Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Page 15

Eimreiðin - 01.05.1902, Page 15
95 — menn segja’ eg beri knúahörund skrítið — þá skyldi þeim á skallabeinum hlýna. Pú skilur bróðir, Islands ungi son, með egg í hug, sem varla er þörf að brýna. Pað skilur hver, frá Skjálfanda til Don, þá skyldu blóðs, að mölva hlekki sína. — Og nú er sólin sigin bak við heiði og sjávarbungati vaxin eins og leiði. Pað fer oft svona. Vorsins græna grund þú ginnir oss í laufabrekku þína; menn halda það sé fögur friðarstund og fara að klifra um æsku turna sína. Hin fagra útsjón hrífur hugi manna, því hnjúkar bláir vefja að sér grundir og efst í slökkum gamlir feldir fanna í fiskivötnum speglast neðan undir. En líttu á annað, íslenzkt þjóðarmál, á alt það hjarn, er þyngir vorri móður. Það hlýtur víst að svíða hverri sál, það sumarleysi og hinn litli gróður. Og því er varla kyn þó beiskja blandist í bikar okkar stuttu smalakvæða. Pað getur skeð, að geislakossar vandist, og glepjumst við um þvílík mál að ræða; þeim morgunskýjum mætti jafnvel blæða. Ég yrki ei meira, húmið hnígur yfir og huldublæja signir hverja rót,- Mér finst þó altaf eitthvað, sem að lifir í Islands gróðri, það er kulda-bót. Pað frækorn lifi, Islands ungi son: Ó, ísabrot frá Skjálfanda til Don! II. Sig’urjón Friðjónsson bóndi á Sandi, 34 ára. Hann er líkur Jóni Porsteinssyni að því leyti, að báðir eru óframfærnir og yfirlætislausir og getur sú dygð gengið of langt.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.