Lögrétta - 01.03.1932, Blaðsíða 79

Lögrétta - 01.03.1932, Blaðsíða 79
269 LÖGRJETTA 270 Þórir þussasprengir: Jeg heiti Þórir þussasprengir. Hallmundur: Ekki fæ jeg sjeð að þú mun- ir hafa sprengt haus á nokkrum þussa, nema ef vera skyldi á sjálfum þjer. Þórir þussasprengir: Hvað ertú fyrir fól, sem þúar mig, kóngsins fulltrúan þjón og morðhetju, berserk og bardagamann; jeg hef farið á náttarþeli með þrjátíu manns að einum bónda og tekið hann allsberan í rúminu og lagt hann í bönd fyrir kóngsins náð og Skóvs fororðningar og hafði hann ekkert við okkur þrjátíu, og ef ekki væri svo hált hjer, þá mundi jeg drepa þig. Hallmundur: Jeg hygg þig hafa lært hjá Þorkeli hák, og fyrr hef jeg tekið fyrir hendurnar á meiri mönnum en þú ert — en hversu heitir þú, maður minn? Þorfinnur hausakljúfur: 0, jeg held þig varði raunar lítið um það — jeg heiti ann- ars Þorfinnur hausakljúfur ef þú vilt vita það — það ætti að gefa honum inn Kalómel, piltar, því hann hefur annað hvort fjárkláð- ann eða bronchitis pectoralis. Hallmundur: Ekki skil jeg þetta — en hvert er nú nafn þitt, þú þarna gemlingur minn ? Jón Domingó: Jeg heiti nú Jón Domingó — guð almáttugur hjálpi mjer! mjer sýnist maðurinn svo kraftalegur. — Týras! Týras! skepnan! skepnan! nei jeg hef gleymt hon- um heima í jarðamatinu — guð almáttug- ur hjálpi mjer! drottinn hjálpi oss öllum! Hallmundur: Þetta þykja mjer kátlegir sveinar — en hversu heitir þú þarna á svörtum sloppi með þurkað fjallagras í hendinni ? Guðmundur góði: Jeg heiti Guðmundur góði, en þetta er nýja sálmabókin, sem jeg ætlaði að útbreiða hjerna á Geitlands-jökli. Jón Domingó: Guð almáttugur hjálpi mjer! þar datt jeg á rassinn á hálkunni — æ hvar eru háleistarnir mínir? Týras! Kolur kroppinbakur: Mnjú, hann datt á rassinn. Þorfinnur hausakljúfur: Hann datt á rassinn. Þórir þussasprengir: Hann datt á rassinn. Guðmundur góði: Hann datt á rassinn. Ætl’ ekki dygði að setja undir hann nýju sálmabókina til stuðnings? Jón Domingó: Guð almáttugur hjálpi mjer! Týras! En jeg skuli altaf vera að kalla á hundinn, sem er fjarverandi! En þjer skuli detta í hug að láta nýju sálma- bókina undir rassinn á mjer! En ef jeg leysti nú vind á hana? Hallmundur: Hvaða helvítis braml er í ykkur hjer á minni lóð? Því þjer skuluð vita, að þetta er mín lóð og jeg líð hjer ekki soddan borðalagða besefa, sem ekki geta staðið nema með duggaraháleista utan yfir skónum — púff! burt með ykkur alla sam- an! Þið getið hringsnúist annarsstaðar en hjer! Kolur kroppinbakur: Mn, við verðum að fylgja með tímanum — Þórir þussasprengir: Við verðum að fylgja kónginum — Hallinundur: Ekkert buli lengur! Burt! Nú kemur hann Bárður vinur minn með klofakerlinguna — flýtið ykkur áður en hann sjer ykkur, því hann er ekki annað eins góðmenni og jeg. Allir: Burt, burt! Bárður kemur! Bárður: Heill og sæll, Hallmundur minn! Quid novi ex Africa? Hallmundur: Ja, þú getur slegið í kring um þig með latínunni, því þú býrð þama úti á nesinu þar sem dönsku kaupmennirnir koma frá útlöndum og kenna mönnum mentunina; en jeg er hjer lengst uppi á ör- æfum — Bárður: Og minstu ekki á það! Þú held- ur kannske maður græði á honum Kláusi í Flekkuvík — nei! Það lítið jeg kann í latínu, það hef jeg lært af honum Ólafi Helga og honum Hundagrími, jeg hafði þá báða um tíma hjá mjer til kenslu á hross- leggjum, en svo fóru þeir í hundana — en Kláus! hann Kláus, Hallmundur! Þú skyldir bara, ja, þú skyldir bara — jeg fæ velgju — jeg hef hingað til verið brjóstheill mað- ur, Hallmundur — en hvað var þetta? mjer sýndust fimm kögurbörn vera hjer hjá þjer, Ilallmundur. Hallimmdur: Jú, svo er víst, Bárður minn, en jeg skil ekkert í hvaða skepnur það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.