Lögrétta - 01.03.1932, Page 79

Lögrétta - 01.03.1932, Page 79
269 LÖGRJETTA 270 Þórir þussasprengir: Jeg heiti Þórir þussasprengir. Hallmundur: Ekki fæ jeg sjeð að þú mun- ir hafa sprengt haus á nokkrum þussa, nema ef vera skyldi á sjálfum þjer. Þórir þussasprengir: Hvað ertú fyrir fól, sem þúar mig, kóngsins fulltrúan þjón og morðhetju, berserk og bardagamann; jeg hef farið á náttarþeli með þrjátíu manns að einum bónda og tekið hann allsberan í rúminu og lagt hann í bönd fyrir kóngsins náð og Skóvs fororðningar og hafði hann ekkert við okkur þrjátíu, og ef ekki væri svo hált hjer, þá mundi jeg drepa þig. Hallmundur: Jeg hygg þig hafa lært hjá Þorkeli hák, og fyrr hef jeg tekið fyrir hendurnar á meiri mönnum en þú ert — en hversu heitir þú, maður minn? Þorfinnur hausakljúfur: 0, jeg held þig varði raunar lítið um það — jeg heiti ann- ars Þorfinnur hausakljúfur ef þú vilt vita það — það ætti að gefa honum inn Kalómel, piltar, því hann hefur annað hvort fjárkláð- ann eða bronchitis pectoralis. Hallmundur: Ekki skil jeg þetta — en hvert er nú nafn þitt, þú þarna gemlingur minn ? Jón Domingó: Jeg heiti nú Jón Domingó — guð almáttugur hjálpi mjer! mjer sýnist maðurinn svo kraftalegur. — Týras! Týras! skepnan! skepnan! nei jeg hef gleymt hon- um heima í jarðamatinu — guð almáttug- ur hjálpi mjer! drottinn hjálpi oss öllum! Hallmundur: Þetta þykja mjer kátlegir sveinar — en hversu heitir þú þarna á svörtum sloppi með þurkað fjallagras í hendinni ? Guðmundur góði: Jeg heiti Guðmundur góði, en þetta er nýja sálmabókin, sem jeg ætlaði að útbreiða hjerna á Geitlands-jökli. Jón Domingó: Guð almáttugur hjálpi mjer! þar datt jeg á rassinn á hálkunni — æ hvar eru háleistarnir mínir? Týras! Kolur kroppinbakur: Mnjú, hann datt á rassinn. Þorfinnur hausakljúfur: Hann datt á rassinn. Þórir þussasprengir: Hann datt á rassinn. Guðmundur góði: Hann datt á rassinn. Ætl’ ekki dygði að setja undir hann nýju sálmabókina til stuðnings? Jón Domingó: Guð almáttugur hjálpi mjer! Týras! En jeg skuli altaf vera að kalla á hundinn, sem er fjarverandi! En þjer skuli detta í hug að láta nýju sálma- bókina undir rassinn á mjer! En ef jeg leysti nú vind á hana? Hallmundur: Hvaða helvítis braml er í ykkur hjer á minni lóð? Því þjer skuluð vita, að þetta er mín lóð og jeg líð hjer ekki soddan borðalagða besefa, sem ekki geta staðið nema með duggaraháleista utan yfir skónum — púff! burt með ykkur alla sam- an! Þið getið hringsnúist annarsstaðar en hjer! Kolur kroppinbakur: Mn, við verðum að fylgja með tímanum — Þórir þussasprengir: Við verðum að fylgja kónginum — Hallinundur: Ekkert buli lengur! Burt! Nú kemur hann Bárður vinur minn með klofakerlinguna — flýtið ykkur áður en hann sjer ykkur, því hann er ekki annað eins góðmenni og jeg. Allir: Burt, burt! Bárður kemur! Bárður: Heill og sæll, Hallmundur minn! Quid novi ex Africa? Hallmundur: Ja, þú getur slegið í kring um þig með latínunni, því þú býrð þama úti á nesinu þar sem dönsku kaupmennirnir koma frá útlöndum og kenna mönnum mentunina; en jeg er hjer lengst uppi á ör- æfum — Bárður: Og minstu ekki á það! Þú held- ur kannske maður græði á honum Kláusi í Flekkuvík — nei! Það lítið jeg kann í latínu, það hef jeg lært af honum Ólafi Helga og honum Hundagrími, jeg hafði þá báða um tíma hjá mjer til kenslu á hross- leggjum, en svo fóru þeir í hundana — en Kláus! hann Kláus, Hallmundur! Þú skyldir bara, ja, þú skyldir bara — jeg fæ velgju — jeg hef hingað til verið brjóstheill mað- ur, Hallmundur — en hvað var þetta? mjer sýndust fimm kögurbörn vera hjer hjá þjer, Ilallmundur. Hallimmdur: Jú, svo er víst, Bárður minn, en jeg skil ekkert í hvaða skepnur það

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.