Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Page 24

Eimreiðin - 01.05.1902, Page 24
104 Er sem líti’ eg leiftrin þjóta: logarák um geiminn fer, hrifinn þá ég fell íil fóta, framsókn, helg og eilíf, þér. Pína söngva sæta aö heyra svarta nóttin veitir tóm. Mínu sný ég aldrei eyra undan þínum drottin-róm. Til þín líka blessað barnið, bráðum þetta heróp nær. Ut á bálið, bylinn, hjarnið bregð þú við, er trumban slær. Alt í kring í bröttum brúnum, björtum himni, sævi, dal líta muntu logarúnum letruð orð, er nema skal. Pú sem frjálsa framsókn hatar. fell í eyru á meyju’ og svein; hljóðið samt til hjartans ratar, hrópar gegn um merg og bein. Binda skaltu barnaaugum blæju dökka og þykk sé hún. Ungrar sálar sjónartaugum samt mun leiftra ’in bjarta rún. Barnið vitkast, verður stærra, vex frá reifum, gengur eitt. þrárnar kalla hærra, hærra; hljóm þann bugar ekki neitt. Hver má frjálsan hefta anda, honum banna sína rás? Á hann kannske um aldur standa eins og tjóðrað naut á bás? Unz að lýkur æfidögum, áfram kallar röddin skýr. Elfan fylgir eðlislögum: aldrei hún til baka snýr. Sérðu ekki á barnsins brúnir brennimarkið glöggva flutt? Lær sem fyrst þær leyndu rúnir. Löng er mentin, æfin stutt. Lífið manua heimtar Helja; holdið bugar þreyta og slit. Aldrei þarf á eld að selja unninn fróðleik, þekkitig, vit. Yrkja verður upp frá rótum æfiblóm hvers sérstaks manns. Stendur æ á föstum fótum fræðameiður þjóðar, lands. Gnæfir hátt með himinskautum horfinn limi frægðarróms, klakinn upp í kulda og þrautum kyngistorma og villudóms. Bæði drifinn blóði og sveita beztu manna á hverri öld; það nam meiðnum viðgatig veita; vor er hann orðinn föðurgjöld. Honum gjörðu heimskan, villan harðleikið sitt æskuskeið; því þær höfðu ávalt illan augastað á meiði þeim; sáu glögt, að mundi tnynda margan gróður skjólið hans, svörðitin frjóvga, festa, binda, flögin græða manns og lands. Græða flögin; — þyngst var þetta, þeirra mark er auðn og spjöll systra, er úr sandi flétta svartan þátt í tjóðrin öll. Grundin bundin gróðurtaugum getum nærri, að vera má hvimleið þeim, er allra augum eiga fyrir ryki að sjá.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.