð þið að snúa ykkur? Allir: Við erum að snúa okkur eftir vind- mum. Hallmundur: Hversu heitir maðurinn? Kolur kroppinbakur: Jeg heiti Kolur kroppinbakur, mnjú, þa’ heiti jeg, jeg heiti þa’. Hallmundur: Heyrt hef jeg það nafn fyrr; en hversu heitir þú, maður minn?

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.