Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Page 12

Eimreiðin - 01.05.1902, Page 12
92 ekki að fara lengra út í þennan mentunarsálm, heldur snúa mér að aðalefninu. Hér í sýslunni eru fleiri skáld, en þau, sem hér eru sýnd. Sérstaklega hefði verið ástæða til að sýna Jón gamla Hinriksson og forgils gjallanda. En bæði er það, að þeir eru nokkuð kunnir, og í öðru lagi er torvelt að gera grein fyrir þeim í stuttu máli. Eg tek því það ráð, að leiða yngri mennina fram á sjónar- sviðið — eða sýnishorn af þeim; því reyndar eru fleiri í þeim hóp, en hér eru taldir, sem haldið geta á hljóðfæri Braga. I. Jón Þorsteinsson, bóndi á Arnarvatni í Mývatnssveit. Hann er um fertugt, óframfærinn maður og næstum því feiminn. Hann hefir ort fremur lítið og stundum leikið sér að því, að herma eftir Grallarahöfundunum gömlu og Vísabókaskáldunum. —• Stundum líkist hann Páli Ólafssyni, þegar hann yrkir ferskeyttar vísur, eins og sjá má á vísum þeirn, er hér fara á eftir. Eó er ekki svo að skilja, að Jón stæli Pál. Hitt mun nær sanni, að sporin verða lík vegna þess, að báðir stíga létt niður á þjóðlegum grundvelli hug- Ijúfrar hagmælsku. Og þegar tveir menn hafa málið og rímið á valdi sínu og yrkja um sama efni, lætur að líkindum, að tungu- takinu svipi saman. Ég tek til dæmis þessa vísu: Vorið dregur eitthvað út hefir geymt þar grænan kút undan frosnum bakka: — gef mér nú að smakka! GAMLI Dimm er lifsins dómagjörð, dul er að ráða hana; hlumdi skot og hné að jörð hesturinn máttarvana. Líkt og báru-blak er dvín, búin er þín saga; aldrei líta augu þín yfir grænan haga. GRÁNI. Mun sem fyrri fara á storð frægðin lýð úr minni; því skal búa örfá orð offruð minning þinni. Við höfum líka saman sælt sólar og klaka stundir; ég hef löngum bak þijt bælt böggum þínum undir.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.